24.7.2007 | 12:01
Litrík fortíð ...
Nú mun ég aldrei þora að skrá mig á stefnumótavefinn einkamal.is aftur (já, ég á mér litríka fortíð). Segjum svo að ég hætti við frelsaða manninn í KFUM og ákveði að freista gæfunnar á Netinu. Þá get ég nú átt von á ýmsu. Fékk þetta sent í morgun til viðvörunar:
Menn á einkamal.is
Rúmlega fertugur: 52 ára og leitar að 25 ára gellu.
Íþróttamannslegur: Horfir mikið á akstursíþróttir.
Frjálslyndur: Myndi sofa hjá systur þinni.
Myndarlegur: Hrokafullur.
Mjög myndarlegur: Heimskur.
Heiðarlegur: Sjúklegur lygari.
Kelinn: Óöruggur mömmustrákur.
Þroskaður: Eldri en pabbi þinn.
Mjög tilfinningaríkur: Hommi.
Andlegur: Gerði það einu sinni í kirkjugarði.
Tillitssamur: Afsakar sig þegar hann rekur við.
Litríka fortíðin - fréttaskýring
Fyrir nokkrum árum lét ég eitthvað hæðnislegt út úr mér um fólk sem fer á svona stefnumótavefi eins og einkamal.is. Var skömmuð fyrir hroka og ráðlagt að prófa þetta áður en ég dæmdi. Ég tók vinkonu mína á orðinu og hún hjálpaði mér að skrá mig á Vinátta/Spjall. Ekki átti ég von á því að fá mörg bréf en fyrsta daginn kom heill hellingur. Ungir strákar, jafnaldrar erfðaprinsins, sendu mér beiðni um kynlíf með eldri konu, sadómasókistar lýstu í smáatriðum hvað væri áhugavert að gera með mér og ungir hermenn á Vellinum buðu mér gull og græna skóga fyrir að taka svona tíu í einu. Það komu líka bréf frá ágætlega heilbrigðum mönnum ... reyndar flestum kvæntum í leit að tilbreytingu ... Ég spurði einn þeirra hvort honum fyndist ekki vera trúnaðarbrestur að skrifast á við aðrar konur á Netinu. Hann hélt nú ekki en móðgaðist greinilega og hætti að senda mér bréf. Æ, æ.
Eftir að hafa bitið á jaxlinn um tíma gafst ég upp og skráði mig út. Hugsa að margir karlarnir á einkamal.is hafi velt fyrir sér hvað varð um Hot sexy-lips ... DJÓK!!!! Man ekki einu sinni hvaða dulnefni ég valdi mér. Þarna lauk æsku minni og sakleysi endanlega. Já, ég veit ... er ekki töffari, gat ekki einu sinni hlegið að þessu, fylltist bara hryllingi yfir sumum bréfunum. Núna fyrst finnst mér þetta að verða fyndið og tel mig vera nokkuð lífsreyndari.
Frétti seinna af konum sem stunda einkamal.is til þess að kvelja kvænta menn sem eru í leit að alvörutilbreytingu. Þær þykjast vera til í tuskið og samþykkja stefnumót. Þegar hann síðan mætir á staðinn hittir hann fyrir nokkrar illskeyttar konur sem skamma hann og segja honum að hunskast heim til konunnar og barnanna. Skyldi þetta vera satt?
Í stað þess að grúfa mig ofan í Potter í gærkvöldi horfði ég á myndina Ghost Rider og hafði gaman af. Hver nýtur þess ekki að horfa á Nicholas Cage sem logandi sendiboða skrattans en góðmenni inn við beinið? Mun segja strætóbílstjóranum undan og ofan af söguþræði GR til að hann fyrirgefi mér Potter-svikin. Nú verður unnið heima í dag, eins og iðulega á þriðjudögum, enda næg verkefnin. Er gapandi hissa ... Brooke og Eric hafa greinilega gift sig, Stefaníu til hrellingar. Þau hefja brúðkaupsnæturkeliríið þrátt fyrir að Stefanía sé á staðnum til að vara fyrrum eiginmann sinn við kvendinu. Eric hefur verið kvæntur Brooke áður og veit ... Samt er Stefanía búin að ryðja brautina fyrir Brooke og Nick með því að segja hinni óléttu Bridget, dóttur Brooke að Nick sé skotnari í mömmu hennar. Tókst ekki að njósna meira um nágranna mína í næsta stigagangi.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Bækur, Dægurmál, Lífstíll, Sjónvarp, Spil og leikir, Vefurinn, Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring: 63
- Sl. viku: 832
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 751
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
gvööööð hvað ég hló!
Spáðu í að mæta á heitt deit og lenda á svona bömmer
Hrönn Sigurðardóttir, 24.7.2007 kl. 12:16
Ég taldi mig vera með fordóma fyrir stefnumóta- og einkamálafyrikomulagi, af einurð meðlims af 68-kynslóðinn (án þess að ég fari nánar út í það
). Ég sé núna að þetta hafa ekki verið fordómar heldur glerhart raunsæi og rétthugsun. Ég dó hinsvegar næstum úr hlátri við lesturinn.
Ég tek Ghost rider í kvöld. Muhahahaha
Og haltu áfram með Potterinn.
Jenný Anna Baldursdóttir, 24.7.2007 kl. 12:41
Gurrí mín þú ert alveg aftur í öldum. Í dag eru allir á Myspace, meira að segja fegurðardrottning Íslands. Þar er allt að gerast.
Elín Arnar, 24.7.2007 kl. 12:47
Sammála, Elín, þetta gerðist líka aftur í öldum en ég þori ég ekki á Myspace út af þessarri reynslu, jafnvel þótt ég sé fegurðardrottning Akraness ...
Höldum raunsæinu, Jenný ... og já, Hrönn, þetta hlýtur að hafa verið skelfileg lífsreynsla, þyrfti einn gaur til að segja mér sögu af svona sem lífsreynslusögu í Vikuna.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 24.7.2007 kl. 12:57
Hehe þú ert löngu búin að glata sakleysinu hvort eð er.
Elín Arnar, 24.7.2007 kl. 14:09
Hehehe LOL sé alveg kallugluna fyrir með alveg beinstífan á leið á deit og svo bara 10 reiðar húsmæður með rúllurnar í hárinu, alveg argandi vitlausar út í hann ....
Hrædd er ég um að salómon lyppist snarlega niður
Ragnheiður , 24.7.2007 kl. 14:14
He he frábær færsla. En ertu að meina það að Erik og Brook hafi verið að gifta sig???Í kvöld ætla ég að horfa á Ghost Rider með húsbandinu, okkur er búið að langa mikið og fyrst þú segir að hún sé áhorfsins verð þá ætla ég að kíkja á hana, einhver sagði mér að hún væri leiðinleg en maður verður bara að dæma sjálfur. Kær kveðja á Skagann.
Ásdís Sigurðardóttir, 24.7.2007 kl. 14:22
Oh, þessar "lýsingar" eru svo sannar..!
Mikið er ég fegin að vera ekki síngúl.
Maja Solla (IP-tala skráð) 24.7.2007 kl. 14:50
ojæja......
ég mundi nú frekar segja: mikið er ég fegin að vera ekki tvingúl......
Allavega eins og sakir standa
Hrönn Sigurðardóttir, 24.7.2007 kl. 15:28
Vá!
Hvað get ég annað sagt né meira?
En skildu sögur af HINU GLATAÐA SAKLEYSI fylgja í kjölfarið?
Magnús Geir Guðmundsson, 24.7.2007 kl. 16:24
Get alveg mælt með Ghost Rider, bjóst ekki við að hún væri neitt sérstök og hafði engar væntingar til hennar. Oft er það best.
Magnús ... þótt ég hafi glatað æsku og sakleysi við þessa skelfilegu reynslu lagðist ég ekki í sukk og svínarí í kjölfarið, heldur reyni að bæta þetta upp með siðsömu líferni!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 24.7.2007 kl. 17:15
Jeminn ég hefði viljað vera fluga á vegg þegar karluglurnar mættu á stefnumótin....múhahahaha
Já og ég skellti inn uppskriftinni af Kjúlla lasagna undir athugasemdina frá þér
á síðunni minni( ef þú ert ekki búin að sjá það)
mongoqueen, 24.7.2007 kl. 19:51
Á vinkonu sem ákvað að gefa einkamál.is séns. Það stóð ekki lengi. Hún rétt náði að skrifa sig út aftur áður en hún fylltist viðbjóði á karlþjóðinni almennt.
Jóna Á. Gísladóttir, 24.7.2007 kl. 20:50
Ohhhhh ... ég var líka að horfa á N.Cage, sá er flottur! Gerð mér far og bloggaði um Nef og Nicolas Cage! Hrikalega flottur og nokkuð víst að svolll strákar eru ekki á einkamál frekar en þú og ég mín yndislega Gurrí!
www.zordis.com, 24.7.2007 kl. 21:17
Já, það ætla ég rétt að vona, Anna. Ég laumaði að honum 50 krónum og blikkaði hann. Ótrúlegt hvað það virkar að bera fé í fólk ... Svo væri líka fínt ef biðstöðin við Garðabrautina hér á Skaganum fengi nafnið Gurrí. Og ónefnd stoppistöð fengi nafnið Sætukarlastoppistöðin. Þá yrðu nú karlarnir mínir glaðir.
Takk fyrir lasagna-kjúklingauppskriftina, mongódrottning! Sú verður prófuð við tækifæri.
Til að gæta fyllsta réttlætis þá grunar mig að það leynist hið besta fólk á einkamal.is, bæði karlar og konur, þótt ég hafi orðið meira vör við perrana. Plís, ekki skora á mig. Mamma er t.d. búin að banna mér að fara í fallhlífarstökk.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 24.7.2007 kl. 22:06
já ég er ekki enn búin að kaupa mér Potterinn - en fór á myndina í dag í lúxus sal og allt!!!! algert æði - segi ekki orð meira.
en ég verð að fara í bókabúðina á morgun - það er bara verst að þegar ég byrja get ég ekki hætt og það verður verkfall í vinnunni og öllu öðru þar til hún verður búin - en ég hlakka til - ekki segja okkur endinn - því ég er að reyna að forðast að frétta neitt - sem er nú ekki mjög líklegt að takist - en samt má reyna
drífðu þig á myndina -
kveðja
Ingibjörg
Ingibjörg R Þengilsdóttir, 24.7.2007 kl. 23:03
Mmmmm, þetta býður upp á ýmsa möguleika - skrá sig inn, koma á deiti og senda eiginkonuna prúðbúna á staðinn undir því yfirskini að hún sé að fara í óvissuferð í boði bónda síns... ég gæti gert þetta að missjón...
Kolgrima, 24.7.2007 kl. 23:07
já "krakkar" mínir, nóg af biluðu fólki á em, en vitið þið ef þið hafið þolinmæðina þá er einn og einn þarna að finna með viti, en helvíti þarf mikla þolinmæði til að sortera þessa biluðu út
eða kallast þetta bara desperation að halda auglýsingunni lifandi þar og kíkja af og til?
Rebbý, 24.7.2007 kl. 23:12
Þolinmæði ... vá, ég myndi kalla það kjark að þora að halda áfram.
Mundi allt í einu eftir að hafa heyrt af manni um fertugt sem fór að hitta eina draumadísina af einkamál.is. Hann sagðist hafa farið heim til hennar í kaffi en sneri við í dyrunum orðalaust þegar hann sá að hún var 40 kílóum þyngri en hún hafði sagt í auglýsingunni ... Bréfaskriftirnar voru orðnar ansi heitar og mikil tilhlökkun í gangi að hittast og ... ná saman! Mikil vonbrigði hjá honum þar sem hann var greinilega að leita sér að grannri konu (allt annað aukaatriði) og hrikaleg höfnun sem vesalings konan varð fyrir! Hún mæld út, metin "þungvæg" og yfirgefin orðalaust. Arggggg!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 24.7.2007 kl. 23:25
... já góða mín ... vegir netsins eru óransakanlegir
En ég er svo standandi hissa á að Eric hafi gifst Brook 
Fanney Björg Karlsdóttir, 25.7.2007 kl. 00:06
Þetta sem Gurrí lýsir hér í athugasemd 22 er ekki svo óalgengt. Ég man einhvern tímann eftir því þegar ég fór út að borða með nokkrum stelpum úr fótboltafélaginu mínu. Tvær voru þá mjög virkar á svona deit síðu. Þær höfðu báðar lenti í því að strákar/karlar lugu í þær um hitt og þetta. Einn sagðist ekki reykja en reykti svo eins og strompur og þegar honum var bent á að hann hefði logið sagðist hann vera að reyna að hætta. Annar var miklu feitari en sást á myndinni sem hann hafði sent (gömul mynd). Enn annar var mun eldri en hann sagðist vera, o.s.frv. Það sem mér finnst kannski svakalegast er að karlmenn eru yfirleitt allir að leita að konum miklu yngri en þeir. Einn fertugur vildi til dæmis konur á milli 19 og 30 ára. 19 ára!!!!! Hún væri meira en helmingi yngri en hann. Mér finnst bara ógeðslegt hvað karlar eru alltaf að eltast við smástelpur. Mér finnst allt í lagi að það sé aldursmunur á fólki, hef það hittist og fellur hvort fyrir öðru þá á aldurinn ekki að skipta máli. En þegar karlar eru að sækjast eftir konum sem eru 20 árum yngri þá er nú eitthvað að þeim. Það er helst að strákarnir á þrítugsaldri séu opnir fyrir eldri konum því annars hefðu þeir takmarkaðra úrval. Þeir geta varla farið út með stelpum sem eru 20 árum yngri því þær eru fimm ára og þá kallast það ekki að fara út saman! Ég ætla að hætta núna, annars fer ég á algjört flug og skrifa margar síður og þá mun Gurrí koma og lemja mig fyrir að skrifa meira á síðuna hennar en hún.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 25.7.2007 kl. 00:42
Ég hef verið á einkamál.is og lenti ekki í neinu vondu þar - enda karlmaður, sem fékk kannski 1 póst á dag
En ég kynntist þarna online stúlku einni og við ákváðum að hittast (þetta er fyrir tíma minnar heittelskuðu auðvitað!!!) heima hjá henni, og við tölum saman ... allt í fína. Hún átti tvö börn og það er í lagi. Svo sat hún í sófanum og ég í stólnum, hún borðaði harðfisk og kúrði sitjandi undir sæng, og þegar ég sá mylsnu af harðfisknum detta á sængina og hún gerði ekkert í því ... þá svona fór ég að hugsa ... Hmm... kannski er þetta allt í lagi, smá sóði - hvað er að því? En svo kom það í ljós að hún væri að leita sér að sem sagt manni til að vera með, því hún ætti von á þriðja barninu ... ókei. That was my que ... ég kvaddi hana síðar um kvöldið og þetta sem sagt ... gekk ekki! En no harm, no foul ... enginn meiddist. Skemmtileg lífsreynsla.
Ekki ætla ég að lýsa einu deiti sem ég átti í gegnum svona IRC spjallrás í gamla daga, því það er of dónalegt ... en það er margt furðulegt fólkið til
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 25.7.2007 kl. 01:35
Doddi. bara það að daman fór að éta harðfisk á fyrsta deiti hefði átt að vera your que...
Jóna Á. Gísladóttir, 25.7.2007 kl. 10:07
Ætli einkamál sé ekki bara með þverskurði af þjóðfélaginu. Það þurfti nú enga einkamálasíðu til að rekast á ógeðslega kalla. Áður en ég hitti manninn minn fór ég stöku sinnum með vinkonunum á pöbba og þar slefaði alls kyns óþjóðalýður ofan í hálsmálið á manni með verulega viðbjóðslegum athugasemdum og rugli. Maður þurfti að hafa með sér flugnaspaða á þá. Og þegar ég skildi í den boppuðu upp alls kyns giftir menn (jafnvel eiginmenn kvenna sem ég þekkti) og buðu fram blíðu sína. Þú ert annars alveg voðaleg Guðríður... heldurðu ekki að ég hafi prófað að horfa á Boldið í morgun bara út af þér *hehe*
Sigga (IP-tala skráð) 25.7.2007 kl. 10:42
Jamm. Það er nú svona að hafa aldrei þurft á einkamal.is að halda. En ég var að reyna að máta það af þessum persónueinkennum sem þar koma fram, sbr. frásögn þína, við mína dagfarsprúðu persónu, eftir því sem mögulega gæti átt við ef ég yrði einhvern tíma knúinn óviðráðandi kláða milli stórutánna:
Ég er hrokafullur sjúklegur lygari, óöruggur mömmustrákur, talsvert eldri en hann pabbi þinn. Ég er hommi sem afsaka mig þegar ég rek við.
Þú þekkir mig. Heldurðu ekki að þetta geti passað?
Kv.
Sigurður Hreiðar, 25.7.2007 kl. 13:16
Vá, hvað þetta verður hryllilega fyndið þegar þú setur þetta svona upp, Siggi Hr! Fékk líka lista yfir það hvernig konur leyna á sér í svona auglýsingum og ef eitthvað er þá eru þær verri ...
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 25.7.2007 kl. 13:38
Ég vil sjá þann lista Gurrí! Er viss um að hann væri skemmtilegur.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 25.7.2007 kl. 17:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.