Næstum því strætókynlíf og fágæt fegurð í útvarpi

Ósköp var notalegt að sjá Ástu í strætó í morgun, brúna og úthvílda. Sumarfríið hennar búið. Hún var aðeins of lítið klædd og ég aðeins of mikið. Erfitt að ráða í þetta veður ...

Var eitthvað pínu hrædd um að gleyma að fara í viðtal á Rás 2 kl. 8.30 og rjúka beint í vinnuna af gömlum vana en auðvitað er ég ekki alveg svona utan við mig. Elti bara Ástu út í Ártúni og við biðum eftir leið 6. Enginn aukabíll beið okkar Skagamanna, eins og venjulega, svo að vagninn okkar varð algjörlega pakkfullur þegar tugir Skagamanna bættust við annað eins af Grafarvogsbúum. Mér fannst nándin við náunga minn bara nokkuð notaleg og þetta er það næsta sem ég hef komist kynlífi allt of lengi. Fór alla leið niður í Bankastræti með sexinu og keypti mér latte ... veit alveg hvernig RÚV-kaffið er.

Viðtalið á gekk glimrandi vel og ég var svoooo sæt, enda vaknaði ég eldsnemma í morgun til að farða mig, eiginlega sofnaði ég ekkert ... Verst að þetta var í útvarpi en ég held að hlustendur hafi samt náð þessu. Útvarpskonurnar Hrafnhildur og Guðrún eru voða skemmtilegar ... en þegar Tommi er undir stýri á strætó hlustum við í Skagavagninum alltaf á þennan þátt. Jæja, best að vinna, nóg verður að gera í dag!  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Æi ég missti af viðtalinu en Gurrí mín þú ert alltaf svo sæt.

Kristín Katla Árnadóttir, 11.7.2007 kl. 11:16

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Takk, katla mín ... sérstaklega´sæt alltaf í útvarpinu

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 11.7.2007 kl. 11:34

3 identicon

Hahhaha og rás 2 auglýsir "Kaffi Gurrý" Hver er þessi Gurrý!?!

Magga (IP-tala skráð) 11.7.2007 kl. 11:35

4 identicon

Æ Gurrý mín, missti af þér í morgun. Þú varst svo snemma hjá stelpunum að ég var ekki komin í vinnuna :( Næst þegar þú kemur er skylda að láta mig vita að þú sérst væntanleg og þá skal ég gefa þér svívirðilega gott Rásar 1 kaffi ;)

Sigga (IP-tala skráð) 11.7.2007 kl. 11:57

5 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Það er náttúrlega hægt að hlusta á þetta á Netinu ef nægur vilji er fyrir hendi sko .............. Veit ekki alveg hver þessi GurrÝ er ... með yfsiloni ...

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 11.7.2007 kl. 12:03

6 identicon

Það er nú meira hvað það er alltaf gaman í strætó hjá þér!
Forvitin að vita hvað gerist næst í leið 6...

Maja Solla (IP-tala skráð) 11.7.2007 kl. 12:34

7 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ég hlustaði á viðtalið á netinu
http://dagskra.ruv.is/streaming/ras2/?file=4331557

Gaman að heyra rödd þína Gurrý

Ágúst H Bjarnason, 11.7.2007 kl. 12:54

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

LUFTGÍTAR, HAHAHAHAHAHAHA

Rosalega var gaman að heyra röddina þína Gurrí mín, þú rokkar og rúlar.

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.7.2007 kl. 13:15

9 Smámynd: Elín Arnar

Það hefði náttúrlega verið skandall að klikka á meikupinu en þú ert búin að vera rosa sæt í vinnunni í dag. :)

Elín Arnar, 11.7.2007 kl. 14:29

10 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég heyrði í þér! Þú varst voða sæt og gaman að heyra röddina þína

Hrönn Sigurðardóttir, 11.7.2007 kl. 15:50

11 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Klukk!!!!!

Nenni ekki að skrifa allt sem kemur með..kíktu bara á mitt blogg til að sjá um hvað þetta er.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 11.7.2007 kl. 16:00

12 Smámynd: krossgata

Það heyrðist langar leiðir hvað þú varst vel til höfð. 

krossgata, 11.7.2007 kl. 16:41

13 Smámynd: Þröstur Unnar

Ég bjóst nú við öðruvísi rödd, en skemmtilget samtal. Þú gleymdir að nefna Kaffi Gurrí drykkinn á Skrúðgarðinum.

Þröstur Unnar, 11.7.2007 kl. 18:28

14 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Þríklukkuð, vá ... þetta kostar miklar hugsanir og pælingar ...

Hvernig rödd bjóstu við, gamli geithafur?

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 11.7.2007 kl. 18:37

15 Smámynd: Þröstur Unnar

Kaffiviskírödd

Þröstur Unnar, 11.7.2007 kl. 18:41

16 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hahhahah, leitt að valda þér vonbrigðum.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 11.7.2007 kl. 18:50

17 Smámynd: Þröstur Unnar

Engin vonbrigði hér, bara ánægjulegt að hlusta á rödd þína, sem hljómar eins silkimjúk og nýsoðnir ábrestir í munni manns.

Þröstur Unnar, 11.7.2007 kl. 19:12

18 Smámynd: Ragnheiður

KLUKK!

Ragnheiður , 11.7.2007 kl. 21:04

19 Smámynd: Halla Rut

En hvað þú ert dugleg að taka strætó.

Halla Rut , 11.7.2007 kl. 21:14

20 Smámynd: Ester Júlía

Kynlífsstrætó....."slef" .  Er þetta ekki sniðugt til útgerðar fyrir gamlar og þreyttar húsmæður?   Þarna er kannski komin leiðin til að auka strætóferðir borgabúa..

-  Komið og takið kynlífsstrætó.  Hann fer með þið hvert sem þig langar að fara, jafnvel í hæstu hæðir.  Gengur  á 20 mínútna fresti en þú mátt vera í honum eins lengi og þú vilt. Þú verður ekki fyrir vonbrigðum með bílstjóra okkar  ( mætti kannski sleppa því - of tvírætt kannski )  

 Stætó BS. 

Ester Júlía, 11.7.2007 kl. 21:22

21 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hahahhaha, hann var meira að segja númer sex! Góð hugmynd!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 11.7.2007 kl. 21:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 216
  • Sl. viku: 641
  • Frá upphafi: 1505932

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 516
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband