3.8.2007 | 21:12
Góðvild, svik, kvíði og sögur úr stigaganginum ...
Elsku strætó beið í nokkrar mínútur eftir mér í Mosó á meðan ég flaug þangað í loftinu á leigubíl. Hafði hringt í stjórnstöð Strætó og sagst kannski verða pínkuoggu sein en bjóst samt ekki við því. Leigubíllinn lenti víst á rauðu á öllum umferðarljósunum á leiðinni úr Breiðholti til mín. Bílstýran mín ók á löglegum hraða en kom mér samt á mettíma á staðinn. Óvenjulítil umferð undir fimm á föstudegi um verslunarmannahelgi.
Það hefur verið einhver ónotatilfinning í mér í allan dag. Held hreinlega að ég hafi fundið á mér að peran í loftljósinu inni á baði myndi springa áðan. Þetta gæti líka hafa verið fyrir því að mistök hjá Stöð 2 urðu þegar átti að endursýna 400. Simpsons-þáttinn og nú með ensku tali. Það var svikið. Þetta sjónvarpsefni hreinlega deyr á íslensku, finnst mér. Ekki heldur gaman að staðfæra þessa þætti, frekar en þegar þýðendur bóka troða einhverju úr íslensku samfélagi inn í erlendar skáldsögur. Oftar en ekki úreldist það á örfáum árum. Svona eins og að endurlesa þýdda spennubók eftir John Grisham þar sem söguhetjan væri að horfa á 70 mínútur með Simma og Jóa. Mögulega fann ég líka á mér að Stöð 2 endursýndi í milljónasta skipti Friends á præmtæm á föstudegi. Já, það er greinilega svona að vera næmur.
Sögur úr stigaganginum: Stefanía gerði sér grein fyrir því að líklega væri hún stærsti eigandi Forrester-tískuhússins og það hlakkar í kerlu. Nú hefur hún mögulega vald til að reka óvin sinn, Brooke framkvæmdastjóra FT, sem er nýgift Eric, fyrrum manni hennar, til að reyna að gleyma Nick, tengdasyni sínum, sem hefur gert Bridget, dóttur hennar, ófríska.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Bækur, Ferðalög, Lífstíll, Sjónvarp, Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 3
- Sl. sólarhring: 50
- Sl. viku: 637
- Frá upphafi: 1505990
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 514
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
HaHa Gurri já þetta er að verða svolítið spennó sambandi við boldið
Kristín Katla Árnadóttir, 3.8.2007 kl. 21:23
Nennriðu ekki að blogga Simpson líka?
Þröstur Unnar, 3.8.2007 kl. 21:31
Bloggaður Harry Potter, segi svona. Rosalega ertu næm kona,á ekki að fara að spá?
Jenný Anna Baldursdóttir, 3.8.2007 kl. 21:39
Ef þessir hæfileikar fara vaxandi ætti ég að geta sagt fyrir um ýmislegt ... eldgos í Vatnajökli, alla vega jarðhræringar þarna í Typpingsfjöllum eða hvað þetta heitir ... uuuu, afmælispartí eftir 9 daga ... uuuuu ... ekki koma mér af stað, krakkar mínir.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 3.8.2007 kl. 21:48
Ætlaði einmitt að fara að spyrja frétta af Bold-inu..Giftist Brooke í alvörunni Eric aftur? HVURSLAGS ER ÞETTA?? HVER SKRIFAR ÞESSA ÞÆTTI?
Brynja Hjaltadóttir, 3.8.2007 kl. 22:59
Æ bara hér til að kvitta fyrir lestur :) ... Ótrúlegt hvað þú getur alltaf framleitt mikið af skemmtilegu bloggi, þetta er bara eins og vera áskrifandi af öllum landsins tímaritum að rekast hér inn ...
Hólmgeir Karlsson, 4.8.2007 kl. 00:20
Vér fjölmiðlarnir verðum vör við andlát hinna minnstu ljósa, sérstaklega ef þau eru okkur nálæg. Annars var umferðin til Reykjavíkur með mesta móti uppúr kl 16 og hver annar föstudagur eftir kl 17. Ég er kannski á öðru vikubelti...
Gúrúinn, 4.8.2007 kl. 01:02
Hehehhe, gúrú, andlát hinna minnstu ljósa, góður!!! Það var ekki brjáluð umferð á Vesturlandsveginum frá Rvík upp úr hálffimm í gær, kom mér mjög á óvart, nema fólk sé að læra að halda sig hægra megin ef það ekur hægar en aðrir.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 4.8.2007 kl. 08:04
og engin Amber?
Gunna-Polly, 4.8.2007 kl. 09:13
Þessi Bold blogg eru alveg að bjarga mér -er búin að vera alveg týnd í hálft ár þar sem ég hef ekkert getað horft. Nú fær maður að minnsta kosti fréttir af Forrester-fjölskyldunni. Fer að komast í andlegt jafnvægi aftur
Birna Dís , 4.8.2007 kl. 13:56
Gott, gott. Ég mun halda áfram þessarri sjálfskipuðu fórn fyrir framan sjónva ..., nei, ég meina fylgjast með njósnamyndavélunum úr næsta stigagangi, ekki málið!!!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 4.8.2007 kl. 14:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.