25.7.2007 | 09:18
Skakki stóllinn og óvænt heimsókn
Uppáhaldstónlistin mín á morgnana frá 6.30 er di-di ... di-di, eða sms-hljóð. Þá veit ég að Ásta er á bíl og við ferðumst með ljóshraða í bæinn á drossíu og hlustum á Led Zeppelin á leiðinni. Þetta guðdómlega hljóð heyrðist úr töskunni minni þegar ég sat í tröppunum á stigaganginum og var að klæða mig í strigaskóna.
Ellý segir að nýi leisígörl-stóllinn minn sé allur grindarskakkur og það þýði ekkert að reyna að lengja hægri lappirnar undir honum til að laga ruggið. Þá er að fara í bæinn með hann og fá nýjan, kannski bara í strætó? Arg! Eins og við Inga höfðum mikið fyrir þessu, aðallega Inga.
Óvænta gesti bar að garði í gærkvöldi (það er sko bannað að mæta óvænt í heimsókn til mín) en ég fyrirgaf þessum vinahjónum mínum óvæntið og dreif þau í kaffi. Hún er fullkomin af því að hún á sama afmælisdag og ég og hann er alls ekki svo slæmur. Hann settist í leisígörl-stólinn minn skakka og skellti á Sýn, enda bilaður leikur í gangi; Valur-Fylkir. Virkilega skemmtilegur leikur sem ég hefði misst af hefði ég verið ein heima. Óskar er Valsari og var því ekki mjög sáttur við úrslitin en Fylkisfólk náttúrlega bilaðist og rústaði eflaust Árbænum í nótt.
Heyrði góða sögu af Óskari sem er mikill Manchester United-aðdáandi. Hann var að þvælast úti á landi og leikur MU gegn Bayern Munchen var í gangi. Óskar fylgdist með í sjoppu. Í hálfleik var staðan MU í óhag, 0:3. Nú voru góð ráð dýr. Óskar hringdi í konuna sína og bað hana um að kveikja á sjónvarpinu, stilla á leikinn og taka MU-bolinn sem hann er alltaf í þegar hann horfir á MU-leiki og leggja hann á stólinn. Frúin dreif í þessu og dæturnar störðu hneykslaðar á hana: "Mamma, þetta er klikkun, segðu bara pabba að þú hafir gert þetta en plís ..." Mamman gerði að sjálfsögðu það sem pabbinn bað um, enda virkaði það algjörlega og leikurinn snerist við, fór 4.3 fyrir MU. Þessu trúi ég alveg, veit ekki hvað ÍA hefur unnið marga leiki bara af því að ég hef hrökklast öfug af svölunum þegar vondu fótboltamennirnir, andstæðingarnir, hafa skorað mark og þá er stutt í að mínir menn jafni og skori svo enn meira.
Væri til í fallegar batahugsanir í dag frá bloggvinum, er eitthvað flensuleg og hefði jafnvel átt að vera heima í dag í stað þess að dandalast þetta í vinnuna. Stefni þó að því að hrista þetta af mér.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Enski boltinn, Ferðalög, Íþróttir, Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 143
- Sl. sólarhring: 318
- Sl. viku: 835
- Frá upphafi: 1505842
Annað
- Innlit í dag: 113
- Innlit sl. viku: 679
- Gestir í dag: 110
- IP-tölur í dag: 106
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Batahugsun: Gútsí,gútsí, láttu þér batna ljósið mitt. Hugsa til þín ´sskan og vona að þetta lagist fljótlega, ef ekki þá verðurðu heima á morgun, getur klárað Potterinn og bloggað meira. Sakn.
Stólinn fær mig til að flippa. Rosalega geta stólar verið mikið krútt.
Jenný Anna Baldursdóttir, 25.7.2007 kl. 09:27
Vona að mjög trúaðir fyrirgefi mér þennan ókristilega húmor að skella þessum stól inn, fannst hann bara svo fyndinn ... líðanin hefur skánað oggulítið við fagrar kveðjur ...
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 25.7.2007 kl. 09:37
Sending Galdrahuxunarbataskeyti, ýttu á save og þér mun farnast vel.
Þröstur Unnar, 25.7.2007 kl. 09:47
knúsí knús, huglægur hitapoki og kúr-í-sæng-og-sófa. Þú verður stálslegin um tvöleytið.
Jóna Á. Gísladóttir, 25.7.2007 kl. 10:04
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 25.7.2007 kl. 10:12
Batakveðjur til þín Gurrí ÉG SENDI ÞER GÓÐA ORKU.
Kristín Katla Árnadóttir, 25.7.2007 kl. 10:41
Dillaðu þetta bara af þér, Gurrí.
Meira Zeppelin?
Maja Solla (IP-tala skráð) 25.7.2007 kl. 10:45
batakveðjur úr borg óttans
hentu stónum á Flytjanda láttu ÞÞÞ sækja og RL (lesist rúmfatalagerinn) borga og þeir eiga svo að senda þér nýjan stól en þetta kennir þér auðvitað að Gunnubúð er best
Gunna-Polly, 25.7.2007 kl. 10:47
sendi sterka orkustrauma til þín , gott fjallagrasate (fæst í Einarsbúð) með yndislegu hunangi er svo góð ábót á óskirnar sem við lesendur þínir og bloggvinir sendum
Upp í sófa með potterinn, teppi og teið góða þegar heim er komið og svo bara að dorma þetta úr sér
Guðrún Jóhannesdóttir, 25.7.2007 kl. 12:41
Takk fyrir allar batakveðjurnar. Er komin heim, ætla að leggja mig í smástund og hefja svo lífið aftur.
Anna, hún Ásta er sko ekki ökuníðingur. Það er bara alltaf svo gaman hjá okkur að það er eins og við fljúgum í bæinn á örskotstíma! Sit ekki í bíl með ökuníðingum! Eitt skyldmenni minn ók upp Ártúnsbrekkuna á 140 km/klst fyrir nokkrum árum og ég hét mér því að stíga aldrei framar upp í bíl með viðkomandi. Hef staðið við það, ekki erfitt þar sem viðkomandi á ekki bíl (líklega próflaus eftir hraðakstur, múahahhaah)
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 25.7.2007 kl. 13:15
Draumastólinn minn er nuddstóll...kostar reyndar 200 þús. svo það verður að bíða... En þetta er draumastóll, dýrindis lazystóll þegar slökkt er á nuddinu og já, bara draumur!
SigrúnSveitó, 25.7.2007 kl. 13:19
Ég vona að þú getir hafið lífið aftur fljótlega eftir góðan blund. Þú ert svo skemmtileg að það má ekki líða of langur tími í næsta pistil. Þú ert ein af fáum sem getur látið hundleiðinlega strætóferð hljóma sem hið skemmtilegasta gamanleikrit. Góð gjöf. Eitt spakmæli sem ég nota stundum á erfiðari tímum og það hljóma svo: "Lífið er stundum erfitt. En í samanburði við hvað"?
Sendi þér orkustrauma yfir flóann.
Fjóla Æ., 25.7.2007 kl. 13:52
batnaðar og orkukveðjur til þín......
Ragnheiður , 25.7.2007 kl. 16:45
Batahugsun! Það tók mig langan tíma að skilja þetta orð, og þó er það svo gagnsætt. Held ég sé búin að missa skiljarann. Sendi þér samt röð af batahugsunum.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 25.7.2007 kl. 17:47
Eins gott að vera ekki að labba með hamar og nagla framhjá einhverjum sem situr í svona stól. Viðkomandi þyrfti þá allar batahugsanir ykkar. Gurrí mín láttu senda þér nýjan stól og þeir geta tekið þennan ruggandi gallagrip með sér til baka. Þú ert alltof næs. Það er böl að vera of næs..gerir bara lífið miklu erfiðara darlingið mitt. Vertu hortug, hraðmælt og hávær svona til tilbreytingar...Knús
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 25.7.2007 kl. 18:14
Batakveðjur til þín Ég er líka kominn með þennann flensuskratta. En við verðum ekki lengi að hrista þetta af okkur!
mongoqueen, 25.7.2007 kl. 19:23
Þessar keyrslur fram og til baka, eru greinilega heilsuspillandi, eins og þær eru samt greinilega skemmtilegar!
En Gurrí, Karlmannsfaðmurinn, ætli hann yrði ekki margra meina bót í það minnsta? Gæti nú trúað því!
FH-ingar vinna einn titil í viðbót, var búin að segja þér það!Sendi engar batakveðjur, bara Birtu-og-yls!
Magnús Geir Guðmundsson, 25.7.2007 kl. 21:53
Æ, ætli ég sé ekki allt of seint á ferðinni. Þér er örugglega batnað eftir þessar góðu kveðjur í dag. Ég bið þá bara fyrir góðum morgundegi hjá þér dúllan mín. btw. ég er ánægð með bókina þína, les alltaf þegar ég fer uppí.
Ásdís Sigurðardóttir, 25.7.2007 kl. 22:32
Hrmph, ef stóllinn er ekki í lagi á búðin að fara og sækja hann sjálf til þín, hnuss !! Góðan bata af mögulegri flensu !
Svava S. Steinars, 26.7.2007 kl. 01:10
Bið hina voldugu vélstýru afsökunar, vissi bara ekki að systkinin Birta og Ylur væru aðeins og einungis á hennar vegum. Skal reyna að muna það framvegis!
Magnús Geir Guðmundsson, 26.7.2007 kl. 01:24
Les ávallt pistlana þína og líkar vel. Einnig þitt val á myndefni. Mjög vel valið og skemmtilegt.
Halla Rut , 26.7.2007 kl. 02:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.