Dularfulla teskeiðahvarfið og víðförult kaffi

AfmælistertaHeld að öll afmælisaðföng séu komin í himnaríki. Einarsbúð færði mér fullan kassa af vörum sem ég pantaði fyrr í dag. Þurfti m.a. að panta litlar plastskeiðar til að fólk geti skóflað upp í sig tertunum og þá er best að hafa þær allar mjúkar. Alla vega verða rúllubrauðterturnar mjúkar, ég geri þær annað kvöld. Rækju- og laxabrauðtertur. Ég skil ekki hvað hefur orðið af öllum teskeiðunum mínum og kökugöfflunum sem ég hef sankað að mér í gegnum árin. Best að spyrja kettina.

KaffisjúklingurAnna kom fyrr í dag á eðalkagganum sínum með lánskaffikönnu + þrjá stóra brúsa í dag + afmæliskaffið sem hún sótti fyrir mig niður í Bankastræti. Aukaplastpoki fylgdi með og þegar ég kíkti ofan í hann sá ég kíló af lífrænt ræktuðu kaffi og kvittun um að þetta kaffi hefði verið greitt af konu nokkurri í Grafarholtinu. Ég hringdi strax í Kaffitár og komst að því að konan sú stóð við afgreiðsluborðið til að sækja kaffið sitt ... sem fannst ekki þrátt fyrir mikla leit þar sem það var á Akranesi! Víðförulla en gert var ráð fyrir. Anna ákvað bara að skutla kaffinu heim til konunnar á leið heim í Árbæinn og uppskar fyrir það mikið þakklæti Kaffitárs og konunnar í Grafarholtinu. Expressóvélin mín myndi ekki anna þessu kaffiþyrsta liði sem kemur á sunnudaginn og síðustu árin hef ég fengið lánaða hraðvirka og mjög góða könnu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þröstur Unnar

Er ekki búið að éta þessa tertu?

Það verður fjör í Himnaríki ef allir fá kaffið svona beint í æð, jíiiiisús. Bara ekki hleypa þeim á svalirnar, maður veit aldrei hvað svona utanágólf þola.

Þröstur Unnar, 10.8.2007 kl. 22:51

2 Smámynd: Þröstur Unnar

og þó, kannski rennur af þeim kaffivíman ef þau fá Kolmunna-ilminn, í reykpásu á svölunum.

Þröstur Unnar, 10.8.2007 kl. 22:55

3 Smámynd: Saumakonan

Ohhhh mig langar í Laxabrauðtertu!!!!!!!   *slurp*slef*ogalltþarámilli*

Saumakonan, 10.8.2007 kl. 23:00

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég spyr auðmjúklegast; verður afmælið að ári haldið á Kínamúrnum? Ég var með 150 manns þegar ég varð fertug, hélt það úti í bæ og kom ekki nálægt neinu.  Þú hefur fyrir þínum gestum.  Það er flott.  Þröstur það verður heilt reykherbergi fyrir þá sem reykja.  Muhahahahahaha!

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.8.2007 kl. 23:01

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég varð svo svöng að ég er búin að strumpa í mig heilu prins polo meðan ég las bloggið.  Bestu kveðjur

Ásdís Sigurðardóttir, 10.8.2007 kl. 23:21

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Er eiginlega búin að ákveða að halda upp á stórafmælið að ári hérna heima ... en gera það sunnudaginn 10. ágúst!! Bregða aðeins út af vananum. Held að fleiri komist á sunnudegi en þriðjudegi. Kannski fæ ég einhvern til að aðstoða, helst ungan svein! Er orðin þreytt á að konum sé alltaf troðið í eldhúsið! Strákar eru sko með hendur og eru ferlega klárir í eldhúsverkunum. Þá er ég m.a. með duglega eldhússtrákinn í sumarbúðunum í huga. 

Þeir sem vilja laxabrauðtertu bara mæta ... þótt þeir búi langt í burtu! (elsku saumakerlingin mín og Ásdís!) 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 10.8.2007 kl. 23:27

7 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Vá hvað ég borðaði mikið af eplasneiðum þegar ég las þetta blogg Gurri mín....finnst mjög leitt að geta ekki komið í partýið hjá þér en verð þar í huga eða hjarta. Ef brauðterturnar hverfa fyrir framan nefið áveilsugestum þá er það örugglega mér að .....éta. Kenna.

Ég bara ELSKA brauðtertur og ætla að baka eina um helgina.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 10.8.2007 kl. 23:43

8 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

uuuummmmmmmmmmmmm brauðtertur

Guðrún Jóhannesdóttir, 10.8.2007 kl. 23:59

9 Smámynd: Ragnheiður

Þetta afmæli er að verða að stórviðburði bara....til hamingju með þetta allt saman

Ragnheiður , 11.8.2007 kl. 00:21

10 Smámynd: krossgata

Je minn!! Þessi mynd gæti verið af mér ef manneskjan væri aðeins útvaxnari á ýmsum stöðum, sérstaklega yfir brjóstkassann.  Og nú fer ég og fæ mér hrikalega margar Lindt súkkulaðikúlur með mjúkri fyllingu og rótsterkt espresso.  (Þetta þarna í æð er bara rétt til að blóðið renni).

krossgata, 11.8.2007 kl. 01:52

11 Smámynd: Andrés.si

MIðað við myndir er örrugt að ég kem.  En þú veist það að ég get drukkið töluvert mikið af kaffínu.

Andrés.si, 11.8.2007 kl. 01:56

12 identicon

Í öllum bænum, ekki skrifa expresso. það er gobbeldígúk og bull af verstu tegund.

...ég hætti að kaupa vissa kaffitegund þar sem það stóð expresso á pokunum af sömu ástæðu og ég myndi aldrei kaupa líftryggingu hjá tryggingafélagi sem auglýsti lívtryggjínngu. Ef þú getur ekki stafað það þá áttu ekki að selja það!

espresso |e?spres?| noun ( pl. -sos) strong black coffee made by forcing steam through ground coffee beans. ORIGIN 1940s: from Italian (caffè) espresso, literally ‘pressed out (coffee).’ USAGE The often-occurring variant spelling expresso —and its pronunciation |ik?spres?|—is incorrect and was probably formed by analogy with express.

Dóli Flændi (IP-tala skráð) 11.8.2007 kl. 23:55

13 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Veit að það er skrifað upp á íslenskuna Expressó hjá Kaffitári! Hættu að rífa kjaft, frændi! 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 12.8.2007 kl. 00:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 80
  • Sl. viku: 1873
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1523
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • Mia_litla
  • Eftirlaunaaldurinn
  • Hirðrafvirkinn

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband