Aðstoðarritstýran rasar út ...

Best að blogga núna í morgunsárið en að ætla að gera það síðar í dag, í matartímanum eða eitthvað. Það er bara bjartsýni að halda að það sé hægt ... á föstudegi. Vinnudagurinn skellur á með fullum þunga um níuleytið, þá opnar síminn og friður verður lítill. Dagurinn var ansi erfiður í gær, enda dreif ég mig snemma í rúmið. Fékk svo far í morgun með unga manninum á Prentmets-bílnum frá Mosó og hingað - það var ansi notalegt. Aukarútan er byrjuð að ganga frá Akranesi og Haffi bílstjóri elti okkur alla leið í bæinn. Hann tók farþegana á Kjalarnesi upp í og kannski Karítas í Mosó-brekkunni. Búist er við metfjölda farþegar frá og með mánudegi og þá geri ég ráð fyrir að fá ekki framar að sjá yndislegu karlana mína á sætukarlastoppistöðinni, Haffi tekur þá mögulega í allan vetur! Til að leiðrétta misskilning um að Strætó bs standi straum af kostnaði við ferðirnar frá Skaganum vil ég benda á að elsku bæjarstjórnin okkar á Skaganum pungar út milljónum á milljónir ofan til að við fáum þessa þjónustu. Skilst að Strætó bs. borgi okkur síðan fyrir að þjónustu t.d. 116 Reykjavík ... eða Kjalarnesið, í leiðinni.

Tók út það sem ég skrifaði um nýjustu Vikuna. Það misskildist sem grín en var alls ekki meint þannig.

Jæja, hafið það tryllingslega gott í dag. Ég er farin að vinnnnnnnna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ja, stelpa. Nú verð ég að drífa mig út í búð og kaupa VIKUNA.  Eigðu góðan dag ljúfan mín.

Ásdís Sigurðardóttir, 24.8.2007 kl. 08:48

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

þú hefur gert mig forvitna. Kíki á Vikuna

Jóna Á. Gísladóttir, 24.8.2007 kl. 08:54

3 Smámynd: Þröstur Unnar

Asskoti ertu góður sölumaður, nú verð ég að eignast þetta eintak af kvennablaðinu. Geturru ekki "misst" eitt eintak úr krókódílaveskinu á stoppistöðinni á Garðabrautinn í kvöld?

Neee bara að djóka, skal alveg splæsa í eintakið sjálfur og sleppa skyrinu í fyrramálið.

Þröstur Unnar, 24.8.2007 kl. 09:12

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Getur sett ritstýra gefið upp nafn viðfangs á forsíðu?  Ef ekki þá kaupi ég Vikuna.  ARG

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.8.2007 kl. 09:16

5 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Segðu meira... ég skal samt kaupa blaðið

En ég sá í Blaðinu í dag að Steingerður er ekki sátt

Heiða B. Heiðars, 24.8.2007 kl. 10:07

6 identicon

Forvitnin vakin svo auðvita kaupir maður blaðið.

Inga Helgadóttir (IP-tala skráð) 24.8.2007 kl. 10:14

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Var eimitt að sjá það sama og Heiða er að nefna.  Lögfræðingur og alles.  What?

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.8.2007 kl. 13:12

8 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hef ekki séð Blaðið, það berst sjaldan á Skagann. Verð að sjá þetta!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 24.8.2007 kl. 14:03

9 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

vá, bara læti?

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 24.8.2007 kl. 15:31

10 Smámynd: krossgata

Æ engir sætabrauðsdrengir... grár hversdagsleikinn skellur á.  *dæs*

krossgata, 24.8.2007 kl. 16:07

11 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

-Er ekki Vikan á netinu fyrir okkur "útlendingana"? Ef svo er, hver er þá slóðin? Mbk, -H. x

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 28.8.2007 kl. 22:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 14
  • Sl. sólarhring: 34
  • Sl. viku: 648
  • Frá upphafi: 1506001

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 525
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband