Uppgötvun!

Pamela Móður mína langar í tengdason. Ég komst að því, mér til mikillar kátínu, þegar ég mátaði afmælisgjöfina frá henni. Bolurinn leit nógu sakleysislega út en þegar ég var komin í hann blasti við mikil dýrðarsjón eða dýrindisbrjóstaskora ... sem er eitthvað sem siðprúð rúllukragapeysukona sér sjaldan nema á öðrum konum. Ég þarf að hagræða honum vandlega til að sjáist ekki í naflann á mér. Mamma ætti að vita að karlmenn láta ekki veiða sig á svona ódýran hátt. Þeir falla fyrir persónunni sjálfri ... 

Það er svo rólegt í himnaríki núna. Ekkert sjónvarp, útvarp eða tónlist, bara lætin í öldunum sem heyrist í þrátt fyrir lokaðan glugga. Finnst líklegt að fluguófétið liggi í leyni og bíði þess að ég gleymi mér og opni. Það er ekki á dagskrá strax. Líklega ætti ég að hlaupa snöggvast niður og sækja Moggann og kíkja á greinina hennar Guðrúnar Völu. Hver skyldi fyrirsögnin vera: Sæt á Skaganum? Alvöruþrungið afmælisbarn? Stórkostleg strætóterta? Sprækar mæðgur? Kökusjúkir kettir? Best að gá.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: SigrúnSveitó

Langisandur var æði um eitt leitið...sástu mig hlaupa?

SigrúnSveitó, 13.8.2007 kl. 16:53

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Greinilegt að lífið hefur leikið við þig um helgina. Yndislegt þegar allt gengur upp og hvað er betra en góðir vinir og fjölskylda. Gaman að sjá myndirnar í blaðinu í morgun.   Knús til þín í uppvaskið.

Ásdís Sigurðardóttir, 13.8.2007 kl. 17:51

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ja ... snilldin er svo mikil, Ásdís, að ég fleygði bara öllum borðbúnaði ... þetta voru pappadiskar og -glös! Afskaplega lítið uppvask. Eiginlega bara ekkert. 

Þú hljópst flott eftir Langasandinum, Flórens mín! Vissi að ég þekkti þetta glæsikvendi ... 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 13.8.2007 kl. 17:57

4 identicon

Til hamingju með gærdaginn og greinina í Mogga  Ég get svo svarið að mér fannst meira að segja ég líka vera fræg eitt andartak meðan ég las greinina í Mogganum. Benti nottla fólkinu mínu á greinina: Ég þekk´ana! Þetta er sko bloggvinkona mín! (montkarl) og

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 13.8.2007 kl. 18:15

5 Smámynd: Ingibjörg R Þengilsdóttir

Það er reyndar kominn þrettándi ágúst, en ég ætla nú samt að óska þér til hamingju með afmælið þitt í gær, ég hef verið á leiðinni til þín í nokkur ár og kem örugglega, sérstaklega þegar ég flyt í Perluhvamminn minn á Álfsnesinu (Kjalarnesi) þá verður nú stutt á skagann.

Þú nærð mér líka næst

kveðja

Ingibjörg Þ 

Ingibjörg R Þengilsdóttir, 13.8.2007 kl. 18:23

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Það er nú eiginlega skyldumæting næsta ár ...

Þarf að leiðrétta eitt úr greininni í Mogganum, börn fengu sérstaka undanþágu til að koma í ár og fá líklega að koma svona þriðja, fjórða hvert ár í framtíðinni af því að ég bý í stærri íbúð en áður. Ein lítil vinkona mín sagði mér hreykin að hún hefði borðað miklu meira en 10 sneiðar af brauðtertu ... hahahha, ekki skrýtið þótt hratt hafi gengið á birgðirnar og síðustu gestirnir ekki fengið neitt. Svo svíður alltaf sárt þegar þessir krakkaormar taka alla athyglina frá afmælisbarninu.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 13.8.2007 kl. 18:26

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Já, takk, og þá verður nú stutt að koma á Skagann. Mikið er gaman að þið ætlið að flytja í menninguna! Hlakka til að ná þér í aldri, Ingibjörg!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 13.8.2007 kl. 18:28

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég þarf að fara og leita að blaðmogga.  Ekki á hverjum degi sem einhver sem mar þekkir er í blöðunum.  Ójáþ

Skrifaði færslu þér til heiður, fékk taugaáfall og höfnunartilfinningu yfir að hún skyldi fara fram hjá yður, en þar sem ég er haldin bloggmaníu, sem sumir vilja meina að sé mín nýja fíkn (fíbbl og hálfvitar) rann hún yfir á næstu síðu, áður en þér gátuð borið hana augum.  Svona getur lífið sökkað.

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.8.2007 kl. 19:32

9 Smámynd: Guðrún Vala Elísdóttir

úps gat nú verið að ég hefði klúðrað einhverju. Má ég samt koma í afmælið að ári?

Guðrún Vala Elísdóttir, 13.8.2007 kl. 19:35

10 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Heheheh, já mín kæra GVE, svo sannarlega.

Ég sá þetta, elsku Jenný, roðnaði af gleði og fannst þetta svo mikill heiður, datt út út tengingu eins og vanalega þegar ég ætla að kommenta og svo flaug þetta út úr annars greinda hausnum á mér ... eins og í gær þegar ég fór að leita að kisunum fyrir Eddu bloggvinkonu, mundi það í gærkvöldi þegar allir voru farnir að eitthvað hafði truflað mig frá því, kannski gestirnir ... ég er ekki í sambandi stundum. Takk fyrir heiðurinn, ljósið mitt!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 13.8.2007 kl. 19:47

11 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Aha ég klappaði þeim inni í stofu - þær komu bara til mín hver á eftir annari alveg eins og ég hafi sent þeim hugskeyti! Þær eru súper flottar.

Edda Agnarsdóttir, 13.8.2007 kl. 20:28

12 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Bömmer þegar gestirnir taka svona athyglina frá skylduverkunum.  Hehe

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.8.2007 kl. 20:38

13 Smámynd: erlahlyns.blogspot.com

Til hamingju með ammælið (í gær!)

erlahlyns.blogspot.com, 13.8.2007 kl. 21:40

14 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Gaman að Moggagreininni, loksins eitthvað almennilegt í Mogganum, þ.e. annað en bloggið....Upgrade your email with 1000's of cool animations  Langar enn í terturnar. Sérstaklega elsku Þrúðu.
Upgrade Your Email - Click here!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 13.8.2007 kl. 21:49

15 Smámynd: www.zordis.com

Var að fletta í gegn um myndaalbúmið!  Girnilegt veislufang og yndislegt veisluhald!  Ég svaf til að verða hálfellefu þér til heiðurs í morgun .... Nú styttist í næsta áfanga en njóttu þess sem er í millitíðinni! 

www.zordis.com, 13.8.2007 kl. 22:01

16 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

ÆI elsku Gurrí ég elska sjóinn þar sem er fætt rétt hjá sjó og ólst þar upp þagnar til að flutti til. Reykjarvíkur og þá á Framnesveg.

Kristín Katla Árnadóttir, 13.8.2007 kl. 22:03

17 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Rosalega klæðir bolurinn þig vel. Mamma þín veit greinilega hvað hún syngur. Ég sé líka á myndinni að þú hefur látið lita ljóst á þér hárið og sprauta mjaðmafitu í varirnar.

Jóna Á. Gísladóttir, 13.8.2007 kl. 22:06

18 Smámynd: Halla Rut

Þú ert ekkert smá flott í bolnum. Þetta á pottþétt erfir að virka.

Halla Rut , 13.8.2007 kl. 23:24

19 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Ég er sammála Jónu og Höllu Rut um að bolurinn fer þér vel. Karlmenn eru svo voðalega blindir. Kona þarf að hreinlega veifa persónuleikanum framan í þá. Þinn sést afar vel í þessum bol. Alveg skín í gegn. Sniðugar þessar mömmur.  

Aftur til hamingju með gærið. Ég þarf greinilega að glugga í mogganum á morgun.

Laufey Ólafsdóttir, 14.8.2007 kl. 05:11

20 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Er ekki í lagi með naflann, eða hvað?

Annars ætlaði ég bara að segja til hamingju með ammilið, Gurrí mín. Mér fallast bara alltaf hendur þegar ég sé hve margar athugasemdir eru komnar hjá þér. Í fyrsta lagi verð ég alltaf feiminn innan um svona margar konur, eins og þú veist, og í öðru lagi er þetta líkast því þegar maður var að knékrjúpa bankastjóra í gamla daga -- ef maður var númer tíu í röðinni eða aftar var vonlaust að fá áheyrn.

Farðu strax að baka fyrir fimmtugsammilið, settu það bara í frystikistu. Svo geturðu gert það sem þér sýnist, fimmtug í fullu fjöri. Ef þú ætlar ekki bara að halda áfram að vera 49. Mér heyrist að sumar geri það í nokkur ár. Alveg þangað til naflinn fer að krumpast…

Mbkv.

SHH

Sigurður Hreiðar, 14.8.2007 kl. 09:18

21 Smámynd: Rebbý

Mömmurnar kunna að koma skilaboðunum pent áleiðis   hahahahaha

Rebbý, 14.8.2007 kl. 11:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 56
  • Sl. viku: 634
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 512
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband