Tekjur bloggara, dagskráin og Eiríkur með prik

Fékk áskorun um að birta nokkrar stórmerkar tölur sem ég hef við hendina en fást reyndar í næstu sjoppu eða skattstofu. Nú er hægt að sjá hverjir vinna allan daginn eða hálfan daginn, hverjir eru í skóla, í vaktavinnu og hverjir eru mögulega atvinnubloggarar! Sex af þessum bloggurum eru bloggvinir mínir!

Ríka fólkiðTekjur bloggara
Sóley Tómasdóttir 579.908
Anna K. Kristjánsdóttir 498.579
Kolbrún Baldursdóttir 476.116
Ármann Jakobsson 463.165
Stefán Pálsson 441.574
Þrymur Sveinsson 273.600
Gunnar Hjálmarsson 242.252
Jenný Anna Baldursdóttir 170.318
Óli Gneisti Sóleyjarson 108.723
Jón Valur Jensson 97.986
Katrín Anna Guðmundsdóttir 75.001
Helga Vala Helgadóttir 18.045
Stefán Friðrik Stefánsson 7.292

Aðrir merkir Íslendingar:
Svanhildur N. Vigf.    5.588.898
Gunnar Smári            3.623.430
Júlíus Valsson læknir 2.600.361
Geiri í Goldfinger       1.014.250

 --------- o O o --------

„Reykir þú?“ spurði vellaunaði samstarfsmaður minn, Eiríkur Jónsson, um hádegisbil.
„Já, með hléum frá 13 ára aldri,“ svaraði ég kotroskin, „en aldrei fyrir hádegi!“
„Þú ert ekkert reykingaleg, ég hélt að þú værir fullkomin!“ sagði Eiki karlinn og vann sér inn nokkra punkta.

Er að vinna dagskrána fyrir Vikuna. Ef einhver veit um spennandi uppákomur sem eiga sér stað frá 9. ágúst til 15. ágúst væri gott að fá tillögur. Gay Pride er náttúrlega 11. ágúst og ég mun gera gleðigöngunni skil.

Hlakka rosalega til að fara út í óveðrið í fyrramálið. Vona bara að hviðurnar verði ekki það miklar, yfir 34 m/sek, að strætó fari ekki í bæinn. Þá er ég í ljótum málum. Alltaf mest að gera í vinnunni á föstudögum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Miði ég mig við Sóleyju er ég aumingi..  Stebbi fær greinilega ekki greitt á flettingar. OMG

Farðu varlega í hviðunum.

Smjúts

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.8.2007 kl. 20:03

2 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Hvernig lifir Stefán Friðrik andann með 7.292 kr. á mánuði .... ég bara spyr?

Eva Þorsteinsdóttir, 2.8.2007 kl. 20:04

3 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Dregur fram andann átti þetta nú að vera ;)

Eva Þorsteinsdóttir, 2.8.2007 kl. 20:04

4 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

thíhíhí. Andinn sniðugur.

Jóna Á. Gísladóttir, 2.8.2007 kl. 20:07

5 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Það eru til fjármagnstekjur ... þetta er bara miðað við launatekjur, skilst mér. 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 2.8.2007 kl. 20:08

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Já mínar tekjur liggja aðallega í fjármagnstekjunum sko. Muhaha.. hm.

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.8.2007 kl. 20:36

7 Smámynd: Jens Guð

  Ég er nú bara hálf móðgaður yfir að vera ekki á þessum lista.  Ég sem er bloggari mánaðarins í næsta Mannlífi.  Ójá,  nú skil ég.  Ég verð þá á listanum næsta sumar. 

Jens Guð, 2.8.2007 kl. 21:18

8 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ég skal sjá til þess að þú verðir á listanum að ári.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 2.8.2007 kl. 21:24

9 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Athyglisverðar tölur. Hvar ert þú í þessari röð krúttið mitt? Góðan morgundag!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 2.8.2007 kl. 21:34

10 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ætli ég sé ekki mitt á milli Dr. Gunna og Önnu Jennýjar ... 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 2.8.2007 kl. 21:43

11 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hehhehe, Jennýjar Önnu ... ætti að fara að sofa, er farin að rugla ...

