14.8.2007 | 18:07
Af hastarlegu hvarfi Bols og uppáþrengjandi spákonum!
Fátt hefur vakið meiri athygli en skyndilegt og hastarlegt brotthvarf Bols Bolssonar úr bloggheimum. Hér er afhjúpunin: http://blogg.visir.is/henry Ungmeyjarnar skæla, sérstaklega ég þar sem ég missti af þessari mannvitsbrekku sem átti þó að heita bloggvinur minn. Mér finnst mikil snilld að komast þetta langt á bullinu, en hvað gerðu ekki Emil og Hrólfur? Hafa þeir nú sameinast í einhvers konar hefnd? (nei, ýtið á hlekkinn)
Dear Gudridur, I'm writing to you one last time about this, Gudridur, because I want to make absolutely certain that I have done everything possible to alert you. So please click here. Bethea. Nenni ekki að skrifa Betheu til baka og segja henni að það komi ekki til greina að ég kaupi þetta galdrahálsmen sem hún hefur í örvæntingu reynt að selja mér í nokkra mánuði og ég er á síðasta séns til að öðlast lífshamingjuna. Fann Betheu á Netinu, nú losna ég ekki við hana.
Einu sinni var ég á skólaferðalagi í New York og við fórum nokkrar skólasysturnar til spákonu í Greenwich Village. Eitthvað í svipinn á mér virðist æsa upp falsspákonur sem sértrúarsöfnuði. Held að ég sé vanmetinn og gáfusvipurinn sem ég set reglulega upp er greinilega misskilinn sem bjánasvipur. Samt er ég aldrei með opinn munninn vegna geitunganna. En alla vega ... spákonan í New York horfði alvörugefin á mig þegar hún var búin að spá mér einhverjum hryllingi og bað mig lengstra orða að hringja í sig þegar ég kæmi aftur til Íslands. Ég ætlaði ekki að gera það en ein skólasystirin æsti mig til þess og þetta var stórmerkilegt símtal. Spákonan sagði að ef ég ætti að njóta einhverrar gæfu í lífinu yrði ég að senda henni rúmlega 200 þúsund krónur, í dollurum auðvitað, og til baka fengi ég nokkra kristalla sem ég ætti að hugleiða yfir. Síðan yrði ég að senda steinana til baka og hún ætlaði að láta nokkrar nornir hugleiða yfir þeim. That´s it! Ég sýndi henni þá kurteisi að hlæja ekki upphátt og tjáði henni að ég kynni ekki að hugleiða yfir steinum og ætti auk þess ekki 200 þúsund krónur, enda nýútskrifuð úr skóla og væri að leita mér að vinnu. Þannig fór nú um gæfuríka lífið mitt ... kannski væri ég gift einhverjum Ævari og byggi með honum í flottu húsi í Grafarholti. Hann alltaf að grilla og við skryppum reglulega til Parísar til að viðhalda rómantíkinni. Hann væri búinn að senda mig í nokkra æfingatíma hjá ökukennara og nýi bíllinn minn væri WV Polo, svona sætur, sjálfskiptur konubíll. Vissulega er Ævar sannkallaður happdrættisvinningur en ég afsalaði mér honum á grimmdarlegan hátt! Talandi um grimmd ...
Stefanía lýsti yfir ást á Eric, fyrri manni sínum, og sparkaði svo í punginn á honum! Núverandi eiginkona Erics, Brooke, hneykslaðist en þá sagði Stefanía: Hafðu engar áhyggjur, þú vilt hvort eð er ekki sofa hjá honum! hvernig svo sem hún veit það! Nú á að breyta Forrester-tískuhúsinu og færa það nær upprunanum, segi löglegi eigandinn, eða Stefanía. Taylor með varirnar verður hið nýja andlit tískuhússins. Hún er nefnilega virðuleg. Múahahhahaha! Svo er Thorne orðinn nýi forstjórinn, ekki Ridge. Allt að verða vitlaust í boldinu!
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Spil og leikir, Vinir og fjölskylda, Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 18:20 | Facebook
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 48
- Sl. sólarhring: 69
- Sl. viku: 686
- Frá upphafi: 1505977
Annað
- Innlit í dag: 39
- Innlit sl. viku: 553
- Gestir í dag: 38
- IP-tölur í dag: 38
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Ertu nokkuð með síman hjá þessari spákonu. Er að spá í að borga henni 200 000 kr og sjá hvað gerist!
Elín Arnar, 14.8.2007 kl. 18:11
Ævari??? En sú örlög! Heppin varstu!
Stefanía rokkar feitt í boldinu núna. Greip einn þátt í vikunni. Mín spá er sú að þríhyrningurinn Ridge, Eric og Brooke fari til Spectra. Wild guess
Laufey Ólafsdóttir, 14.8.2007 kl. 18:14
The false fortune teller, Greenwich Village, NY, NY, USA, man ekki símann ...
Tek undir þetta, Laufey, þetta er það eina í stöðunni hjá þeim!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 14.8.2007 kl. 18:22
Ok ok, takk, þetta er sko spennandi. Þarf að koma mér í heimsókn til einhvers sem er með stöð 2, svo ég sjái einn þátt á árinu, þó ekki væri nema bara til að sjá varirnar á geðlækninum geðþekka henni Taylor
kikka (IP-tala skráð) 14.8.2007 kl. 18:46
49 og flott þú ert góð elskan í blogginu. Hafðu það gott og gleymdu Bolnum, notaðu þinn brjóstabol og þá verður þú fyrst á listanum fljótlega.
Ásdís Sigurðardóttir, 14.8.2007 kl. 19:04
Hvaða séns á brjóstalaus kona sem öngvan bol á að komast í efsta sæti? Hm.. mér líst vel á þig eftir að þú varðst 49 ára. Svo þroskuð núorðið. Gott að Ævar er minni eitt. Held að hann sé leiðinlegur.
Jenný Anna Baldursdóttir, 14.8.2007 kl. 19:30
EF Jenný vill fara í brjóstastækkun, þá er ég tengiliðurinn til að redda því!Kíkti aðeins á drenginn Henry Birgi, hef greinilega hitt naglan nokkurn vegin beint á höfuðið í dag Gurrí! Hef svo ýmislegt við það sem hann skrifar að athuga, en nenni því ekki, nema hvað, að það segir engin að hann hafi staðið í þessu einn og óstuddur! Annars er mér nokk sama, fór einu sinni eins og ég sagði inn á þessa síðu og var fljótur út aftur.Sjálfur er ég á blogginu vegna ákveðinnar hugmyndar og verð nú bara að segja, að mér finnst eiginlega merkilegra hvað hún hefur náð hátt en þessi bolstilraun! En er auðvitað eigi óhlutdrægur í því mati!
Magnús Geir Guðmundsson, 14.8.2007 kl. 19:53
Einn og óstuddur, Magnús? Hann sýndi bara aðeins meiri dugnað við að blogga fréttir með engu kjöti á beinum en nokkur annar, enda skilaði það honum fyrsta sætinu á sjö dögum sem segir ansi mikið um okkur Moggabloggara. Sumir fréttabloggarar eru ansi skemmtilegir, aðrir alls ekki, að mínu mati. Ég sé eftir að hafa ekki gefið Bol meiri séns. Nú óttast ég að hann hafi beðið mig um bloggvináttu til að gera grín að mér ... nötr ... skelf ...
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 14.8.2007 kl. 20:07
heyrðu Gurrí, ég er farin að horfa á Stephanie allt þér að "þakka" og varð voðalega stolt þegar ég sá hana æða á gamla ... að sjálfsögðu vissi hún að þau Brook sofa ekki saman því hún sat yfir þeim á brúðkaupsnóttina
eða þetta sýndist mér á þessum smá augngotum sem ég lét vaða á þáttinn áður en ég fór út.
Rebbý, 14.8.2007 kl. 20:07
Ævar!!!
Jóna Á. Gísladóttir, 14.8.2007 kl. 20:13
Jamm Jóna. Held hún sé að meina Ævar frænda minn, sem flúði til Færeyja einhverntíma í fyrndinni.
Þröstur Unnar, 14.8.2007 kl. 20:16
Ekki skrýtið að hann hafi flúið til Færeyja.
Gurrí ég sá kommentið þitt hjá Þresti varðandi Bol. Þú misskilur þetta allt saman. Hann sagði að hann hefði aðeins beðið fræga fólkið um að gerast bloggvinir og hafnað hinum. Og það gerir þig eina af fræga fólkinu. Ójá.
Jóna Á. Gísladóttir, 14.8.2007 kl. 21:22
Gurri min. Hjartanlega til hamingju med afmaelid. Eg er viss um ad veislan hefur ekki verid sidri nu en thegar thu bjost i borginni. Eg var alltaf med merkt vid daginn thinn i dagatalinu minu, en eftir ad eg flutti til UK, datt thad ut hja mer!!
Bestu kvedjur fra Eddu Andradottur i Englandi.
Edda (IP-tala skráð) 14.8.2007 kl. 21:51
Málið er nú bara ekki svo einfalt fröken Gurrí!
Hvað gengur Henry Birgi Gunnarssyni blaðamanni bæði á Fréttablaðinu og DV og íhlaupaíþróttalýsara á Sýn, eiginlega til með þessu?Hann er sja´lfur með veglegt vefsvæði á visir.is undir fullu nafni og vantar því ekki sviðið sem slíkt til að láta ljós sitt skína. Hvað var hann í raun og veru að sýna fram á með uppátækinu og er það í raun bara undan hans rifjum runnið, bara gert til að skemmta honum í sumarfríinu eða í kaffitímunum í vinnunni?
Því trúi ég nú rétt mátulega!
Magnús Geir Guðmundsson, 14.8.2007 kl. 23:23
Og ég sem hélt að Björgvin Halldórsson væri Bolur, hann söng svoleiðis allavega
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.8.2007 kl. 23:55
Samkvæmt mínum heimildum fór Henry/Bolur ítrekað yfir velsæmismörk. Margar færslur hans voru kærðar og aftengdar áður en lokað var á hann. Hann gerði út á grín að þeim sem blogga um fréttir mbl.is. Mér skilst að hann hafi einkum veist að Stefáni Fr. Stefánssyni, þeim ágæta og málefnalega bloggara. Ég kíkti einu sinni á síðu Henrys/Bols og sá bara saklaust bull.
Jens Guð, 16.8.2007 kl. 00:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.