Tveir kettir og einn stríðinn mávur

Hvítir mávarSlapp heim fyrir lokun Einarsbúðar og gat pantað nauðsynjar á borð við mjólk. Latte er hinn nýi drykkur himnaríkis og bragðast ansi vel. Kaffirjómi heyrir sögunni til þangað til ég fer næst í fitun. Einnig frétti ég nýlega að Einarsbúðarhangikjötið (álegg) væri svo guðdómlegt að fólk kæmi utan af landi til að kaupa það sem álegg í flatkökuveislur. Keypti að sjálfsögðu eitt bréf og líka flatkökur.

Kettirnir komust í hann krappan, eða hefðu gert ef svalaglugginn hefði verið opinn. Risastór mávur sat á svalahandriðinu og sendi þeim ósvífið augnaráð, naut þess að hafa öruggt gler á milli sín og þeirra.  

Aðrar nauðsynjar á borð við boldið voru einnig teknar inn og þar er að verða heitt í kolunum, a.m.k. hjá sumum. Í ljós kom að Eric stefnir ekki að því að hætta með Brooke, heldur ætlar neyða hana til að gleyma Nick, tengdasyni þeirra. Eric rifjar þó upp góðar stundir með Stefaníu, fv. konu sinni, en akkúrat á sama tíma eru Nick og Brooke að rifja upp trylltar ástríður sínar. Nick ætlar þó staðfastur að fórna sér og verða fjölskyldumaður með Bridget, verst að hún vill það ekki, enda komu skilnaðarpappírarnir í morgun. Eric bíður eftir nýlegri brúði sinni, Brooke, (sem ætlar að segja honum upp) með kampavín og rómantískan glampa í augum og neitar að hlusta á það sem hún segist þurfa að segja honum. Hann ætlar að sofa hjá henni í nótt. Nick ræðst inn á Bridget og Stefaníu og segir þeim að hjónabandi Erics og Brooke ljúki í kvöld en samt elski hann bara Bridget og barnið og þrái heitast að vera með henni. „Þú ert ástin mín,“ segir Nick við Bridget. „Treystu mér, verum fjölskylda!“ „Skrifaðu undir, Bridget,“ segir Stefanía. Tjaldið fellur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Bíddu nú, er Einarsbúð með sitt eigið hangikjöt?  Hm...

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.8.2007 kl. 20:08

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Flott mynd!!! Soldið svona Hitchcock......

Hrönn Sigurðardóttir, 24.8.2007 kl. 20:10

3 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Jamm, sjóða það og sneiða niður í álegg. Já, Hrönnslan mín, ég upplifi The Birds oft í mánuði hérna í brekkunni fyrir neðan himnaríki, heilu stórþingin fara hér fram. 

Guðríður Haraldsdóttir, 24.8.2007 kl. 20:14

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Flott mynd hjá þér, eiginlega bara hægt að senda hana í ljósmyndasamkeppni. 

Ásdís Sigurðardóttir, 24.8.2007 kl. 20:54

5 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hvítu mávar, segið þið honum,

að mitt hjarta slái aðeins fyrir hann tralallala!

Taktu undir með okkur Gurrí elskan og hinar stelpurnar mega alveg söngla með líka!

Magnús Geir Guðmundsson, 24.8.2007 kl. 20:57

6 Smámynd: Rebbý

ertu til í að fara að fylgjast svona grant með Grönnum líka svo ég fái fréttir þaðan

Rebbý, 24.8.2007 kl. 21:18

7 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Myndin er algerlega frábær Gurrí...og hangikjet og flatkökur eru bara unaður.

Ef þú hefur ekkert að gera er sagan um skemmtilega skóævintýrið á blogginu mínu...frábær fyrir svefinn!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 24.8.2007 kl. 21:22

8 Smámynd: Þröstur Unnar

Hún Gurrí er augað alsjáandi.

Vissuð þið ekki að í Einarsbúð er framleitt besta Hangikjötssalat landsins?

Þá vitið þið það núna.

Ég hefði nú notað eitthvað annað vopn en myndavélina þarna.

Þröstur Unnar, 24.8.2007 kl. 21:24

9 Smámynd: Heiða B. Heiðars

.....ég held niðrí mér andanum alveg þangað til hún (eða var það hann?) skrifar undir!! :)

Heiða B. Heiðars, 24.8.2007 kl. 21:27

10 Smámynd: krossgata

Í mínu ungdæmi var maður sendur út í búð, Skagaver, eftir Borgarneskjötfarsi, það var sko eina almennielga kjötfarsið á landinu.  Svona þegar ég lít til baka þá fæst náttúrulega bara ekki svona kjötfars í dag.

Ég man það lika núna að ég sá skilnaðarpappírana koma í morgun... í Boldinu þ.e.a.s., mikið er ég fegin að lesa þetta bara hér.  *alveg húkkit-kall*  Ég skil samt ekkert hvað snýr upp eða niður.

krossgata, 24.8.2007 kl. 21:55

11 Smámynd: Saumakonan

Ohhhh ég eeeeeelska hangikjötsalat!!!!    Þarf að prófa þessa Einarsbúð þegar ég einhverntíma kemst nálægt Himnaríki    

Kaffi með kaffirjóma... *æl*!!    Latte skal það vera heillin eða hella bara beint úr beljunni!!!

Saumakonan, 24.8.2007 kl. 21:59

12 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Það sem er svo æðislegt við þessa mynd er hvernig kisa og mávurinn horfa hvort í sína áttina. Tilvistarkreppuleg mynd og rosalega skemmtilega uppbyggð.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 24.8.2007 kl. 23:00

13 Smámynd: Guðrún Vala Elísdóttir

algjörlega stórkostleg mynd og núna tala ég sem fagmanneskja.

Guðrún Vala Elísdóttir, 24.8.2007 kl. 23:31

14 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Þetta var svona Kodak-móment ... mun blogga um hangikjötið á morgun ... þarf að smakka það fyrst.

Guðríður Haraldsdóttir, 24.8.2007 kl. 23:37

15 Smámynd: Svava S. Steinars

Mmmm hangikjet... þegar ég kem í heimsókn (með síðbúna afmælisgjöf) skulum við kaupa svoleiðis

Svava S. Steinars, 24.8.2007 kl. 23:40

16 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

haha. myndin er frábær. Mávurinn nýtur sín í botn þarna á handriðinu.

Jóna Á. Gísladóttir, 25.8.2007 kl. 09:26

17 Smámynd: www.zordis.com

Ohhhhh ... hangikét, flatkökur *slurpslefandi kjéddlin* .....

Geggjuð mynd hjá þér kona!

www.zordis.com, 25.8.2007 kl. 11:37

18 identicon

Heil og sæl, Guðríður og skrifararnir !

Jú, hún er all sérstæð þessi mynd, sýnir margbreytileika dýraríkisins, og mávarnir eru sannarlega tignarlegir, margir hverjir, þótt lítilmenni; eins og Gísli Marteinn Baldursson, hver álítur sig yfir aðra íbúa jarðarinnar hafinn, þykist geta farið í útrýmingar herferð, á hendur þessum fallegu og gáfuðu fuglum.

Megum margt af dýraríkinu læra, mannfólkið.

Með beztu kveðjum, úr Árnesþingi / Óskar Helgi Helgason  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 25.8.2007 kl. 14:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 65
  • Sl. sólarhring: 283
  • Sl. viku: 1944
  • Frá upphafi: 1454818

Annað

  • Innlit í dag: 42
  • Innlit sl. viku: 1576
  • Gestir í dag: 37
  • IP-tölur í dag: 29

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Bakklóra
  • Snorri og Patrik
  • Vifta

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband