Góður túristadagur, guðleg stríðni og ... grobb

RekkkjavikkFór á Skrúðgarðinn vel sjúkraþjálfuð þegar klukkan var að verða hálftólf og það var líklega eins gott því mig minnti að síðasta ferð fyrir fjögurra klukktíma síestu bílstjóranna væri kl. 12.41. Hún er klukkutíma fyrr. Ætlaði að fara að tölta heim á leið og kveðja kettina með kossi þegar Tommi birtist, stórhneykslaður á því að ég hefði ekki verið með í fyrstu ferð í morgun. Í Ártúni tók ég fimmuna og fékk spennandi óvissuferð, sá meira að segja stórt skemmtiferðaskip í Sundahöfn ... sumaráætlun strætó er bara kúl á köflum. Ákvað á Hlemmi að taka ferðamanninn á þetta og labbaði niður Laugaveginn, full hrifningar á þessarri fallegu borg, Rekkjavikk. Sá nýja plötubúð við hlið Skífunnar með plötum sem fást ekki alls staðar. Samt fann ungi strákurinn ekkert með Rick Wakeman, heldur ekki sá ljúfi í Skífunni. Að finna King Arthur-plötuna verður bara nýja takmarkið mitt í lífinu. Hitti Rúnar, son vinkonu minnar, í Bókabúð M&M þar sem hann vinnur. Hann sagðist vera búinn að lesa lífsreynslusögubókina, kannaðist við eina söguna úr henni og fannst það ekki leiðinlegt, sagan líka létt og jákvæð. Latte-inn á Kaffitári var guðdómlegur en þá var tími til kominn að skreppa í viðtalið sem gekk mjög vel.

Þvílík heppni að ná síðan korterísex-strætó heim. Sat við hliðina á skemmtilegri konu á leiðinni, verst að við fórum ekki að spjalla fyrr en síðustu mínúturnar. Hún er húsasmiður og það vekur furðu margra, sagði hún. Frétt í útvarpinu fékk hana til að fara að spjalla og við nutum þess að femínistabeljast svolítið.   

Tomkrús minn almáttugurGetur verið að það sé einhver ósýnilegur þarna úti sem fylgist með mannfólkinu, grípur inn í stöku sinnum inn í og ... finnst gaman að stríða? Jafnvel einhver guðlegur? Kannski nýi frelsarinn, þessi hjá Vísindakirkjunni?

Var ekki fyrr búin að sleppa orðinu hér á blogginu um að ég væri aldrei bitin af pöddum ... þegar ég nældi mér í nokkur bit, líklega staraflóarbit. Það er svona þegar maður bregður sér af bæ. Þetta hefði aldrei gerst í himnaríki!

 

Skemmtiferðarskipið að faraUm leið og ég fór að fylgjast með leiknum sem nú fer fram fyrir neðan austurglugga himnaríkis skoruðu Víkingar mark. Nú held ég mig bara vestanmegin, veit í hjarta mínu að ÍA skorar tvö mörk í seinni hálfleik.

Skemmtiferðarskipið sem ég dáðist að í dag sigldi framhjá himnaríki rétt áðan á leið til frekari ævintýra. Finnur þó vart fegurra land en Ísland. (Þetta mun flokkast undir nýja færsluflokkinn minn)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er búin að vera að velta því fyrir mér hvernig ég bý til aukaflokka.  Gætirðu sent mér instruksjóns í meili honní.  Brjálaðist úr hlátri yfir grobbflokknum.  Þú ert mega skemmtileg stelpa.

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.7.2007 kl. 20:52

2 identicon

Eru staraflærnar ekki hættar að bíta í ár?
Hélt að þær væru verstar í kringum hreiðurgerðartímann..

Maja Solla (IP-tala skráð) 10.7.2007 kl. 20:53

3 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Ja ... þetta eru kannski veggjalýs úr Byrginu? Hef samt aldrei farið þangað! Hvað ætli þetta sé? Kannski bólusótt ... en ég er ekki illa haldin, tvö bit bara. 

Sendi þér þetta á meili, Jenný honí! 

Guðríður Haraldsdóttir, 10.7.2007 kl. 20:56

4 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Dúddelí dú frá Bryggju....

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 10.7.2007 kl. 20:58

5 Smámynd: krossgata

Mér lærðist að vera slétt sama hvort ÍA skorar þegar ég átti heima á Akranesi, fyrir löngu.  Þar fékk ég ímugust á fótbolta.  Svona svipað og að fá soðna þverskorna í ýsu í hvert mál 6 daga vikunnar frá fæðingu til tvítugs, það dugar alveg til að gera mann fráhverfann ýsu...... og fótbolta

En svona Londonferð niður Laugaveginn í góðu veðri er nauðsynlegt að taka öðru hvoru.

krossgata, 10.7.2007 kl. 21:09

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Nanababúbú, búin að búa til flokka, það er megaskemmtilegt. Lalalalala

Meil ´onny

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.7.2007 kl. 21:42

7 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Það munaði litlu að ég hefði 100% rétt fyrir mér með mörk Skagamanna. Annað var skorað í seinni hálfleik, hitt í framlengingu! Héðan hef ég ekki hreyft mig og mun nú vera hið óopinbera lukkudýr Skagamanna!

Guðríður Haraldsdóttir, 10.7.2007 kl. 21:48

8 identicon

Blessuð vertu, sittu bara við gluggann og gláptu eins og þú getur á tuðrusparkara...........

Magga (IP-tala skráð) 10.7.2007 kl. 22:35

9 Smámynd: Elín Arnar

He he ég skil ekkert í þessum fótboltaáhuga hjá þér. :) en gott að heyra að dagurinn var góður. Sjáumst hressar á morgun og gangi þér vel í útvarpsviðtalinu í fyrramálið ;)

Elín Arnar, 10.7.2007 kl. 23:47

10 Smámynd: Gunna-Polly

fótbolti er skemmtilegur

Gunna-Polly, 11.7.2007 kl. 00:25

11 Smámynd: Halla Rut

Ég bara skil ekki þennan fótbolta áhuga hjá þér. En þú ert svo dugleg að skrifa, ég les þig á hverjum degi svo þér er fyrirgefið.

Halla Rut , 11.7.2007 kl. 00:42

12 Smámynd: Heiða  Þórðar

Gurrý er ótrúleg kona, það er sem ég segi, held meira að segja að hún sé ekkert að fíflast með þennan fótboltaáhuga!

Heiða Þórðar, 11.7.2007 kl. 01:03

13 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Nákvæmlega Heiða. Konan talar kínversku.

Jóna Á. Gísladóttir, 11.7.2007 kl. 01:18

14 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Klukk

Benedikt Halldórsson, 11.7.2007 kl. 09:22

15 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Hmmm, hví eruð þið að kukka mig?

Guðríður Haraldsdóttir, 11.7.2007 kl. 10:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 86
  • Sl. sólarhring: 403
  • Sl. viku: 1964
  • Frá upphafi: 1455356

Annað

  • Innlit í dag: 68
  • Innlit sl. viku: 1594
  • Gestir í dag: 68
  • IP-tölur í dag: 66

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Útlitið í Mjódd í dag
  • Elsku Geiri frændi
  • Jysk

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband