Alvörusumar!

SólskinÞetta er að verða eitt besta sumar í manna minnum. Indverska vísindakonan, ein strætóvinkona mín, sagði mér í gær að hún myndi ekki aðra eins samfellda blíðu síðan hún flutti hingað fyrir mörgum, mörgum árum. Ég trúi henni mun betur en mér þar sem ég hef gullfiskaminni á veður, eins og stjórnmálaloforð. Það var reyndar hitabylgja úti í London þegar ég var þar 1976 (au pair) og frétti þá að sumarið á Íslandi hefði komið á miðvikudegi eftir hádegi og staðið til næsta dags.

Það eru allir brúnir nema ég. Enn er húðliturinn á höndum og fótum í undanrennulit, blágráum! Reyndi að fara í sólbað áðan en entist bara í þrjár mínútur. Þarf líka að kaupa sólvörn, slíkt hefur aldrei verið til á þessu heimili. Best að skreppa út í sjoppu á eftir og tékka hvort slíkt sé til. Það vantar líka mjólk svo að aðferðin við að hita mjólk út í latte í espressókönnunni gleymist ekki. Þetta er nokkuð flókinn prósess þegar maður kann hann ekki. Ýta á þennan takka, gera hitt, svo þetta, skrúfa frá frussinu þar til allt loft er farið ... og svona skelfandi hlutir. Í svona tilfellum væri nú alveg ágætt að eiga karl. Hann sæi um frussið, ég t.d. að þvo bílinn.

Langisandur er fullur af glöðu fólki og hundum sem ráða sér ekki fyrir kæti, sé alla vega þrjá! Svo lónar snekkja hér fyrir utan, svona mini-snekkja, örugglega með auðfólki sem hefur gaman af því að sjá pöpulinn leika sér ... eða kannski er þetta bara hraðbátur. Þetta er alla vega hvítt og það flýtur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Já þetta er alvörusumar hjá okkur ég mann ekki að það hafi verið svona gott sumar áður.

Kristín Katla Árnadóttir, 14.7.2007 kl. 14:06

2 Smámynd: SigrúnSveitó

Yndislegt veður, notalegt hitastig, ekki svona sveitt svækja eins og þegar það er mega-veður í Dk!!  Ég ELSKA Ísland!!!

SigrúnSveitó, 14.7.2007 kl. 14:19

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ísland er æði ... finnst líka vondu veðrin ógurlega sjarmerandi! Það er helst rok sem gleður mig ekki ... nema þegar ég er heima að horfa á öldurnar, þá elska ég rok!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 14.7.2007 kl. 14:40

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sakna roks og rigningar.  Dem ég veit að ég er klámhundur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.7.2007 kl. 15:00

5 Smámynd: Svava S. Steinars

Engar áhyggjur af fölum lit Gurrí, ég er næpuhvít og flugvélar halda að fæturnar á mér séu lendingarljós og fara að hringsóla í kringum mig ef ég bera leggina úti.  Ég slæ þér því örugglega við.

Svava S. Steinars, 14.7.2007 kl. 21:47

6 Smámynd: Laufey B Waage

Þú þarft ekkert að eiga kall, til að gera góðan latte. Spurðu bara latte-gestina þína hvort þeir vilji nokkuð mikla froðu, - og ef þú ert svo heppin að þeir segja "nei, nei" (eins og t.d. ef ég væri í kaffi hjá þér), - þá bara hitarðu mjólkina í örbylgjuofninum. Þannig laga ég alltaf míns eigins soja-latte heima hjá mér - og ég gef mig út fyrir að vera kaffi-sælkeri.

Laufey B Waage, 14.7.2007 kl. 22:02

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hmmmm ... á ekki örbylgjuofn, Laufey. Auðvitað þarf ég engan kall ... ég er búin að ná tökum á þessu, á mjólk inni í ísskáp og hlakka til að búa mér til froðulausan latte á morgun.

Svava hvíta næpan mín. Finnst samt fúlt að hafa keypt mér sólvörn sem orsakar að ég verð ekki brún! Best að nota bara brúnkuklúta. Er ekki appelsínugult alltaf kúl? 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 14.7.2007 kl. 22:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 57
  • Sl. viku: 636
  • Frá upphafi: 1505989

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 513
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband