22.8.2007 | 19:03
Piparsveinaklúbburinn PASS á Akranesi
Ég komst að því í strætó á heimleiðinni að hér á Skaga er starfrækt félag piparsveina. Það heitir PASS. Veit að essin standa fyrir Single Swingers. Um tíma voru 20 swingerar í klúbbnum en helmingur þeirra sveik víst lit á tímabili og náði sér í einhverjar kjéddlíngar. Nokkrir hafa komið til baka en að sögn Tomma eru nokkrir enn fastir í hnappheldunni og þurfa ábyggilega að sofa í bílskúrnum.
Þegar við nálguðumt Skagann sagði Tommi: Kríurnar eru farnar. Þá vorum við að keyra fram hjá stað undir Akrafjalli þar sem viðgengist hefur kríuvarp um langa tíð ... Kríuvarp er einnig nálægt golfvellinum. Einu sinni skaut ég golfkúlunni of langt. Hún fór m.a. yfir skurð sem ég fetaði mig varlega yfir til að ná henni. Heilu flugsveitirnar af kríum í árásarhug réðust á mig. Ég hljóp hraðar en Ben Johnson á sterum undan þeim og þaut í loftinu yfir skurðinn til að bjarga mér, sagði Tommi sem nú þarf að kveðja golfið þangað til næsta sumar. Golfskálinn sem María í Skrúðgarðinum hefur rekið í sumar hlýtur að fara að loka og þá fer maður að hitta þessa elsku oftar.
Mikið drama var í boldinu í dag. Ridge gerir úrslitatilraun til að ná Forrester-tískuhúsinu úr höndum móður sinnar með því að hóta henni því að hann muni stofna nýtt tískuhús með Brooke (núverandi stjúpmóður sinni, oft fyrrum eiginkonu og barnsmóður). Stefanía er hörð og ætlar að selja einkaleyfið á kynþokkafullri línu Brooke, enda hatar hún konuna sem hefur í tvígang stolið frá henni eiginmanninum og gifst sonum hennar nokkuð reglulega, alla vega Ridge nokkrum sinnum. Eric hittir Stefaníu skömmu síðar og hún segir honum frá þessu nýja útspili Ridge og Brooke, hvort hann viti hvað nýja/gamla eiginkonan sé að bralla. Þegar Eric fer til Brooke er hún í vinalegum faðmlögum við Ridge og þá lauk akkúrat þættinum. Af Bridget er það helst að frétta að Nick, barnsfaðir hennar og fyrrum næstum ástmaður móður hennar (Brooke), reynir stíft að fá hana til að treysta sér aftur. Síðustu þætti hefur honum lítt orðið ágengt. Annað mikilvægt: Hvar er Amber? Við Gunna Pollý hljótum að hafa misst af einhverju rosalegu! Stelpan er týnd. Hér á myndinni er hún með fv. manni sínum, Rick, syni Brooke og Erics. Amber heldur á barni frænku sinnar sem hún lét lengi sem væri hennar eigið barn. Fyrir löngu bloggaði ég um þá sorgarsögu. Blóðmóðir barnsins var svona hjólhýsapakk sem breyttist mjög hratt í guðdómlega veru sem allir elskuðu og syrgðu sárt þegar hún lést úr dularfullum, bráðdrepandi sjúkdómi (hún fékk betra hlutverk). Deacon, blóðfaðir barnsins elskaði Amber og reyndi mikið að ná henni frá Rick. Síðar kvæntist hann Bridget en þau skildu þegar hann barnaði tengdamóður sína, Brooke. Æ, heimurinn er svo lítill. Ég veit ekkert hvað varð um Deacon og barnið. Held þó að Amber sé ekki hjá þeim.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Íþróttir, Sjónvarp, Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 3
- Sl. sólarhring: 53
- Sl. viku: 637
- Frá upphafi: 1505990
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 514
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Já hvar er Amber það er spurning þetta er nú meyri draman
Kristín Katla Árnadóttir, 22.8.2007 kl. 19:36
Góð mynd af Tomma.....
Hrönn Sigurðardóttir, 22.8.2007 kl. 19:37
já segi það ég er hugsjúk af áhyggjum af þessu , hvar er stúlkukyndin er hún kanski að dansa á súlustað í kóóóópaaaavogi með Leoncie?
Gunna-Polly, 22.8.2007 kl. 19:50
Úps, hvernig sækir maður um í PASS? Bara að spökulera
Þröstur Unnar, 22.8.2007 kl. 19:53
Heheheh, Þröstur, ertu nógu HOT fyrir PASS?
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 22.8.2007 kl. 19:58
Þröstur Unnar, 22.8.2007 kl. 20:01
Þröstur Unnar, 22.8.2007 kl. 20:02
kommentin telja,,,,,,,,,,,,ehaggi?
Þröstur Unnar, 22.8.2007 kl. 20:02
Swingers.... mér skildist alltaf að það væri notað um makaskipti *klórar-sér-í-höbbðinu-kall*. Voða er maður eitthvað lítið inn í þessum málum. Hvað hefur þetta kríuvarp viðgengist þarna lengi og ætlar enginn að taka á þessu? *vandlætingarfullur-kall*
krossgata, 22.8.2007 kl. 20:07
Hélt það sama, Krossgata ... Þetta kríuvarp hefur örugglega viðgengist þarna um aldir alda, krírunar eru svo heimaríkar. Enginn þorir að gera nokkuð í málinu, ekki einu sinni hugrakka víkingasveitin okkar á Skaganum, hvað þá herdeildin Hörkutól.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 22.8.2007 kl. 20:16
Hvað stendur PA fyrir? Uni mér ekki hvíldar fyrr en það er komið á hreint.
Jenný Anna Baldursdóttir, 22.8.2007 kl. 21:12
Þröstur!
Þú ert efni í formann í PASS!
Hálfnað verk þá hafið er!?
Ásgeir Rúnar Helgason, 22.8.2007 kl. 21:12
Pöblik assosíeisjón kannski?
Þröst sem formann! Styð það! Svo lauma ég mér á fundina og tæti soldið í körlunum, múahahahhaha!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 22.8.2007 kl. 21:21
Gúlp......Gurrí þú ert agaleg. Vil frekar vera áhangandi meðlimur.
Þröstur Unnar, 22.8.2007 kl. 21:26
Úps, sorrí ... auðvitað! Góða skemmtun á fundunum. Hvernig ætli þeir fari fram? Heilsteikt naut á teini etið, talað illa um konur, bróderað, talað vel um konur, kakó drukkið, fundi slitið.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 22.8.2007 kl. 21:36
Óttalegt bull er þetta alltaf í þér Gurri.
Ég var einu sinni í hljómsveit sem hét Pass og hún spilaði einu sinni á Akranesi.
Þú ert nú ljóti penninn.
Karl Tómasson, 22.8.2007 kl. 21:39
Heyrðu þarna Kalli Tomm, ertu að safna bloggóvinum núna? Hahahahah! Hann Tommi sagði mér þetta og hann lýgur aldrei! Ekki eyðileggja gleði mína yfir nýuppgötvuðum piparsveinaklúbbi, fullum að hot gæjum!!! Það var kannski til hljómsveit með þessu nafni en það er sko líka til piparsveinaklúbbur!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 22.8.2007 kl. 21:41
ég fór nokkrum sinnum á böll með hljómsveit sem hét pass í gamla daga...örugglega annað band..
Brynja Hjaltadóttir, 22.8.2007 kl. 22:01
Það var örugglega ÆÐISLEG hljómsveit, hét ekki sætasti gæinn Kalli?
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 22.8.2007 kl. 22:03
Ertu ekki búin að kíkja inn í nútímann á Boldinu og sjá hvernig staðan er?? á hvaða tíma nærðu að horfa á þættina, mér finnst þú alltaf annaðhvort vera að vinna eða í strætó. Hér á Selfossi er hópur manna svona um og yfir þrítugt og hafa doldið verið í lambakjötinu ég kalla þá nú bara perrana.
Ásdís Sigurðardóttir, 22.8.2007 kl. 22:22
Brynja, þessi hljómsveit stal líka nafninu okkar. Rétt eins og Gurri, næst flottasti bloggari landsins, eins og staðan er í dag.
Óttalegt bull er þetta alltaf í þér í þessum bloggheimum..
Karl Tómasson, 22.8.2007 kl. 22:28
Swingers eru hjón sem skiptast á mökum til að eiga kynmök. Piparsveinafélagið á Skaganum er doldið skrítið finnst mér..en maður veit aldrei hvað getur gerst á svona afskekktum stöðum þar sem flestir kynnast í strætó..ha?'
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 22.8.2007 kl. 22:28
Tommi, af hverju spilaði hljómsveitin þín ekki aftur á Akranesi ?
Ásdís, um þrítugt ertu lambakjöt og nú eru allir perrar.
Katrín, það gerist nebblega ýmislegt í smábæjunum veit ég, þó ég hafi nú sjaldan séð strætó öðruvísi en með börn og gamalmenni innbyrðis.
Gurrí mín eina, krúsídúlluþrumufleygs þakkir fyrir að halda mér á blogginu. Finnst þér ekki allt í lagi þó að ég noti bloggið þitt til að rífast í þínum bloggvinum?
Þröstur Unnar, 22.8.2007 kl. 22:40
Æi þú heitir víst Kalli Tomm en ekki Tommi Kall, sorrí kúturinn.
Þröstur Unnar, 22.8.2007 kl. 22:43
Allir að vera góðir við Kalla! Þú líka, Þröstur!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 22.8.2007 kl. 22:48
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 22.8.2007 kl. 23:00
Bold and the beautiful... endalaus flækja í allar áttir... mikið óskaplega hlýtur höfundur handrits þessa þátta að vera sorglegur :(
Rannveig Lena Gísladóttir, 22.8.2007 kl. 23:23
Ég ætlaði einmitt að segja það sama og Dúa. Hvernig er hægt að vera Swinger og vera einhleypur. Það kalla ég nú að komast í klúbb á fölskum forsendum.
Þröstur ég tók líka upp á því allt í einu að kalla Kalla, Tomma. Veit ekki afhverju. Vá hvað þetta var skrýtin setning.
Jóna Á. Gísladóttir, 22.8.2007 kl. 23:27
Þetta eru allt tómir bjálfar á þessu Mogga bloggi, ég er hættur og ætla að snúa mér eitthvað allt annað.
Karl Tómasson, 22.8.2007 kl. 23:36
Já og skelltu á eftir þér dýrðargúkkulaðikallinn minn, Kalli Tomm.
Bang.
Jenný Anna Baldursdóttir, 22.8.2007 kl. 23:49
OMG ! Hvernig er hægt að horfa á Boldið ??? Heilinn á mér fer í hnút við lýsingar þínar. Yikes !
Svava S. Steinars, 22.8.2007 kl. 23:54
Það styttist í að hægt sé að bjóða í heimsókn í íbúðina, með kaffi og kökum ! I'll keep you posted
Svava S. Steinars, 23.8.2007 kl. 00:09
boldið er orðið svolítið meiri flækja heldur en t.d. nágrannar sem ég hef verið að horfa á stríðum straumum undanfarnar vikurnar... ætli það sé hægt með boldið líka ?? en gaman að sjá jack wagner í þessum blessuðu þáttum og miða hann við melrose place sem var og hét
Hulda (IP-tala skráð) 23.8.2007 kl. 01:02
Við þurfum að átta okkur á því að á Skaganum er eitthvað sóðalegra í gangi en í Reykjavík. Eitthvað sem þarf virkilega að passa sig á.
Jens Guð, 23.8.2007 kl. 01:56
Tja ...
http://www.singleswingers.org/
Nanna Rögnvaldardóttir, 23.8.2007 kl. 08:40
OMG, OMG ... ÞETTA ER Af síðunni sem Nanna fann: Meet Adult FriendFinder members near Reykjavík — Over 20 Million Members
NANNA!!! Hvers konar Sódómu-Gómorru hef ég lent í hér á Skaganum? ... og ég sem hélt að þetta væri sætur, lítill piparsveinaklúbbur! Ekki skrýtið þótt mikið sé byggt hér á Skaganum, or shall we call it Near Reykjavík.Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 23.8.2007 kl. 09:31
Hahaha, ég veit ekki hvað ég á að segja sko.
Ég þarf að fara að horfa á sköllótta og fallega en ég veit bara ekki á hvaða dögum þeir eru sýndir..
Guðrún B. (IP-tala skráð) 23.8.2007 kl. 09:58
Heyrðu Gurrí - ég verð að fara að flytja út fyrir borgarmörkin ... singlesklúbbur á Skaganum (ekki varð ég vör við þá þegar ég kom að djamma þarna síðast) sem reyndar er eitthvað dúbíus og eins á Selfossi
Hvað er ég að rembast í Reykjavíkinni ...
Rebbý, 23.8.2007 kl. 10:01
hehehehehehehehehe
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 23.8.2007 kl. 10:13
alltaf gaman að lesa bloggið þitt mín kæra ...dísus hvað ég er búnað vera að missa af í bóld ... þarf greinilega að lesa meira hjá þér og catch up
knús
Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 23.8.2007 kl. 12:46
Rosaleg skrif - ég dáist að því hvað ykkur getur dottið í hug (í alvöru) haldið bara áfram það er svo gaman að lesa þetta- og svo fer ég skellihlæjandi aftur að vinna.
Keypti annars ágæta bók um daginn sem heitir "Lífsreynslusögur" úr Vikunni skrifaðar af þér Gurrí - ég er hálfnuð að lesa hana og þykir hún nokkuð merkileg- margar sögur vel sagðar og vel skrifaðar. Og ég vissi ekki að þessar sögur væru úr raunveruleikanum þannig að hann getur greinilega verið dálítið bitur á köflum.
En Boldið slær þetta allt út að mér þykir á neikvæðan máta- mér þykja sögurnar úr Vikunni skemmtilegri- þær nefnilega taka sig til og klárast.
Með kveðju og takk fyrir góða bók
Ingibjörg Þ
Ingibjörg R Þengilsdóttir, 23.8.2007 kl. 13:06
vá yfir 20 milljónir meðlima....
...vissi ekki að það byggju svona margir uppá Skaga.....
Hrönn Sigurðardóttir, 23.8.2007 kl. 15:32
hvar ættli fundirnir þeirra séu haldnir. Ég meina hvar kemuru 20miljon gröðum piparsveinum fyrir near reykjavík.
bara smá pæling
Ólöf Anna , 23.8.2007 kl. 18:58
Það komast alla vega 70 fyrir í himnaríki. Hér er stórt íþróttahús, eiginlega tvö. Ekkert mál!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 23.8.2007 kl. 19:50
Viltu kíkja á mitt blogg og hjálpa til (aftur) ?? Please!!
Heiða B. Heiðars, 23.8.2007 kl. 19:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.