Þriðjungur af Potter, draugahræddur miðill og fleira ...

Búin með næstum 200 síður af Potter, bara 400 eftir, mikil spenna, verst að Monk og 4400 tefja helling. Það var bjartsýni að ætla að ljúka bókinni yfir helgina. Bjartur er farinn heim og nú er loksins opið út á svalir, Tomma og Kubbi til mikillar gleði. Þetta var eins og í Formúlunni ... hálfri mínútu eftir að kettirnir komust út á svalirnar fór að rigna! Í stað þess að skauta um allt komu þeir bara aftur inn, frekar spældir. Rosalega var þetta annars spennandi Formúla!

ghost_whispererSá auglýsingu í sjónvarpinu um að þátturinn Ghost Whisperer hefjist aftur á kellingasjónvarpsdaginn og verður á eftir Opruh og Riches. Medium var ágætur þáttur en GW ekkert spes. Mér fannst skrýtið að kona sem hefur séð dedd pípol alla sína tíð verði alltaf jafnhrædd í hvert skipti sem einhverjir draugar birtast henni. Kannski er það til að hún geti sett sexí hræðslustút á varirnar.

Tattú 1Fór ekkert austur í sumarbúðir um helgina en heyrði í Hildu áðan. Allt gengur mjög vel og einstaklega skemmtilegir og góðir krakkar núna (eins og alltaf). Strákur, sem hefur ekki komið áður í Ævintýraland, átti ekki orð yfir matinn. „Vá, það er BARA góður matur hérna, svona matur sem börn vilja!“ sagði hann steinhissa eftir að hafa fengið pítsu, kjúkling, vöfflur með súkkulaði og rjóma og margt fleira. Ellý hefur verið að teikna GEGGJUÐ tattú á krakkana. (www.sumarbudir.is, 6. tímabil) Hlakka til að fara þangað um verslunarmannahelgina en þá verður unglingatímabilið, 12-14 ára. Strákarnir eru alltaf nokkuð færri en stelpurnar og fá svo mikla athygli frá stelpunum að þeir koma heim breyttir menn, öruggari með sig og montnari, eftir vikuna.  

Tattú 2Hilda verður í fríi í viku, frá og með næsta þriðjudegi og vá, hvað við ætlum á Harry Potter-myndina! Ætla líka að reyna að draga hana á Die Hard IV.

Tattú 3Aldrei framar tíu tíma bíóferð, Akranes-Rvík-Akranes með strætó. Hef ekki enn tekið Da Vinci lykilinn í sátt síðan í fyrra þegar það tók okkur erfðaprinsinn næstum hálfan sólarhring að fara á hana. 

Eru þetta ekki flott tattú? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Mér fannst skrýtið að kona sem hefur séð dedd pípol alla sína tíð verði alltaf jafnhrædd í hvert skipti sem einhverjir draugar birtast henni. Kannski er það til að hún geti sett sexí hræðslustút á varirnar."

Ef þetta er ekki frasi dagsins, þá er ég illa svikin!

Maja Solla (IP-tala skráð) 22.7.2007 kl. 21:28

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Maja Solla tók af mér orðið...

Jóna Á. Gísladóttir, 22.7.2007 kl. 22:07

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Flott tatú.  Rosalega finnst mér sniðugt að hafa unglingasumó um verslunarmannahelgina.  Ég hef heyrt að barnungir krakkar séu að þvælast einir á útihátiðir.  Flott framtak hjá Hildu.

Smjúts þrátt fyrir að þú sért ekki búin að athuga með endir á bók.

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.7.2007 kl. 22:22

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Geðveik tattú. Sumarbúðalíf er svo spennó, tala nú ekki um svona blandað, ég var bara alltaf með stelpum, en reyndar fannst mér strákar ekki svo nauðsynlegir þá.

Ásdís Sigurðardóttir, 22.7.2007 kl. 23:06

5 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Ég er búin með rúmlega fjögurhundruð síður og held að ég muni komast nálægt fimm hundruð áður en ég sofna. Það er hins vegar greinilegt að ég mun ekki  klára bókina áður en helgin er búin, frekar en þú. Gallinn er að ég þarf að gera svo margt á morgun að ég mun varla hafa tíma til að klára bókina.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 23.7.2007 kl. 02:31

6 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Ég er með heiftarlegt ofnæmi fyrir Harry Potter, Hringadrottinssögu og öllu þessu ævintýradóti....... sorrý skil ekki ;)

Eva Þorsteinsdóttir, 23.7.2007 kl. 03:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 396
  • Sl. sólarhring: 396
  • Sl. viku: 2358
  • Frá upphafi: 1456061

Annað

  • Innlit í dag: 349
  • Innlit sl. viku: 1950
  • Gestir í dag: 328
  • IP-tölur í dag: 319

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Sjö saman í Karíba
  • Facebook ógnir
  • Herbergi drengsa

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband