Hvernig tískan verður til

HártískanNú veit ég að sjúkraþjálfarar eiga mikinn þátt í því að skapa hártískuna. Ég lá á bekknum hjá Betu í morgun með blautt hárið og alls kyns liðir og lokkar urðu til. Þegar ég kom fram tóku allir andköf af aðdáun, sumir hrópuðu upp yfir sig. Það lá síðan við umferðaröngþveiti þegar út var komið. Til að forða mér út úr kastljósinu (já, hógvær Ljón eru til) hoppaði ég upp í innanbæjarstrætó og slapp þannig. Sem betur fer var bílstjórinn með augun á umferðinni og þess vegna komst ég klakklaust heim. Ég veit ekki alveg hversu smart þetta er, miðað við eigin tískuvitund, en þetta vakti alla vega brjálaða aðdáun á Skaganum. Mikið verður gaman að fara í strætó í fyrramálið og sjá tískuóða Skagamenn sem hafa sofnað viljandi með blautt hárið.

Mig grunar að leiðin til að næla sér í sjúkraþjálfara sé einmitt sú að vera með krumpað hár, alveg eins og tannlæknar slefa yfir mér þegar ég fylli munninn af bómull og þingmenn missa sig þegar ég sletti frumvörpum eða reglugerðum. Verndun svæðislýsinga smárása í hálfleiðurum nota ég þó alltaf spari á þá síðastnefndu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hahahahahaha

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.8.2007 kl. 13:11

2 Smámynd: Gúrúinn

Ert þú á myndinni?

Gúrúinn, 21.8.2007 kl. 13:55

3 Smámynd: Ingibjörg Gunnarsdóttir

Hef lent í þessu með hárgreiðsluna - í minni fjölskyldu er þessi greiðsla kölluð: Presley lifir!

Ingibjörg Gunnarsdóttir, 21.8.2007 kl. 15:14

4 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

HaHaHa  úff Gurrí.

Kristín Katla Árnadóttir, 21.8.2007 kl. 15:23

5 Smámynd: gua

Gurrí trendsetter hahahahaha góð

gua, 21.8.2007 kl. 15:35

6 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

eftir að hafa lesið þessa færslu og skoðað myndina hef ég ákveðið að vera ekkert að breyta til  :)

Guðrún Jóhannesdóttir, 21.8.2007 kl. 15:44

7 Smámynd: Rebbý

elska svona trendsettara .... farðu í andlitsbað á snyrtistofu .... talandi um flotta toppa og geggjaða vængi í hárið

Rebbý, 21.8.2007 kl. 15:53

8 Smámynd: mongoqueen

hahaha 

Svona kem ég alltaf út frá tannsa, ég er alltaf svo yfir mig stressuð að ég iða öll í stólnum.....og út kemur þessi flotta greiðsla

mongoqueen, 21.8.2007 kl. 16:58

9 Smámynd: krossgata

Hiti og rakt loft og greiðslan er komin, ekkert mál. 

krossgata, 21.8.2007 kl. 17:03

10 Smámynd: www.zordis.com

Tískulöggan hefur ekkert í mig eftir nuddarann minn því þá er hárið á mér ca. svona og svefndrukkið andlitið eftir dásamlegt nuddið!  Hot dæmi!

www.zordis.com, 21.8.2007 kl. 17:49

11 Smámynd: Rannveig Lena Gísladóttir

Ég er nú svo "lánsöm" að þurfa ekki á hárgreiðslumanni að halda til að fá svona "fína" greiðslu... bara að sofna með blautt hárið og málið er dautt!

Rannveig Lena Gísladóttir, 21.8.2007 kl. 19:59

12 Smámynd: Þröstur Unnar

Verndun svæðislýsinga smárása í hálfleiðurum......

Snilld. Má ég fá þetta lánað til að nota á Orkuveituna eftir rafmagnsleysið? Þá er viss um að þeir bjóða mér háa bótafjárhæð án nokkurra spurninga.

Þröstur Unnar, 21.8.2007 kl. 20:08

13 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Verndun svæðislýsinga smárása í hálfleiðurum

ég les þessa setningu aftur og aftur og aftur og ég skil hana ekki. What does that make me?

Jóna Á. Gísladóttir, 21.8.2007 kl. 21:01

14 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Þetta VERNDUN SVÆÐISLÝSINGA ... er reglugerð eða frumvarp eða eitthvað svoleiðis, tengist Evrópusambandinu auðvitað, og var í alvörunni!!! Ég tók einu sinni viðtal við elskuna hann Pál Pétursson, sem þá var félagsmálaráðherra. Spurði hann hvort þetta væri ekki örugglega rétt nafn á þessu. Hann fór að hlæja og sagði það svo sannarlega vera. Held að það væri virkilega "gaman" að rúlla í gegnum allar reglugerðir Evrópusambandsins, þær hljóta að vera svona mikil snilld, milljónum saman. Hehehehehe. Jóna, ég skil hana ekki almennilega sjálf, en Páll sagði þetta mjög lógískt!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 21.8.2007 kl. 21:23

15 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ég hef prófað þetta og hárið var alveg eins og á manninum með gleraugun!

Edda Agnarsdóttir, 21.8.2007 kl. 21:40

16 Smámynd: Svava S. Steinars

Uppáhaldið mitt persónulega er reglugerð um varnir gegn mengun vatns af völdum köfnunarefnissambanda frá landbúnaði og öðrum atvinnurekstri.  Hárið á fólki verður eins og á myndinni þinni þegar ég er búin með nafnið.

Svava S. Steinars, 21.8.2007 kl. 21:41

17 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Mig hefur lengi grunað að þú værir trendsetter, enda ljón.... Sjúkraþjálfarar komast ekki með táslurnar þar sem þú hefur hælana...nema kannski stöku ljón. Varstu að tala um hógvær ljón, hvaðan hafðirðu það, cara bella?

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 21.8.2007 kl. 22:20

18 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Við með slétta hárið beitum ýmsum brögðum til að það sjáist ekki að hárið er nánast eins og spreyjað á hauskúpuna, m.a. lagði ég það á mig á tímabili að plása hárið ,,á hvolfi" (frjáls aðferð). Einnig að leggja hárið upp í loft á koddann, blautt, áður en ég fór að sofa. Mæli með hvorugu. En svo fattaði ég að það var ekki eins þungt og lá ekki eins rennislétt ef það var stytt um metra, svo það hjálpar, fyrir þá sem þannig stendur á fyrir. Bara smá ábending - og svo er Vernd svæðislýsinga smárása í hálfleiðurum alltaf góð til að ýfa hárið.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 21.8.2007 kl. 22:23

19 Smámynd: Jens Guð

  Skemmtilegt að skella myndinni af Phil Spector - þegar hann mætti fyrst í réttarhöldin vegna morðsins - inn á myndina af Jesú-parinu!   

Jens Guð, 21.8.2007 kl. 23:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 51
  • Sl. sólarhring: 68
  • Sl. viku: 689
  • Frá upphafi: 1505980

Annað

  • Innlit í dag: 40
  • Innlit sl. viku: 554
  • Gestir í dag: 39
  • IP-tölur í dag: 39

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband