Af þoku, unglingum og miskunnarlausu mýbiti ...

SjóræningjarÞokan sem læddist yfir Skagann seint í gærkvöldi var horfin í morgun. Eins gott, mér varð ekki um sel þegar ég heyrði af og til glamra í hlekkjum framliðinna sjóræningja en sofnaði þó rótt eftir að hafa horft á spennulöggumyndina Chaos með Jason Statham. Slíkar myndir eru róandi í vissum tilfellum.

Tommi hleypti okkur Sigþóru út við Vesturlandsveginn í morgun og við töltum uppeftir. Sigþóra var sátt eftir Írsku dagana og fannst lopapeysuballið mjög skemmtilegt. (Ég hefði átt að fara, nennti bara ekki ein)  Þó hafa böllin verið betri undanfarin ár, að hennar sögn, nú hefur yngst í hópnum sem er galli. Þetta var víst áður magnaður vettvangur til að hitta brottflutta Skagamenn, gamla skólafélaga, ættingja og vini. „Unga liðið þarna með lætin verður til þess að fólk af okkar kynslóð nennir ekki að koma,“ sagði Sigþóra. Jamm, ég varð samstundis níræð við orð hennar ... held reyndar að við séum nú ekki orðnar nógu gamlar til að láta nokkra unglinga með læti hrekja okkur á brott.

Unglingsímyndin byggðHvað er svo unglingur? Jú, það er manneskja sem er hvorki barn né fullorðin og fær að heyra frá barnæsku að þessi hópur sé óalandi og óferjandi og býr sig ósjálfrátt undir að verða þannig ...

Mont: Unglingurinn í fjölskyldunni minni, klári og skemmtilegi frændi minn, var ekki á Írskum dögum þótt hann búi á Skaganum. Hann fór í útilegu á Úlfljótsvatn og var víst étinn í forrétt, aðalrétt og eftirrétt af flugum. Muna, Gurrí, aldrei fara á Mývatn, Úlfljótsvatn eða Laugarvatn á sumrin.

Flugur elska mig ... en ég hef samt reyndar aldrei verið bitin! Fljótari að hlaupa en þær ... eða í "röngum" blóðflokki? Skyldi vera eitthvað athugavert við A+? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

veit ekki en ég er A- og er aldrei bitin heldur. Eða reyndar sagði mér einhver að maður er alveg bitinn en fær bara ekki nein ofnæmisviðbrögð og finnur þ.a.l. ekkert fyrir því.

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 9.7.2007 kl. 09:34

2 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Það væri gaman að vita í hvað blóðflokki bloggvinirnir eru og hvort þeir eru bitnir á sumrin ... svo fæ ég að birta niðurstöður rannsóknarinnar í einhverju læknablaðinu ... heheheheh

Guðríður Haraldsdóttir, 9.7.2007 kl. 10:26

3 Smámynd: Elín Arnar

ha ha ha já einmitt, ég er O og ég er alltaf étin lifandi.

Elín Arnar, 9.7.2007 kl. 11:10

4 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Sama hér O+ og þær elska að narta í mig.

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 9.7.2007 kl. 16:08

5 Smámynd: Þröstur Unnar

Það er ekki búið að finna nafn á minn blóðflokk.

Þröstur Unnar, 9.7.2007 kl. 17:45

6 Smámynd: Þröstur Unnar

ps: og það nartar sko enginn í mig, hvorki flugur né frúr.

Þröstur Unnar, 9.7.2007 kl. 17:46

7 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Guðríður Haraldsdóttir, 9.7.2007 kl. 17:52

8 Smámynd: www.zordis.com

O- Slepp lifandi frá öllum Nörturum hvort sem zad eru mýs eda menn!  Nú er komin ný skaed Moskító sem er búin ad sérhaefa sig og nartar ótt og títt og eitrar út frá sér og fólk er med raudar dellur og skellur út um allt en O- og allt í plús hjá minni sem er heil á sinni ......

www.zordis.com, 9.7.2007 kl. 17:57

9 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

AB+ þær bíta mig sjaldan - en þegar þær gera það blæs ég út og verð tíu sinnum stærri og fegurri en ég er dags daglega.....

Hrönn Sigurðardóttir, 9.7.2007 kl. 18:17

10 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Vá, Hrönn, sjaldgæfur blóðflokkur ... pabbi var líka AB+ og við systkinin erum öll A ... nema Hilda sem er B. Þarf reyndar að spyrja Helgu sys, veit ekki í hvaða blóðflokki hún er. 

Þetta hefur greinilega ekkert með blóðflokka að gera, annars skekkir Þröstur Unnar myndina og eyðileggur rannsóknina, takk kæri nágranni ... eða hitt þó heldur!

Gott að þú ert heil á sinni, Zordís, þótt þú búir í heitu löndunum ... 

Guðríður Haraldsdóttir, 9.7.2007 kl. 18:25

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

O auðvitað og aldrei bitin.  Þorrí

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.7.2007 kl. 19:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 238
  • Sl. sólarhring: 405
  • Sl. viku: 2116
  • Frá upphafi: 1455508

Annað

  • Innlit í dag: 206
  • Innlit sl. viku: 1732
  • Gestir í dag: 200
  • IP-tölur í dag: 197

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Útlitið í Mjódd í dag
  • Elsku Geiri frændi
  • Jysk

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband