10 bestu og verstu bloggarar að mati Mannlífs

Lesa tímaritAlltaf gaman að koma í vinnuna þegar allt er fullt af nýútkomnum blöðum. Ég opnaði Mannlíf á síðu 28 þar sem fjallað er um bloggara, 10 bestu og 10 verstu. Átta karlar í 10 bestu og sjúkkitt, þeir eru líka í meirihluta í hinum flokknum, eða sex talsins. Ég geng út frá því að Mengella og Hnakkus séu karlar (og það ansi skemmtilegir).

Nanna Rögnvaldar komst á topp 10 (betra gengið) ... en svo er fólk þvílíkt hakkað niður í vonda topp tíu. Alveg nýt ég þess að sjá það þar sem ég komst ekki einu sinni á blað, djö ...

TímaritStebbi okkar kemst á blað, Ellý líka, Jón Axel, Egill Helga, Jónína Ben, Sóley og Katrín Anna ... En ég er hætt, ætla ekki að taka alveg alla spennu frá lesendum Mannlífs. Svo var Bleikt og blátt að koma, vægast sagt afar kynæsandi blað, á forsíðu er viðtal við konu sem segir að hótelherbergi geri sig gra.. (RITSKOÐAÐ). Já, og Golfblaðið en þar er viðtal við Skagadrenginn Birgi Leif Hafþórsson ... ekki vissi ég að hann væri frá Akranesi, það hlaut nú samt að vera. Svo var náttúrlega Vikan að koma í hús! Hún er vissulega langflottust,  eins og allir vita, aukablað með 70 uppskriftum úr Danska kúrnum, ryksuguvélmenni í krossgátuverðlaun ofl. ofl. ... Ég ritstýrði þessu blaði af því að ritstjórinn minn fór í sumarfrí ... held að það hafi bara tekist ágætlega.

Hlakka til að fara í mat í kvöld til manneskju sem er á bloggaralista Mannlífs. Það er ekki Hnakkus, ekki Mengella ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Og auglýsingin er í boði?????

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.9.2007 kl. 10:19

2 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Vikan er alltaf flottust.Verð að kíkja líka á Mannlíf.

María Anna P Kristjánsdóttir, 5.9.2007 kl. 10:24

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég verð að kaupa mannlíf ég er svo forvitinn.

Kristín Katla Árnadóttir, 5.9.2007 kl. 10:48

4 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

og hvað ætlar Jónína að elda? Færðu stólpípu á eftir

Jóna Á. Gísladóttir, 5.9.2007 kl. 10:57

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Var Jenný ekki á listanum??  gott myndbandið í færslunni hér á undan. 

Ásdís Sigurðardóttir, 5.9.2007 kl. 11:05

6 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Jónína, elda??? Hnuss, hún er í bestu eða verstu bloggers ... 

Mér gramdist að "þurfa að "auglýsa Mannlíf þegar Vikan er sko best, en ég fylltist áhuga þegar ég sá þessa misheppnuðu grein um bloggara, þar sem engin okkar kemur við sögu, urrrrrr, að ég bjóst við að ykkur fyndist þetta spennó líka, í alvöru Jenný. Þori ekki lengur að blogga mikið um ferðir mínar, fékk sjokk um daginn þegar Dúa dró mig sundur og saman í háði fyrir það  

Guðríður Haraldsdóttir, 5.9.2007 kl. 11:06

7 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

mannlíf, kaupa mannlíf...

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 5.9.2007 kl. 11:36

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já hótelherbergi gera mig líka granna

Hrönn Sigurðardóttir, 5.9.2007 kl. 12:12

9 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Hahahhaha, góð!!!

Guðríður Haraldsdóttir, 5.9.2007 kl. 12:13

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Gurrí, stundum tekur maður hlutina nærri sér og jafnvel þó það sé ekki ástæða til.  Ég upplifði þessa hermufærslu bara krúttlega, vegna þess að hún ýkti stílinn þinn og mér fannst það bara skemmtilegt.  Þú ert skemmtilegur bloggari og það er ekkert við stílinn sem hægt er að gera lítið úr.  En auðvitað getur maður tjáð sig þegar ekki er um mann sjálfan að ræða.  En sem sagt þá upplifði ég þetta sem skemmtilega paródíu á þín bráðskemmtilegu skrif.  Segi það og meina það.  Smjúts frá mér.

Og hvað er að þessu Mannlifsliði?  Meirihlutinn karlar í bestu bloggarasætunum?  Skemmtilegustu bloggararnir erum við stelpurnar og það vita allir og ég er ekki að grínast.

Knús og klemm.

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.9.2007 kl. 13:25

11 identicon

Mér finnst svona (ó)vinsældar listar vera lítið augnayndi.. þetta nefnilga getur sært suma sem lenda á óvinsældarlistanum og við eigum ekki að gera svoleiðis..

Björg F (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 13:29

12 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sammála henni Björgu, við erum ekki eins töff öll og við viljum vera láta.  Hef ósjaldan grenjað vegna ógætilegra orða. 

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.9.2007 kl. 13:40

13 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Jenný, æ, sorrí, ég notaði bara Dúu, eins og hún mig, það gerðist nefnilega ekkert á leiðinni hjá okkur Ástu og Birki. Bara hviss bang, komin í vinnuna!!! Takk samt fyrir fögur orð í minn garð.

Ég var líka hissa þegar ég sá karlameirihlutann á topp-listunum því að mér finnst þeir ekkert standa upp úr. Margir mjög skemmtilegir en líka konur. Þarna þurfum við að reyna að ná jafnrétti, stelpur!!!  Náði að skammast aðeins út í einn álitsgjafann, Jakob Bjarnar ... SEM VAR AÐ BYRJA AÐ VINNA Í DAG Á MANNLÍFI SEM BLAÐAMAÐUR. Skúbb? Hver veit ...

Guðríður Haraldsdóttir, 5.9.2007 kl. 13:58

14 Smámynd: www.zordis.com

Essskan þó það nú væri að Vikan ER BEST.  Koddu með blogglistann fyrir okkur sem eru fjarri góðu gamni

Knús á þig frá Heljarþröm í Himnaríki....

www.zordis.com, 5.9.2007 kl. 14:24

15 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Geri það fljótlega, Zordís mín. Í síðasta lagi um helgina, þó það nú væri.

Guðríður Haraldsdóttir, 5.9.2007 kl. 14:43

16 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Takk, Dúa mín!

Guðríður Haraldsdóttir, 5.9.2007 kl. 14:55

17 Smámynd: halkatla

ég er algerlega sammála Björgu og Jenný. ég er yfirleitt hlutlaus um tímarit og alveg sama en núna styð ég Vikuna

halkatla, 5.9.2007 kl. 15:14

18 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Vá, rómverskur riddari!!! Velkominn Hörður minn! Vér höldum áfram að skrifa ... heheheheh

Guðríður Haraldsdóttir, 5.9.2007 kl. 15:34

19 identicon

Ég gæti boðið ykkur upp á kúrs í matargerð ef þið hafið áhuga ! Mér líður best við eldavélina elskurnar og ég er sammála að stundum bloggar maður tóma þvælu. Um daginn var ég að kenna krökkum að blogga og hélt að ég hefði sett inn á dragt en guð minn góður þetta kom allt inn í belg og biðu og ég miður mín. Ekki kaupi ég Baugsmiðilinn Mannlíf og þarf ekki að óttast að mér sé hælt fyrir eitt eða neitt í þeim pappír. Ég er svo fegin að getað bloggað á moggablogginu bæði í góðu og í vondu skapi.

Guðríður þú mátt alls ekki hætta að skrifa! Vertu bara þú sjálf og þá nær bloggið tilgangi sínum. kær kveðja, Jónína Ben

Jónína Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 17:00

20 identicon

Ég gæti boðið ykkur upp á kúrs í matargerð ef þið hafið áhuga ! Mér líður best við eldavélina elskurnar og ég er sammála að stundum bloggar maður tóma þvælu. Um daginn var ég að kenna krökkum að blogga og hélt að ég hefði sett inn á dragt en guð minn góður þetta kom allt inn í belg og biðu og ég miður mín. Ekki kaupi ég Baugsmiðilinn Mannlíf og þarf ekki að óttast að mér sé hælt fyrir eitt eða neitt í þeim pappír. Ég er svo fegin að getað bloggað á moggablogginu bæði í góðu og í vondu skapi.

Guðríður þú mátt alls ekki hætta að skrifa! Vertu bara þú sjálf og þá nær bloggið tilgangi sínum. kær kveðja, Jónína Ben 

Jónína Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 17:05

21 identicon

Ég gæti boðið ykkur upp á kúrs í matargerð ef þið hafið áhuga ! Mér líður best við eldavélina elskurnar og ég er sammála að stundum bloggar maður tóma þvælu. Um daginn var ég að kenna krökkum að blogga og hélt að ég hefði sett inn á dragt en guð minn góður þetta kom allt inn í belg og biðu og ég miður mín. Ekki kaupi ég Baugsmiðilinn Mannlíf og þarf ekki að óttast að mér sé hælt fyrir eitt eða neitt í þeim pappír. Ég er svo fegin að getað bloggað á moggablogginu bæði í góðu og í vondu skapi.

Guðríður þú mátt alls ekki hætta að skrifa! Vertu bara þú sjálf og þá nær bloggið tilgangi sínum. kær kveðja, Jónína Ben 

Jónína Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 17:05

22 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Mér finnst allt í lagi að einhver setji saman lista yfir þau blogg sem hann heldur að séu best (við vitum að það er ekki endilega samálit allra) en að setja saman lista yfir verstu blogginn er bara óþokkaskapur. Fólk bloggar af því að það hefur gaman af því og hvers vegna þarf að vera að særa það að óþörfu. Maður angrar engan með blogginu sínu (ef maður vill angra þá fer maður á bloggsíður annara og er með skítkast.)

VIðurkenni samt að ég vil gjarnan sjá þennan lista og af því að ég er í sömu stöðu og Hörður, Mannlíf fæst ekki í Kanada, þá verð ég að treysta á bloggvini mína til að fá íslenska slúðrið.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 5.9.2007 kl. 17:27

23 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Já við útlendingarnir verðu svo oft útundan í slúðrinu og alemnnilegum fréttum og erum oftast úti á túni í svona merkilegum umræðum eins og fara fram á síðum magasínanna íslensku.  Þurfum listann takk til að geta hneykslast og sopið hveljur með ykkur hinum.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 5.9.2007 kl. 17:53

24 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég veit auðvitað ekki um krakkana sem þú ert að kenna á tölvur Jónína en votta það hér að Vala hefur verið óþekkur bloggnemandi frá 6 ára aldri.  Henni hefur tekist að gera móður sína svo óvinsæla í bloggheimum, að hún læðist með veggjum (jeræt).  Ég vona að Dúa hafi ekki lykilorðið af málefnunum liggjandi á glámbekk (roðn) því þá endar hún sem alein kona.

Skrifað í fíflagangi og bríaríi ásamt dashi af svefngalsa "alvegaðlekaniðurúrþreytukall".

Smjúts 

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.9.2007 kl. 20:35

25 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hm.  meinti einkamálum.

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.9.2007 kl. 20:37

26 identicon

Magnað að lesa margt hér inni en ég sé að þegar ég er ekki inni á stjórnborðinu, skrifa svar fer svo inn á stjórnborðið kemur svarið mitt 3x!! Hvað er það sérfræðingar. Jú ég þarf víst ekki að kenna mínum börnum að blogga þau frekar mér en ég er í starfi sem kennari í skóla fyrir börn með miklar sérþarfir. Þau eru dugleg á tölvur og langar að læra að blogga. Held samt að ég sleppi því að reyna að kenna þeim það á föstudögum þegar allir eru uppgefnir. 

Ég skora á ykkur að kenna fötluðum, það er svo gríðarlega gefandi. Áður var ég með sérkennsluna í Breiðholtsskóla og það er gaman að sjá að einhverjir þaðan eru að gera það mjög gott í lífinu. Einn þeirra sem sagður var vonlaus er einn aðalmaðurinn í bankaútrásinni. Hann hefur stundum samband við mig og þakkar mér þolinmæðina.

Það er allt of fáir á Íslandi sem eru í sjálfboðavinnu inn í svona skólum og stofnunum. Getum við stelpurnar ekki ýtt undir það t.d. ? Staðið saman um að rétta hjálparhönd minnimáttar börnum ?

Dúa ég fíla ekki húmorinn þinn. Sorrý! 

Jónína Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 21:15

27 Smámynd: Þröstur Unnar

What Jónína......Dúa er aðal húmoristinn okkar hér

Svo erum við ekki "allar" stelpur.

Þröstur Unnar, 5.9.2007 kl. 21:20

28 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jónína, ég get nú ekki orða bundist án þess að ég ætli að fara að eiga einhver samskipti við þig hér að ráði inni á annara manna bloggsíðum.  Þú ert dugleg að koma með komment hefur gert það hjá mér en þú veitir öðrum ekki þann möguleika á þinni síðu.  Mér finnst þetta ekki mjög lýðræðislegt hjá þér mín kæra og hvað varðar hana Dúu, þá finnst mér hún með skemmtilegri konum.  Illa upp alin, en skemmileg.  

Úje 

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.9.2007 kl. 21:27

29 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Maður fer í sakleysi sínu í matarboð og það bara verður allt vitlaust! Best að blogga um matarboðið og athuga hvort það komi ekki krassandi umræður í kjölfarið!

Guðríður Haraldsdóttir, 5.9.2007 kl. 21:32

30 Smámynd: Jens Guð

  Af því að Dúa er umræðuefnið hér þá játa ég að það tók mig dálítinn tíma að ná húmornum hennar.  Það er þannig stíll á honum.  Framan af hélt ég að konan væri hálf vönkuð.  En einn góðan veðurdag opnuðust mér allar gáttir himins og ég fattaði húmorinn hennar.  Eftir það þykir mér Dúa vera snilld. 

Jens Guð, 5.9.2007 kl. 21:38

31 Smámynd: Halla Rut

Ha Nú

Halla Rut , 5.9.2007 kl. 21:43

32 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Gurrí ég var að bilast úr hlátri við tilhugsunina um þig, blásaklausa í matarboði og við farandi hamförum hér.  ROFL hvað mér fannst það skemmtilegt en ég er nottla biluð.  Ég fatta ekkert hvað vélstýran er að meina með mannlífsbloggarana, en það kemur auðvitað til af því að ég er ekki búin að sjá fokkings snepilinn.

Jens, þú ert krútt og snilld, loksins þegar ég fattaði ÞIG

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.9.2007 kl. 21:48

33 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Hehhehe, ég mun borða við tölvuna hér eftir, ekki spurning!

Guðríður Haraldsdóttir, 5.9.2007 kl. 22:44

34 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Já, mikið er lífið skemmtilegt guðríður, en ef þú í alvöru byrjar á kaffidrykkju með afgangaáti frá afmæli yfir tölvunni, þá spái ég henni óvægu andláti vegna klísturs og annara krambúleringa!

En ég kom inn fyrr í kvöld og skrifaði fína athugasend, en þá gerðist það sem gerist aldrei hér, netþjónsvilla gerði vart við sig! En eitt man ég úr færslunni, að það væri nú ljótt af Guðmundi að koma svona upp um kvinnuna sína!

Magnús Geir Guðmundsson, 5.9.2007 kl. 23:45

35 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Það væri gaman að sjá þennan lista, ætlar þú að setja hann herna upp Gurrí? 

Marta B Helgadóttir, 6.9.2007 kl. 00:04

36 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Ef maður finnur enga skemmtilega bloggfærslu getur amk alltaf skemmt sér yfir kommentunum!!

Jónína fílar ekki Dúu-húmor! Bömmer

Heiða B. Heiðars, 6.9.2007 kl. 11:20

37 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Ég keypti Mannlíf eftir að hafa gluggað aðeins í það í sjoppu, bara þrælgott blað en ég vildi óska að allir bloggarar læsu ritstjórnargrein Þórarins Þórarinssonar "Orðræða vitleysinganna", en ég er ekki að tala um þig Gurrý eða alla sem hafa kommenterað hér.

En þar sem ég vinn ekki á blaðinu, né þekki nokkra einustu sálu á því blaði, á ekki hlutabréf í útgáfunni, hef ekki einu sinni tekið í höndina á ritstjóranum og á engra hagsmuna að gæta, segi ég bara alveg ókeypis (eða í boði einhvers); kíkið á leiðarann og hvetjið aðra bloggara til að lesa hann.

Benedikt Halldórsson, 6.9.2007 kl. 16:50

38 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Svakalega er mikið fjör hérna, eins og gott eldhúspartý (en reyklaust)  

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 6.9.2007 kl. 17:03

39 Smámynd: Jens Guð

  Það er eitt varðandi umfjöllun um bloggara.  Það er þegar fjallað er um bloggara eins og þeir séu einsleitur hópur.  Bloggarar eru jafn ólíkir og nálgun þeirra jafn ólík og þverskurður þjóðfélagsins.

  Blogg sumra er þeirra dagbók.  Þeir blogga um það sem á dag hvern drífur.  Segja frá sér og sínum nánustu. 

  Aðrir blogga um pólitík.

  Enn aðrir safna bröndurum.  Birta 1 - 2 brandara á dag.

  Sumir safna myndböndum af Youtube.  Birta 1 - 2 myndbönd á dag.

  Sumir semja eina vísu á dag og birta hana á blogginu.

  Þannig mætti áfram telja. 

Jens Guð, 7.9.2007 kl. 08:22

40 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

... og sumir bulla eins og ég

Gunnar Helgi Eysteinsson, 7.9.2007 kl. 18:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 88
  • Sl. sólarhring: 225
  • Sl. viku: 1404
  • Frá upphafi: 1460303

Annað

  • Innlit í dag: 80
  • Innlit sl. viku: 1115
  • Gestir í dag: 79
  • IP-tölur í dag: 75

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Fótapláss ekkert
  • Facebookvinátta
  • Fótapláss ekkert

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband