Kökublogg - langþráð rabarbarapæ Huldu

Rabarbarapæ með vanilluísNáði í Huldu í sambandi við uppskriftina. Hún var auðvitað með hana í hausnum, eins og allar góðar húsmæður/-feður. Hér kemur hún:

Rabarbarapæið hennar Huldu

200 g smjörlíki, mjúkt
200 g sykur
200 hveiti
100 g suðusúkkulaði, saxað
Rabarbarabitar (nóg til að þekja pæbotninn)

Hnoðið vel saman smjörlíki, sykri og hveiti. Setjið megnið af deiginu í pæform og þekið upp kantana. Skerið rabarbara í sneiðar og raðið ofan á. Stráið súkkulaðibitum yfir. Setjið afganginn af deiginu ofan á, eins og á t.d. hjónabandssælu og þrýstið niður á rabarbarann. Stráið kanilsykri yfir (gefur klikkað bragð) og bakið við 200°C þar til er fallega brúnt. Gott með ís eða rjóma. Komið svo í himnaríki með pæið og gefið að smakka.

P.s. Hulda notaði Season All á þorskinn (sorrí, Jóna) en segir óhætt að nota það krydd sem fólki finnst gott.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Vó hvað ég ætla algjörlega og gjörsamlega að baka þessa.  Takk fyrir dúllan mín.

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.8.2007 kl. 20:06

2 Smámynd: Þröstur Unnar

Eina sem vantar eru Rabbabararnir, þeir liggja ekkert á lausu nú orðið. Maður verður skotin á færi ef sæist til manns ræna Rabbabaragarð í dag.Jamm af sem áður var.

Uppskriftin lítur vel út á mynd.

Þröstur Unnar, 28.8.2007 kl. 20:08

3 Smámynd: Fjóla Æ.

Þú ert algert yndi Gurrý mín. Ætla sko að skella í 2-falda uppskrift og gefa þeim gestum sem inn munu detta á Ljósanótt. Verður þú ein af þeim?

Fjóla Æ., 28.8.2007 kl. 20:09

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Jess!!

Hrönn Sigurðardóttir, 28.8.2007 kl. 20:11

5 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Kann alveg hryllilega rabarbarasögu ... Kona nokkur kasólétt var alveg vitlaus í rabarbara á meðgöngunni en í flotta garðinum þeirra hjóna fannst ekki rabarbari. Hún sendi því eiginmann sinn í stelileiðangra seint á kvöldið til að ræna rabarbara þegar hún varð viðþolslaus úr löngun. Eftir nokkurn tíma hitti maðurinn nágrannana sem horfðu óttaslegnir á hann. Þeim létti mjög þegar þeir heyrðu hvað var í gangi og gáfu manninum fullt leyfi til að sækja rabarbara fyrir frúna. Því miður voru farnar af stað sögur um manninn ... að hann væri gluggagægir. Honum tókst held ég aldrei að losna við þann stimpil fyrr en hann flutti úr bænum sem hann bjó í þarna. 

Svo veit ég ekki hvor á að strá kanilsykrinum yfir allt eða rabarbarann og súkkulaðibitana, það skiptir kannski engu máli ... 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 28.8.2007 kl. 20:14

6 Smámynd: Huld S. Ringsted

girnileg!! ég á fullt af rabarbara í frystinum svo ég ætla að prófa, takk.

Huld S. Ringsted, 28.8.2007 kl. 20:18

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ja, frú Fjóla, ef einhver platar mig með sér á Ljósanótt og verður á bíl þá kem ég svo sannarlega. Annars er ég mest fúl út í sjálfa mig fyrir að gleyma að hvetja fólk til að fara á Ljósanótt í Vikunni. Var búin að hripa það niður á miða en kommon, það vita allir af Ljósanótt, stórviðburður sem ég sé þá alla vega með stjörnukíkinum (flugeldana).

Þröstur, biddu um leyfi til að tína rabarbara svo að þú missir ekki mannorðið!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 28.8.2007 kl. 20:18

8 Smámynd: Þröstur Unnar

Sigga á móti (vinnustaðnum mínum) á hnaus rétt í seilingarfjarlægð frá mér, spurning um að teygja sig í nokkra stilka.

En það heyrist í henni eins og þokulúðri þegar hún kemur út á svalirnar sínar og byrjar að "spjalla" við mig í 100m fjarlægð, þannig Gurrí ef þú heyrir eitt kvöldið lúðrahljóm úr vestri eða finnur smá jarðhræringar í Himnaríki, þá veistu að ég baka rabbararatertu það kvöldið og hef eignast óvin.

Þröstur Unnar, 28.8.2007 kl. 20:26

9 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

umm Girnilegt.

Kristín Katla Árnadóttir, 28.8.2007 kl. 20:31

10 Smámynd: www.zordis.com

Hrikalega ljúffengt en enginn rabbarbari hérna megin!  Hvað væri gott að nota í staðinn ??  Kanski Epli eða ???

www.zordis.com, 28.8.2007 kl. 22:08

11 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

jei, ég á enn rabarbara úti í garði, þessi verður prófuð um helgina...

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 28.8.2007 kl. 22:19

12 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég er til í að borða hana en nenni ekki að baka.

Ásdís Sigurðardóttir, 28.8.2007 kl. 22:31

13 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

afsökunarbeiðni tekin til greina

Jóna Á. Gísladóttir, 28.8.2007 kl. 23:08

14 Smámynd: Svava S. Steinars

Slurp !!  Nú er bara að fara og kaupa sér rabbabara !

Svava S. Steinars, 29.8.2007 kl. 00:55

15 Smámynd: Jens Guð

  Ég skil ekki af hverju fólk bakar og lagar tertur í dag.  Það er orðið svo gott úrval af bakkelsi í bakaríunum.  En sagan er góð af manninum sem stal rabbabara handa frúnni. 

Jens Guð, 29.8.2007 kl. 01:37

16 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Nóg af rabbarbara í mínum garði. Gæti sultað, saftað og bakað allt árið.......

Ef ég væri söguhetja úr bók eftir Snjólaugu Braga.....

Hrönn Sigurðardóttir, 29.8.2007 kl. 08:56

17 Smámynd: Marta B Helgadóttir

mmmm takk, hlakka til að prófa þessa uppskrift.

Marta B Helgadóttir, 29.8.2007 kl. 18:13

18 Smámynd: Bertha Sigmundsdóttir

Gurrí mín, þessi uppskrift er ekkert smá girnileg...ég ætla að prufa hana, pottþétt. Ég held að hún verði líka góð með eplum, eða bönunum. bara öllu...

Jens minn, það er svo gaman að baka, allaveganna finnst mér það, það er róandi, og svo að fá bökunarilminn útum allt hús, og svo getur maður sko sagt, já, ég bjó þetta til. Bakarí eru mjög nauðsynleg líka, sérstaklega ef manni vantar eitthvað á síðustu mínútu, fyrir krakkana sína sérstaklega sem gleyma alltaf að biðja mann um að baka fyrir bekkinn sinn, þegar eitthvað bekkjarpartý er í gangi...

Bertha Sigmundsdóttir, 29.8.2007 kl. 18:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 14
  • Sl. sólarhring: 41
  • Sl. viku: 638
  • Frá upphafi: 1506037

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 523
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband