23.7.2007 | 18:44
Dularfulla After Eight-ið og sögulegur samningur við strætóbílstjóra
Hef ekki komið í Ártún í lengri tíma. Það var ósköp gaman að rifja upp gamlar minningar með því að hoppa út úr leið 18 þar, hlaupa niður milljóntröppurnar, fara undir brúna og þjóta upp lúmsku brekkuna. Fór létt með þetta allt saman, enda lítill snjór núna, bara rigning. Skrýtið að standa síðan í tíu mínútur á algjörlega mannlausri stoppistöð sem er yfirleitt full af fólki.
Bílstjórinn sem ók fjögur-strætó frá Mosó var hress að vanda. Sagði mér að ég hefði misst af Slade-lagi, C´mon feel the Noise, og fleiri góðum í útvarpinu, jú, við höfum sama tónlistarsmekkinn. Hann bað mig um að gera sér greiða. Hann nennir ekki að lesa Harry Potter sjálfur og spurði hvort ég væri ekki til í að segja honum hvað hefði gerst á þessum fyrstu 200 blaðsíðum sem ég er búin með. Frá Kollafirði og að Kjalarnesi sagði ég honum það helsta í stuttu máli. Hann er sem sagt kominn á samning, fær að vita allt jafnóðum alveg til enda. Sat beint fyrir aftan hann og gat talað frekar lágt. Ásta er gjörsamlega áhugalaus um Potter og afplánaði þetta með mæðusvip en ég veit ekki um strákinn sem sat við hlið okkar hinum megin við ganginn. Hann hélt alla vega ekki fyrir eyrun. Bílstjórinn keyrði eins og engill alla leiðina, með hunangsblíða rödd mína í eyrunum mestallan tímann!
Við Ásta verðlaunuðum okkur fyrir ... uuuu, góða frammistöðu í vinnunni ... og fengum okkur kaffi og köku í Skrúðgarðinum, sátum úti og nutum sólarinnar, það er nefnilega sól á Skaganum. Stelpurnar á kaffihúsinu vita orðið nákvæmlega hvernig ég vil hafa latte-inn minn; ekki sjóðheitan og enga froðu, takk! Kaffið var líka fullkomið! Keypti græna kortið en þegar ég ætlaði að kippa því með voru svona milljón útlendingar sem biðu eftir afgreiðslu svo að ég sæki það bara á morgun.
Mía systir og Sigþór vildu endilega verðlauna mig fyrir að passa Bjart svona vel. Þau færðu mér After Eight ... og ég sem er hætt að borða sælgæti fram að afmæli ... AE-pakkinn lá heillengi (alla vega í tíu mín.) við hliðina á Harry Potter-bókinni eftir að Bjartur var farinn og ég vissi ekki fyrr til en allt í einu var búið að opna hann og troða nokkrum aftereitum upp í mig. Ég þorði ekki að berjast á móti. Sólin bræddi súkkulaðirestina í dag og ég mátti horfa á pakkann fljúga inn í ísskáp þegar ég kom heim úr vinnunni. Mikið verður gott að klára þessa galdrabók, þá verður lífið eðlilegt á nýjan leik og skemmtilegt meinlætalífið hefst í himnaríki.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Bækur, Dægurmál, Ferðalög, Lífstíll, Matur og drykkur, Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 195
- Sl. sólarhring: 245
- Sl. viku: 858
- Frá upphafi: 1516208
Annað
- Innlit í dag: 170
- Innlit sl. viku: 711
- Gestir í dag: 165
- IP-tölur í dag: 162
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Gaaaargaaaaandi snilldarfærsla. Vil læra galdra. Nennirðu að senda mér hug-galdraskeyti.
Þröstur Unnar, 23.7.2007 kl. 19:02
Kl. 19.11 færðu svakalegt galdrahugskeyti ...
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 23.7.2007 kl. 19:06
Shit, virkar ekki, reyndi það á óþekktarkrökkunum á neðrihæðinni, verð örugglega að lesa fjandans Potterinn.
Þröstur Unnar, 23.7.2007 kl. 19:29
Ég kannast við þessa veiki í sambandi við AE
mongoqueen, 23.7.2007 kl. 20:01
Sko hann Þröstur er hraðlygin Gurrí en þetta hefur loðað við Rein-hyskið síðan á dögum Jóns Hreggviðssonar. Á minni síður eru það nefnilega pottormarnir á efri hæðinni sem standa honum fyrir þrifum. HVERJU Á MAÐUR EIGINLEGA AÐ TRÚA?
Þú ert snilli í færslum anddna "slowrídarinn þinn". Hún Stína í Kanada las Harry Potter á 15 mínútum flötum. En hún býr nottla in útslands.
Stína vill hinsvegar ekki deila með sér af endanum þannig að ég verð bara að vera almennileg við þig þangað til þú ert búin með Potterinn ´sskan. Love u 2 píses.
Jenný Anna Baldursdóttir, 23.7.2007 kl. 20:23
hux-hux-hux,,jenný skil ekki múkk af þessu þrasi um hann Jón heitinn Hreggvisson og Rein-hyskið. Er hann eitthvað að ásækja þig, kallinn sá? Ef svo er fáðu bara galdrahugskeyti frá galdranorninni í Himnaríki, og beittu því á ´ann.
Annars virkaði þetta skeyti frá henni ekki rassgat hjá mér. Hún hefur örugglega sent Tomma það óvart.
Þröstur Unnar, 23.7.2007 kl. 21:03
Þú hlýtur að fá FRÍTT í strætó með svona miðlandi seiðandi röddu. Þú ert sko dúlla mín kæra! Væri til í latte og súkkulaðitertusneið með AE sneiðum!
www.zordis.com, 23.7.2007 kl. 21:05
Hvernig tókst þér að hafa pakkann óopnaðan í heilar 10 mínútur?
Maja Solla (IP-tala skráð) 23.7.2007 kl. 21:36
... líklega tók það galdurinn heilar 10 mínútur að virka ...
Já, ég fæ "frítt" í strætó ... sýni ekki græna kortið nema stundum í Skagastrætó, þeir vita bílstjórarnir að það rennur út eftir rúma tvo tíma! Nýja græna kortið sem ég er búin að borga bíður mín í Skrúðgarðinum.
Þröstur, skeytið virkar annað kvöld kl. 19.11, gleymdi að segja þér það. Vertu viðbúinn! Og Jennslan mín, þú færð endinn og allt ævintýrið í tölvupósti þegar ég er búin með bókina. Bannað að blogga um það samt, það grætir aðra aðdáendur. ER AÐ VERÐA BRJÁLUÐ Á ÞVÍ AÐ GETA EKKI KOMMENTAÐ NEMA MEÐ MIKLUM HARMKVÆLUM. EKKERT SVAR KOMIÐ FRÁ STJÓRNENDUM MOGGABLOGGS. Ég verð óþolandi í kommentum þegar þetta verður komið í lag!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 23.7.2007 kl. 21:45
Hmmm er eitthvað búið að vera bilað?????
Elín Arnar, 23.7.2007 kl. 23:24
Gurrí mín, veit að þú ert hjá mér í hugsun og anda. Það dugir í bili. Þeir hljóta að kippa þessu í liðinn, nema að þessi handstigni tölvurokkur þinn sé að gefa upp öndina. Muhahahaha
Annars er ég með hvíta karla, á besta aldri og vel fjáða á HÁLSINUM eftir að ég fór að blogga um Stangaveiðifélag Reykjavíkur og Pólverjana vondu og illa þokkuðu við ár landsins. OMG
Smjúts bíð eftir emil.
Jenný Anna Baldursdóttir, 23.7.2007 kl. 23:40
Já, Elín, ég get ekki kommentað nema skrá mig tvisvar eða þrisvar inn (dett alltaf út) og þótt ég sé með þolinmóðari manneskjum þá er ég farin að rífa í hár mitt og skegg eftir að kommenta hjá einum eða tveimur bloggvinum. Þá er ég búin að gefast upp. Næst þegar einhver tölvuklárari en ég kemur í heimsókn verður hann/hún sett/ur í að kíkja á málið. Skil ekki af hverju Moggamenn svara mér ekki ...
Já, Jenný, ég er sko hjá þér í hugsun og anda.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 23.7.2007 kl. 23:49
Sofðu rótt engill...ég hef svo til alveg gefist upp á blogginu þar sem það virkar næstum ekkert hjá mér...en ég get þó stundum athugasemdast hjá öðrum og það dugar mér í bili.
Night night!!!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 24.7.2007 kl. 00:38
Ég á eftir að velja bókstafinn, Anna. Kannski bara eitthvað sem byrjar á B? Bátur, baðbomba, brim, ballkjóll, bók, bréfaklemmur, bindindissemi, bjöllu ...
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 24.7.2007 kl. 09:14
Já það er ekki amalegt að láta lesa fyrir sig í strætó humm.
Kristín Katla Árnadóttir, 24.7.2007 kl. 10:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.