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 2.8.2007 kl. 21:43

12 Smámynd: Ólöf Anna

Þegar ég las fyrirsögnina sá ég Eirík fyrir mér sem karlkyns útgáfu af Pálínu með prikið

Ólöf Anna , 2.8.2007 kl. 21:48

13 Smámynd: Óttarr Makuch

Heyrðu og ég sem hélt að við værum vinir - og þú skyldir mig eftir útundan..... fussum svei  allavega sá ég ekki nafnið mitt á listanum !

Óttarr Makuch, 2.8.2007 kl. 23:20

14 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

hehe þú ert frábær . Gurrí mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 2.8.2007 kl. 23:23

15 Smámynd: Karl Tómasson

Kallar borga líka.

 Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.

Karl Tómasson, 2.8.2007 kl. 23:40

16 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Stefán Eyjólfsson    Lilja Oddsdóttir       8. febrúar 1765 - 7. febrúar 1839   1764 - 18. ágúst 1843  Guðmundur Stefánsson 1800 - 1869Stefán Guðmundsson 1842 - 1922Sigríður Stefánsdóttir 1876 - 1951Ásdís Baldvinsdóttir 1902 - 1989Sigurður Haraldsson 1926Ásdís Sigurðardóttir1956Rósa Stefánsdóttir 1798Stefán Pétursson 1835Dóróthea Friðrika Stefánsdóttir 1865 - 1929Guðríður Kristjánsdóttir 1897 - 1977Haraldur Jónasson 1930 - 2001Guðríður Haraldsdóttir1958

VIÐ ERUM SVONA SKILDAR, varð að fletta því upp þegar þú sagðist vera Þingeyingur, hef aftur á móti engan áhuga á sköttum.

Frá hvaða bæ, eða sveit ertu?

Ásdís Sigurðardóttir, 2.8.2007 kl. 23:45

17 Smámynd: Nanna Rögnvaldardóttir

Það hefur semsagt engin kauphækkun fylgt titlinum. Var ég ekki búin að skamma þig nóg fyrir að láta fara svona með þig? Eru þessi laun annars ekki undir lægsta taxta blaðamannafélagsins miðað við starfsreynslu?

Og láttu svo setja réttan titil á þig á vefsíðu fyrirtækisins.

Nanna Rögnvaldardóttir, 2.8.2007 kl. 23:52

18 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

......og hana nú!

Hrönn Sigurðardóttir, 3.8.2007 kl. 07:11

19 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Jú, það fylgdi kauphækkun ... nema hún kom ekki til fyrr en seinnipart árs þannig að lengst af árs í fyrra var ég á blaðamannataxta. Ég fæ starfsreynsluna metna  og það er betur gert við mig hér heldur en á ýmsum stöðum þar sem ég hef unnið  og enn betur við Eirík ... (heheheheeh!)

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 3.8.2007 kl. 07:50

20 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Vá, Ásdís, við erum sexmenningar og það þykir mér skylt!!! Amma Gudda var frá Skeiði í Svarfaðardal og bjó með afa Jónasi á Flatey á Skjálfanda þar sem pabbi fæddist. Afi sá um skólann í Flatey, skilst mér, og var að auki hreppstjóri.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 3.8.2007 kl. 07:54

21 Smámynd: Nanna Rögnvaldardóttir

Ég vona að þú fáir þá svipað og aðstoðarritstjóri Mannlífs, til dæmis.

Nanna Rögnvaldardóttir, 3.8.2007 kl. 08:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 19
  • Sl. sólarhring: 36
  • Sl. viku: 653
  • Frá upphafi: 1506006

Annað

  • Innlit í dag: 17
  • Innlit sl. viku: 529
  • Gestir í dag: 16
  • IP-tölur í dag: 16

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband