Matarboð ... og listinn sjálfur

AðalrétturMatarboðið í kvöld var hjá sjöunda besta bloggara landsins, skv. nýjasta Mannlífi. Nú hugsa eflaust margir, úps, var hún hjá Stefáni Pálssyni, Jónasi Kristjánssyni, Agli Helga eða kannski Mengellu? Onei, það var hjá Nönnu, einu sönnu Nönnu Rögnvaldardóttur, þeirri sem gerði þriðja hvern dönskustíl fyrir mig í landsprófi á Króknum í gamla daga og ég má teljast heppin að hafa ekki verið sett í sálfræðimat fyrir bragðið. Alltaf gaman að rugla góða dönskukennara í ríminu.  

Himnaríki 261Það var þríréttað sem telst ekki til tíðinda á Grettisgötunni, ég hef heyrt af sjörétta veislum þar á bæ, svo ekki sé minnst á Þorláksmessuboðin landsfrægu. Hilda systir segir margt um jólin, enda mikil jólastelpa, og eitt af því er að það komi engin jól nema hafa farið í boðið til Nönnu á Þorláksmessu. Lagt var fínt á borð og ekkert verið að spara silfrið. Fyrst kom einstaklega góður forréttur sem var í hráskinka, grænmeti, furuhnetur og sósa. Aðalréttur var skötuselur og bleikja, steikt með portobellosveppum og borið fram með sætkartöflumús. Í eftirrétt var heimalagaður ís með saftsósu. Maturinn var æðislegur og kvöldstundin mjög skemmtileg kvöldstund. Nanna hló að mér þegar ég fór út á svalir í smók því að ég sogaði að mér í leiðinni andrúmsloftinu í miðbænum. Er komin á þá skoðun að annað hvort vilji ég búa niðri í bæ eða á Akranesi. Sama hamingjan. Nanna tók undir það. Hentugt hvað Nanna býr nálægt Hlemmi svo að ég náði Mosóstrætó (15) á réttum tíma og fannst ekki mjög leiðinlegt þegar ég sá Tomma undir stýri á Skagastrætó, enda varð ferðin heim bara skemmtileg.

Jæja, hér kemur listinn yfir bloggarana, skv. Mannlífi og birt handa þeim sem búa í útlöndum, hinir mega helst ekki lesa.

Bestu bloggararnir:
1. Mengella
2. Stefán Pálsson
3. Jónas Kristjánsson
4. Henry Birgir Gunnarsson (Bolur djöfull)
5. Ármann Jakobsson
6. Eiríkur Örn Norðdal
7. Nanna Rögnvaldardóttir
8. Pétur Gunnarsson
9. Hnakkus
10. Arna Schram

Verstu bloggararnir:
1. Stefán Friðrik Stefánsson
2. Ellý Ármanns
3 Jón Axel Ólafsson
4. Egill Helgason
5. Steingrímur S. Ólafsson
6. Jónína Ben.
7. Björn Ingi Hrafnsson
8. Sóley Tómasdóttir
9. Katrín Anna Guðmundsdóttir
10. Jón Valur Jensson

Þetta er bara hrár listinn, greinin sjálf er upp á fjórar síður.

Ég er ekki sammála öllu þarna, það vantar marga góða bloggara inn á efri listann og nokkrum er ofaukið á hinum.  Vona að ég hafi svalað forvitni útlendinganna minna. Þeir verða að fá að vera með.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fjóla Æ.

mmmm frábær matseðill. Þarf að fara að finna tilefni til að halda svona flott matarboð fljótlega. Þarf kannski ekki tilefni?

Þar sem ég er ekki í útlöndu, ekki einu sinni í Vestmannaeyjum ætla ég að láta sem ég hafi ekki séð bloggvinsældalistann úr Mannlífi og sekk mér niður í nýjustu Vikuna.

Fjóla Æ., 5.9.2007 kl. 22:52

2 Smámynd: Þröstur Unnar

Sá ekkert nema matinn, glæsilegt kvöld hjá þér.

En held að það séu 20 prentvillur þarna.

Þröstur Unnar, 5.9.2007 kl. 22:54

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég þekki ekki þetta fólk, mestan part.  Svo finnst mér brjálæðislega fyndið að Bolur skuli vera á bestubloggaralistanum.  Maðurinn fréttabloggaði út í eitt, með stuttum setningum.  ROFL

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.9.2007 kl. 22:54

4 Smámynd: Þröstur Unnar

Meina í lsitanum sem ég sá ekki.............

Þröstur Unnar, 5.9.2007 kl. 22:55

5 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Henry Birgir bloggar á Vísisblogginu um íþróttir. Gat ekki stillt mig um að skamma hann óbeint, þetta krútt.

Guðríður Haraldsdóttir, 5.9.2007 kl. 22:56

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Vá hvað þetta er girnilegur matur.  Hefði gjarnan viljað gúffa þessu í mig.

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.9.2007 kl. 22:56

7 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Hann var líka ansi góður! Eiginlega alveg rosalega góður! Nanna er snillingur!

Guðríður Haraldsdóttir, 5.9.2007 kl. 22:59

8 Smámynd: Ólöf Anna

mmmm girnilegt.

 Ekki að ég taki það nærri mér hver er á þessum listum en mikið rosalega leiðist mér svona listar.Finnst þeir svo hrokafullir og segja meira um manneskjuna sem skrifar þá og blaðið sem vill birta þá en innihaldið. Finnst þetta ekki góð blaðamennska. Er viss um að greinin er líka yfirborðskennd mundi ekki vekja áhuga minn eða löngun til að lesa þetta þar sem listin er örugglega feitletraður og áberandi líka.

Fúff vona að ég móðgi engan.

Ólöf Anna , 5.9.2007 kl. 22:59

9 identicon

Ég bý í útlöndum og þú og Jens Guð eruð alltaf fyrst á morgunrúntinum, svona ásamt mogganum.  Blæs á alla hina, þið eruð best!

Edda (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 23:06

10 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Asnar að hafa þig ekki þarna með!!! Hvaða snillingar settu saman þennan lista???

Og út frá hverju??? En mikið trú ég að þú hafir notið matarins!!!!! Jummí nammí!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 5.9.2007 kl. 23:11

11 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Svona listar ... sammála þér Ólöf, það er ákveðinn hroki að setja saman eitthvað svona. Það er líka smekksatriði hvað fólk vill lesa, sum bloggin á óvinsældalistanum fá mjög margar heimsóknir sem segir helling. Tek það fram að ég birti þetta bara fyrir "útlendingana" okkar, þeir hafa ekki kost á því að sjá þetta annars. Ég hef alla tíð óttast að lenda á listum ... t.d. yfir verst klæddu konur landsins, er sem betur fer ekki nógu fræg eða grönn til þess. Ég er trygglynd að eðlisfari og hendi þ.a.l. ekkert fötum sem enn er hægt að ganga í. Undantekning var þó snjóþvegnar gallabuxur einu sinni. 

Guðríður Haraldsdóttir, 5.9.2007 kl. 23:19

12 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Snjóþvegnar, voru þær ekki steinþvegnar?  Dem, er orðið svona langt síðan?

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.9.2007 kl. 23:25

13 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Já, þetta eru asnar Guðjón, eh, ég meina Gurrí!

Um þennan listaleik segi ég annars ekki eitt einasta orð!

En voruð þið vinkonurnar annars að spjalla eitthvað skemmtilegt eða skipuleggja, svona mitt í "Smókum og smjatti"!?

Magnús Geir Guðmundsson, 5.9.2007 kl. 23:27

14 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

hahaHAHAHA, sjáið þið ekki moggabloggs/ekkimoggabloggsskiptinguna þarna. Djöfull er ég annars (að mestu leyti) sammála þessum listum. Nanna hefði samt mátt vera talsvert ofar.

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 5.9.2007 kl. 23:59

15 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ég vil vera á lista Gurrí  Bara any lista. Put me on a lista

Jóna Á. Gísladóttir, 6.9.2007 kl. 00:02

16 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Takk takk kæra Gurrí. Ég held að Hildigunnur komi með góðan punkt. Það er greinilega skipting þarna.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 6.9.2007 kl. 00:15

17 Smámynd: Svava S. Steinars

Mmmmm, mikið vildi ég að ég þekkti Nönnu Rögnvaldar og gæti komið í Þorláksmessuveisluna.  Öfunda þig líka af þessari veislu.  Yummy ! 

Svava S. Steinars, 6.9.2007 kl. 02:35

18 Smámynd: Gísli Ásgeirsson

Svona listar eru álíka marktækir og þeir sem settu þá saman. Persónuleg óvild ræður ferðinni við tilnefningu þeirra verstu.  Ég hef meiri áhuga á að vita hverjir útbjuggu þennan lista.

Gísli Ásgeirsson, 6.9.2007 kl. 07:41

19 Smámynd: www.zordis.com

Þetta er nú bara krúttlegt blaðaefni .....   Girnilegt matarboð, eiginlega kvik"YNDISLEG" færsla hjá þér FRÚ Gurrí .....

www.zordis.com, 6.9.2007 kl. 09:03

20 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Mér finnst svona listar svo skemmtilegir! Finnst þessir skemmtilegir og ég er bara ferlega sátt við valið :)

Heiða B. Heiðars, 6.9.2007 kl. 13:07

21 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Svava S, farðu bara að lesa Nönnu og kommenta, þá þekkirðu hana nógu vel. Öllum lesendum boðið í þorláksmessuveislu, þannig kynntist ég einmitt Nönnu. (Nema þú lesir ekki út fyrir Moggabloggið : > )

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 6.9.2007 kl. 13:13

22 Smámynd: Ingibjörg Gunnarsdóttir

Ég játa mig með "óþroskaðan smekk" - er sek um að lesa blog "lélegu" bloggaranna - en hef aldrei svo mikið sem kíkt á góða listann. Það var gott að einhver benti mér á hvað ég er rugluð....... takk fyrir mig!

Ingibjörg Gunnarsdóttir, 6.9.2007 kl. 21:50

23 Smámynd: Halla Rut

Mér langar ekkert smá í þennan eftirrétt núna, nennir þú ekki að koma með hann?

Halla Rut , 6.9.2007 kl. 22:03

24 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Ekki málið, Halla Rut!

Þegar ég hef góðan tíma skrepp ég út fyrir Moggalandið og les mörg einstaklega skemmtileg blogg á öðrum blogglendum og verð að segja að það er ekkert mál að kommenta þar. Nennti aldrei að kommenta hjá fólki hjá mbl.blogginu fyrr en ég byrjaði að blogga sjálf, frekar fjandsamlegt kerfi fyrir utangarðsfólk. Að öðru leyti líður mér mjög vel hér, margt frábært fólk með góð blogg. Eiginlega of mörg. Ég er farin að vanrækja sjónvarpið ... og Harry Potter. 

Svona listar geta verið skemmtilegir en oft rætnir þegar talað er um leiðinleg blogg, ég skammast mín ekkert fyrir að segja að ég les blogg margra á vonda listanum mér til yndisauka! Og hana nú! Flissa líka oft yfir Hnakkusi og fannst Mengella fara á kostum í Lúkasarmálinu. 

Guðríður Haraldsdóttir, 6.9.2007 kl. 22:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 261
  • Sl. sólarhring: 382
  • Sl. viku: 2223
  • Frá upphafi: 1455926

Annað

  • Innlit í dag: 232
  • Innlit sl. viku: 1833
  • Gestir í dag: 224
  • IP-tölur í dag: 217

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ástarsaga
  • Sofandi köttur
  • 1. maí fyrir nokkrum árum

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband