Spjall í morgunsárið

Næstum því SVONA stórÞað var ansi hreint kúl að koma hér í hlað í morgun á stórum og voldugum trukki. Verst að engin vitni voru að því. Fyrir utan það að spæla prófarkalesarana með því að vera fyrst í hús var náttúrlega mjög þægilegt að þurfa ekki að ganga másandi upp súkkulaðibrekkuna.

Forsaga: Í Mosó horfði ég hugsandi á eftir Prentmets-stráknum sem stefndi gangandi á Prentmets-trukkinn og sagði við Tomma: "Það hefði nú verið sniðugt að sníkja far með honum, hann vinnur í húsinu við hliðina á mér en ég er líklega búin að missa af honum." Tommi átti ekki orð. Hann fleygði mér út úr strætó,  ég hljóp á eftir manninum og sagði afsakandi að Tommi hefði skipað mér að reyna að fá far hjá honum. Maðurinn þorði ekki að neita fyrst ég nefndi Tomma, hver hefur ekki heyrt um mannfórnir hjá ásatrúarmönnum ... 

Reyndi að vera ekki óþolandi kjaftagleið á leiðinni í flotta trukknum, sumir hata kjaftæði á morgnana, en ég vildi heldur ekki sitja steinþegjandi eins og einhver fýlupúki. Við vorum því frekar þögul en dægurmálin bar þó aðeins á góma. s.s. hlýnun loftslags í heiminum, fiskeldi í Téténíu, hvernig best er að þrífa kattasandskassa, barnauppeldi, kjúklingauppskriftir, helvítis klásusinn í læknisfræði, íslensk textagerð um ást, hver verður mögulega næsti forseta Bandaríkjanna, líka hver verður næsti forseta Íslands, áhrif orðsins femínistar á suma karlmenn, áhrif kaffis á heilann og mögulegur máttur þess gegn elliglöpum og gleymsku, ég sagði honum styttri gerð harmsögu ævi minnar og fékk lengri gerð harmsögu hans (hann er miklu yngri), nýjusta svæfingartæknin hjá tannlæknum, áhrif stjórnmálamanna á tískuvitund ungra manna í Sjálfstæðisflokknum á árunum 1950-1953 og sitthvað fleira ... eða hefðum gert ef við þekktumst eitthvað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þröstur Unnar

Maður þyrfti semsagt frí í vinnunni, eða jafnvel vetrarfrí til að lenda á alvöru spjalli við þig.

Þröstur Unnar, 22.8.2007 kl. 08:59

2 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Hmmm, ég gæti hafa fært ogggu pínu ponsu í stílinn ... en já, þú þarft minnst ársfrí frá vinnu. 

Guðríður Haraldsdóttir, 22.8.2007 kl. 09:01

3 Smámynd: Ingibjörg Gunnarsdóttir

Ertu að "play hard to get" við Tomma.  Ég skil vel að hann hafi hent þér út úr strætó.....  Og nú ertu kannski búin að koma trukkabílstjóranum í lífshættu.  Hvar er ábyrgðartilfinning þín kona?  En kannski dugar þetta til að vekja Tomma til lífsins - kannski erum við að fara að upplifa hið íslenska Bold....  Ég vil heyra Tomma hlið á málinu..

Ingibjörg Gunnarsdóttir, 22.8.2007 kl. 09:32

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Rétt hjá þér að vera ekki að kæfa manninn með spjalli svona seint á morgnanna.  En tískuvitund ungra manna í Sjálfstæðisflokknum á árunum 1950-1953 er mál málanna þessa dagana og verður að ræða.

Smjúts

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.8.2007 kl. 09:45

5 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Þótt ég dái og dýrki Tomma þarf ég ekki að giftast honum, hver segir að maður eigi að vera vondur við vini sína. Ég hef líka mikinn áhuga á tengdadóttur minni og stefni að því að stela henni af syni mínum Sinfjötla sem þó er ekki blóðskyldur mér. Síðar mun ég sölsa undir mig fyrirtæki hennar og þá getur hugsast að við Tommi giftumst ef Sigþóra hefur ekki sölsað hann undir sig í millitíðinni!

Guðríður Haraldsdóttir, 22.8.2007 kl. 09:51

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Er hann á lausu? hver er aldurinn?? skoða málið vel. 

Ásdís Sigurðardóttir, 22.8.2007 kl. 11:01

7 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Þetta er barn, Ásdís mín, á svipuðum aldri og erfðaprinsinn. Þótt Brooke í boldinu sé fyrirmynd mín í lífinu þá er ég ekki í tengdasonunum ... kannski af því að ég á ekki dóttur. Tommi er á réttum aldri, á lausu, sætur og skemmtilegur, það er ekki málið, við erum bara bæði talsvert of ung til að binda okkur. Hræðumst auk þess tengdaforeldra.

Guðríður Haraldsdóttir, 22.8.2007 kl. 11:25

8 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Hmmmmm...þessar kerlur fyrirmyndir þínar í Boldinu myndu ekki láta það sitja neitt fyrir sér að byrja með tengdadætrum sínum held ég.....Þú gætir þá alveg kallað með sæmd hvern morgun sem þú rennur í hlaðið á vinnunni þinni.. hæ og hó hér kemur Trukkalessan!!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 22.8.2007 kl. 11:50

9 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

ofsalega finnst mér þú hugrökk að setjast svona inn í bíl hjá manni sem þú þekkir ekki neitt. Ekki út af því að ég haldi að hann sé sækó or anything... bara einmitt þetta... að halda uppi samræðum... eða kannski ekki.

Jóna Á. Gísladóttir, 22.8.2007 kl. 13:27

10 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Það er nú ekki auðvelt að fara að tala við bláókunnugan mann umm

Kristín Katla Árnadóttir, 22.8.2007 kl. 13:48

11 Smámynd: Karl Tómasson

Æðislegt!!!!!

Kæri bloggvinur.

Karl Tómasson, 22.8.2007 kl. 15:06

12 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

oft er auðveldara að tala við ókunnuga....

Þessi speki var í boði Hrannar

Hrönn Sigurðardóttir, 22.8.2007 kl. 16:39

13 Smámynd: krossgata

... og þið komuð hvenær til Akureyrar?  En samt mjög pent að kæfa ekki manninn svona í morgunsárið og rétt tæpa svona á dægurmálum.

krossgata, 22.8.2007 kl. 17:33

14 Smámynd: Rebbý

ætlaði einmitt að fara að spyrja hvert Prentmet og Birtingur væru flutt
ekkert mál að spjalla við ókunnuga .... eignumst ekki vini öðruvísi.

Rebbý, 22.8.2007 kl. 19:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 231
  • Sl. sólarhring: 297
  • Sl. viku: 1773
  • Frá upphafi: 1460706

Annað

  • Innlit í dag: 209
  • Innlit sl. viku: 1433
  • Gestir í dag: 201
  • IP-tölur í dag: 201

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ken
  • Krummi heitur
  • Galdraskjóða-Gurríar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband