Til hamingju, Ísland

Gay PrideMig langar til að óska Íslendingum til hamingju með daginn. Sérstaklega hommum og lesbíum, þótt þau hafi stolið afmælinu mínu tvisvar á undanförnum árum.
Vona að gleðigangan verði sérdeilis flott í dag og leitt að þurfa að vera að skúra, skrúbba, bóna og baka þegar ég ætti að vera að labba niður Laugaveginn eða jafnvel láta móðga mig í Lífstykkjabúðinni, eins og um árið þegar afgreiðslukonan mín hrópaði: „Eigum við samfellur í stóru númeri?“ yfir alla búðina og hálf þjóðin stóð fyrir utan dyrnar og beið eftir gleðigöngunni. Svo kom konan með allt of stóra samfellu inn í mátunarklefann til mín og móðgaði mig þannig enn meira. Held að hún hati brjóstgóðar konur, finnst þær alla vega mun feitari en þær eru. Hef keypt veiðigallana annars staðar síðan.

Fékk ábendingu um að setja á 7 á afruglaranum til að ná SkjáEinum ... þá kemur: Stöð ekki tiltæk! Kannski tengist þetta búsetu á landinu, kannski er þetta bara ljótt samsæri! Kemur í ljós þegar ég lyfti símtólinu nokkrum sinnum á mánudaginn og spyr hvassra spurninga, segi upp stöðvum og svona! Er enn í stríðshug!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það má alls ekki stela athyglinni frá ljónunum.  Það getur hún María Greta Einarsdóttir (f. 170878) vitnað um.  ARG

Veiðigallinn.  Góður Hahahaha

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.8.2007 kl. 13:55

2 Smámynd: www.zordis.com

Krúttið mitt .... ekki gaman að lenda í svona afgreiðslustúlkum sem kunna ekki fag sitt af þeirri nærgætni sem þarf!

Væri til í að vera meðal glaðbeitts fólks í göngu í Stórborg Óttans!  Já, og svona til vonar og vara, til hamingju með júnó

www.zordis.com, 11.8.2007 kl. 16:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 307
  • Sl. sólarhring: 460
  • Sl. viku: 2424
  • Frá upphafi: 1456374

Annað

  • Innlit í dag: 261
  • Innlit sl. viku: 2019
  • Gestir í dag: 257
  • IP-tölur í dag: 251

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Sjö saman í Karíba
  • Facebook ógnir
  • Herbergi drengsa

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband