Eric strax orðinn leiður á Brooke?

Við heimkomuJæja, tveggja daga stress-lotan virðist vera að baki og ég gæli við þá hugmynd að komast með 17.45-strætó heim. Búið er að lesa allt blaðið yfir, setja upp forsíðuna og varla eftir nokkru að bíða. Ætla þó aðeins að njóta rólegheitanna og ekki rjúka heim, enda þyrfti ég þá að taka leigubíl NÚNA  í Mosó og það liggur ekki lífið á, nema kannski til að ná boldinu. Mér sýndist í gær að Eric sé orðinn leiður á Brooke þrátt fyrir aðeins nokkurra daga hjónaband þeirra og þótt hún reyndi að tæla hann ýtti hann henni frá sér. Hann veit samt að Ridge var bara að faðma hana á vinalegu nótunum. Líklega er Stefanía, fyrrum kona hans, búin að ná til hans, enda hatar hún Brooke sem gerir ekki annað en að giftast manni hennar (tvisvar) og sonum hennar til skiptis, eins og oft hefur komið fram. Samt buðu Ridge og Brooke honum að vera með í nýja tískuhúsinu sem stofnað verður á eftir. Ég næ þessu á Stöð 2 plús!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Hjúkkitt að þú missir ekki af Boldinu ma'r

Jóna Á. Gísladóttir, 24.8.2007 kl. 16:55

2 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

ja væri kannski bara tilbúin að borga leigubíl í Mosó svo maður missi ekkert úr Bóldinu ;)   jæja stöð2plús, ok það sleppur hehehehe

Guðrún Jóhannesdóttir, 24.8.2007 kl. 16:58

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þú ert eins og ég Gurrí he he

Kristín Katla Árnadóttir, 24.8.2007 kl. 17:39

4 Smámynd: mongoqueen

Vá hvað er langt síðan að ég hef fylgst með þessum þætti....maður ætti kannski að fara að koma sér inní þetta aftur  

mongoqueen, 24.8.2007 kl. 17:46

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Eru þau ekki skilin???

Ásdís Sigurðardóttir, 24.8.2007 kl. 18:24

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já, nei, nei - þetta er ekkert flókið......

Hrönn Sigurðardóttir, 24.8.2007 kl. 18:25

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Mín á boldvaktinni.  Gott þá get ég slakað á.  Muhahahaha

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.8.2007 kl. 19:15

8 Smámynd: krossgata

Ég sá nokkrar sekúndur af boldinu í morgun, ég veit... aveg á ókristilegum tíma miðað við að maður er í sumarfríi, en einhver hringdi fyrir allar aldir..., þá var Stefanía að tala við Eric (svona minning) "hún verður farin frá þér áður en ár er liðið Eric".... nokkrir dagar hvað?  Á þessum tímapunkti gafst ég upp og ákvað að bíða bara eftir skýrslu frá þér. 

krossgata, 24.8.2007 kl. 21:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 39
  • Sl. sólarhring: 286
  • Sl. viku: 1264
  • Frá upphafi: 1460088

Annað

  • Innlit í dag: 35
  • Innlit sl. viku: 1003
  • Gestir í dag: 35
  • IP-tölur í dag: 34

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • DollyParton
  • Jason-Statham
  • 12. ágúst sko

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband