11.8.2007 | 17:06
Naktir karlar á Skaganum - líklega utanbæjarmenn
Veit að þið eigið erfitt með að trúa þessu ... en núna rétt áðan hlupu margir naktir karlmenn framhjá himnaríki. Mér gafst ekki einu sinni ráðrúm til að bjóða þeim í kaffi! Sjá mynd. Vá, ef ég hefði nú verið á Gay Pride í bænum og misst af þessu. Rétt náði í skottið á þeim með myndavélinni. Hlutirnir gerast hérna í dag, ekki í Reykjavík!
Elskan hún Ólöf Ósk (dóttir Sigrúnar "Flórens" sveitameyjar) kom í rúman klukkutíma í dag og hjálpaði mér við undirbúning afmælisins. Mikið var gott að fá tvær aukahendur. Aðalverkefni hennar var tilfærsla á tímaritum og bókum en mesta draslið í himnaríki er af völdum þessara tveggja fyrirbæra, já, og dagblaða sem ég ætla alltaf að lesa síðar. Eins og ég reyni að vera dugleg að gefa tímaritin mín hlaðast þau samt upp! Ég fæ aukið pláss fyrir bækur og blöð þegar smiðurinn minn kemur. Ekki hlæja, hann kemur einn góðan veðurdag, hann sagðist koma bráðum, reyndar ekki hvaða ár!
Sko! Mér finnst hann jensguð mjög skemmtilegur bloggari. Hreinn og beinn og ekki með neitt bull ... þangað til í dag. Þá hvatti hann heimsækjendur sína til að kjósa sig í vinsældabloggarakeppninni hjá Kalla Tomm í Mosó http://ktomm.blog.is/blog/ktomm/. Þótt keppnin sé eiginlega bara grín þá svíður mig sárt að horfa upp á svona svindl! Ég bið ykkur um að fara inn á síðu Kalla og kjósa mig. Samkeppnisaðilar mínir, m.a. Jenný, Anno, Katrín Snæhólm, vélstýran, og Jóna myndu sýna ótrúlegan þroska með því!
Heyrði í háæruverðugri móður minni áðan. Býst við að hún taki hádegisstrætó til mín á morgun, annað hvort er að taka hann kl. 12.37 eða 16.37. Bílstjórarnir þurfa að leggja sig eftir hádegið, held ég. Mikið hlakka ég annars til á morgun. Vona að sem flestir komi.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Krúttlegheit, Lífstíll, Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 214
- Sl. sólarhring: 295
- Sl. viku: 906
- Frá upphafi: 1505913
Annað
- Innlit í dag: 173
- Innlit sl. viku: 739
- Gestir í dag: 166
- IP-tölur í dag: 160
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Ég er búin að kjósa (aumingjaleg) og ég kaus ekki sjálfa mig. Það er vegna þess að ég var akkúrat að gera ærðuleysisæfinguna þegar ég fór inn til Kalla Tomm.
Var búin að kjósa þig, Önnu Ólafs., Jónu og x4x4 í kommentakerfinu þannig að það er ekki við mig að sakast ef þú vinnur ekki góða mín. Muhahahaha
Sko þessir alsberu voru að ég held afmælisgjöf til þín. Bara degi á undan. Dem.
Jenný Anna Baldursdóttir, 11.8.2007 kl. 17:16
og Dúu gleymdi henni.
Jenný Anna Baldursdóttir, 11.8.2007 kl. 17:16
Aldrei má maður ekki neitt.
Þröstur Unnar, 11.8.2007 kl. 17:21
Auðvitað, Anna! Sorrí, of seint, nú hafa örugglega allir kosið mig. Man þetta bara næst!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 11.8.2007 kl. 18:04
Nei ... alls ekki, Þrymur, ég kannaðist bara ekkert við rasskinnarnar ...
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 11.8.2007 kl. 18:55
Krútt
til hamingju með daginn á morgun. Kemst því miður ekki í afmælið og ég sem er búin að vera á leiðinni í það í 3 ár. Kem bara næst. Vona að þú hafir tíma til að öpdeita mig á Boldinu fljótlega er komin með ákveðin frákvarfseinkenni.
Hún lengi lifi, húrra, húrra, HÚRRA!!!
Kveðja Kikka í rigningunni fyrir norðan
kikka (IP-tala skráð) 11.8.2007 kl. 19:34
Ég stækkaði myndina til að sjá bossana, en þessir gaurar eru allir í stuttbuxum.
Halló, ertu komin í viskýkökubaksturinn?
Ólafur Þórðarson, 11.8.2007 kl. 19:42
Kjánaprik, veffari, það á einmitt EKKI að stækka myndina, svona lítil virka þetta naktir menn. Ég stækkaði hana og áður en ég fór að sjá kjeddlingar þarna þá minnkaði ég hana strax aftur. Ljúft er að láta sig dreyma .. jú, ÉG ER FULL ... tilhlökkunar.
Kikka, þú kemur næst, þá er líka ALVÖRUSTÓRAFMÆLI! Er tiltölulega nýbúin að öppdeita boldið og var með persónur og leikendur líka, þar koma söguþráðurinn svolítið fram.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 11.8.2007 kl. 20:24
Ó, afsakið fröken frú, hef bara verið svo lítið á Netinu undanfarið, en taldi mig þó ekki hafa misst úr neitt frá þér. Þarf að kanna það nánar. Já ég mæti á næsta ári og er strax farin að svipast um eftir gjöf.
kikka (IP-tala skráð) 11.8.2007 kl. 20:44
Ég var að tékka á stöðunni. Þið þurfið ekkert að hafa fyrir því að kjósa Gurrí. Hún er komin fram úr mér. Þannig að þið getið bara farið að lesa Moggann eða eitthvað. Hehehe!
Jens Guð, 11.8.2007 kl. 21:16
EKKI TAKA MARK Á JENS!!! Hann er eitthvað að bralla, karlinn!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 11.8.2007 kl. 21:38
Ég þykist sjá engla alls staðar..meira að segja líka í honum Guði Jenssyni þó hann sé að reyna að svindla sig bestan
Og þú sérð bara karlmenn hvert sem þú lítur ..þegar maður er farin að sjá hlaupandi allsbera karla í kringum sig Gurrí mín segir það bara eitt...þú hlýtur bara að vera Single og alveg að verða fortynine or something
Innilegar hamingjuóskir elskan mín frá okkur öllum...þú verður ekki svikin af allsberum körlum hér í október. Þeir reyndar hlaupa ekki en labba bara í hægðum sínum..er það ekki bara betra??
Knús
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 11.8.2007 kl. 21:45
Gurrí! Þú ert KREISÍ!!! Þú borgar ALLTOF há laun! Nú hótar stelpan því að fara í verkfall ef við hækkum ekki við hana launin!!! (hún vissi ekki hvað verkfall var fyrr en hún kom heim frá þér í dag og elskulegur faðir minn útskýrði þessi mál fyrir henni!!)
Ég er búin að kjósa þig á síðu Kalla!!!
Og svo þetta með nöktu karlmennina...þú veist hvað er sagt ef einhver gerir "vitleysu"; "Um utanbæjarmann var að ræða"!!!
SigrúnSveitó, 11.8.2007 kl. 21:53
Karlar bregða sér oft úr betri buxunum Gurrí mín.
Bestu kveðjur úr Mosó.
Áfram með smjörið, þú stendur þig vel.
Karl Tómasson, 11.8.2007 kl. 21:56
Úps, kæra Sigrún ... segðu henni að þetta hafi verið neyðarlaun á hæsta taxta á laugardegi fyrir gífurlega mikinn dugnað. Hún gerði mér ótrúlega mikinn greiða og sparaði mér sannarlega mörg sporin. Mun panta hana aftur að ári!
Kalli, ég er löngu hætt að pæla í því að fá mér sterkari gleraugu, þvílík dýrðarsjón sem þetta var eftir hádegið, fullt af allsberum körlum. Heimurinn er frekar flottur pínulítið úr fókus. Sýnist mitt fólk standa sig vel í kosningunni. Annars er mjög kúl að lenda í öðru sætinu og ekki verra að tapa fyrir jensguð!
Niðursoðnar ástar- og saknaðarkveðjur til Englands, elsku Katrín. Hlakka til að sjá ykkur í vetur.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 11.8.2007 kl. 22:09
NAKTIR KARLMENN
Er himnaríki til sölu?
Guðrún Jóhannesdóttir, 11.8.2007 kl. 22:12
HVAÐA KAFFI ERT ÞÚ?
ÉG ER LATTE
SKAPSTÓR? nei...?
Guðrún Jóhannesdóttir, 11.8.2007 kl. 22:19
Guðrún! Ég tók þetta próf fyrir nokkrum árum og kom út sem LATTE! Mjög sátt við það, enda er latte uppáhaldsdrykkurinn minn. Ég tók prófið í gær eða fyrradag og reyndist vera TE!!! Það var svo mikið sjokk að ég þorði ekki að segja neinum! Arggg
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 11.8.2007 kl. 22:36
hehehehehehe ! Kaffikona TE ekki er ég hissa þó þú þegir þunnu hljóði yfir þessum ósköpum
Guðrún Jóhannesdóttir, 11.8.2007 kl. 23:02
Ég er sko ekki viss lengur hvort á ég koma á Skaga strönd á morgun eða heim til Gurry.
Andrés.si, 11.8.2007 kl. 23:41
Innilega til hamingju með daginn Guðríður!
Megi dagurinn verða þér í senn ánægju- og eftirminnilegur.
Magnús Geir Guðmundsson, 12.8.2007 kl. 01:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.