Sem beljur á svelli ...

Formúlan í rigninguAlltaf gaman að horfa á Formúluna í rigningu. Bílarnir minna á beljur á svelli. „Mögnuð uppákoma,“ segir þulurinn. Keppnin stoppuð og beðið eftir sólinni.

Mér tókst ekki að lesa nema 10 blaðsíður í Potter í gærkvöldi og held jafnvel að ákvörðunin um að klára hana um helgina náist ekki. Ég sagði heldur ekki hvaða ár þessi helgi ætti að vera.

Mikið held ég að Bjartur í sumarbúðum verði glaður að komast heim og geta farið út. Tommi nennir ekki að „leika“ við hann (frekar ofbeldisfullt þó) og Kubbur urrar bara ef hann horfir á hana. Hann reynir í sífellu að snapa fæting. Þori þó ekki að leyfa honum að fara út á svalir, vil ekki að hann príli upp á þak og renni alla leið niður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Formúlan.... 

Jóna Á. Gísladóttir, 22.7.2007 kl. 13:02

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Já Formúlan það er nú það.

Kristín Katla Árnadóttir, 22.7.2007 kl. 13:41

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Er spennandi að lesa söguna þegar maður veit endirinn?? Letikveðja til þín og dýranna í Skagaskógi

Ásdís Sigurðardóttir, 22.7.2007 kl. 14:26

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

HVER ER ENDIRINN????????????? Djísús það er legið á sumu eins og ormur á gulli.

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.7.2007 kl. 14:33

5 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Iss, mér gengur ekkert að lesa bókina, allt of skemmtileg Formúlan til þess. Næ kannski einhverjum blaðsíðum í dag, of mikil bjartsýni að halda að hægt sé að klára hana. Er með stórt heimili; tvo ketti og einn í pössun ... og húsverkina. Veit ekki endinn og mun eflaust ekki upplýsa um hann hér á blogginu þegar hann er kominn á hreint, sorrí, Jenný! 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 22.7.2007 kl. 14:41

6 Smámynd: Huld S. Ringsted

Formúlan er skemmtilegust þegar eitthvað gengur á, ég ætla að kaupa Harry Potter fyrir dóttir mína, var að hugsa um að kíkja á endinn

Huld S. Ringsted, 22.7.2007 kl. 15:41

7 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Formúlan, sem ég hef vanrækt samviskusamlega, greip athygli mína í dag, og ég horfði með ákafa á frá upphafi. Coultard minn aðeins að rétta úr kútnum enda ekki nema fyrir reynslubolta að valda þessu geðveiku aðstæðum. Held að þetta sé ein mest spennandi formúla sem ég hef heyrt um. Núna vantar mig bara að fá að vita endinn á Harry, ég geymi það til seinni ára að falla fyrir þessum bálki, las meiri hluta bókar nr. 2, sem mér skilst að sé einna síst þeirra, en hef horft nokkrum sinnum á myndina (nr. 1 alla vega) mér til mikillar ánægju. Get eiginlega alveg tekið undir með Illuag Jökulssyni sem segist mjög hrifinn af Harry Potter æðinu en hafi ekki fallið fyrir bókunum. Og þar sem ég kíki alltaf aftast í bækur (nema eina sem ég þýddi og vissi ekki hvernig fór fyrr en ég var búin með fyrsta uppkast af þýðingunni) þá langar mig aðallega að vita hvort Harry lifir eða deyr. Veit að ég get flett því upp á netinu en það skemmtilega er að ég mun ekki hafa hugmynd um hvort þær fréttir eru ábyggilegar fyrr en einhver á heimilinu (Hanna) kaupir bókina.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 22.7.2007 kl. 20:01

8 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hvað segir þú fröken Gríngjörn!

Er gaman að horfa á Formúluna í rigningu!?

Gluggarnir eru þá semsagt endanlega búnir að gefa sig og þakið farið líka hahahaha!

En vonandi hress og kát og hugsar með tilhlökkun til vinnuvikunnar!

Og blessuð vertu ekkert að kjafta þessum örlögum Harry, ekkert svo merkileg!

Magnús Geir Guðmundsson, 22.7.2007 kl. 20:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 57
  • Sl. viku: 636
  • Frá upphafi: 1505989

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 513
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband