Samsærið gegn Moggabloggurum ... og álitsgjafarnir sjö

BloggariFínar athugasemdir hafa komið við síðustu færslu um eineltið gegn Moggabloggurum, takk fyrir þær. Það fer vissulega í taugarnar á mörgum þegar fólk tengir við frétt hér á Moggabloggi og hefur engu við hana að bæta nema „fyndinni“ setningu á borð við: „Vá, maður!“Þau blogg gera verið verulega vond ... Fréttabloggarar eru þó ekki jafnfjölmennir og óvinurinn vill láta vera. Fjöldinn allur af frábærum og vel skrifandi bloggurum er hérna, leitið og þér munuð finna. Hvernig geta líka álit sjö persóna verið marktækt?

Á vonda lista Mannlífs eru Moggabloggarar í miklum meirihluta en enginn Moggabloggari kemst á góða listann. Hmmmm! Held að það sé bara heiður. Það er orðið grunsamlegt hvað Moggabloggið fer fyrir brjóstið á sumum, kannski af því að það er svo vinsælt. Ég kaus það sem eigið bloggumhverfi vegna þess að það er svo notendavænt og tölvubjánar á borð við mig geta sett inn myndir þar. Vélstýran hvatti mig líka óspart til að færa mig af blogcentral.is og ég sé ekki eftir því. (Það hefði þurft kjarneðlisfræðingsmenntun til að skella inn mynd.) Margt sem nýtur almannahylli fer fyrir brjósið á þeim sem þykjast vita best. Bókin Á hverfanda hveli naut t.d. svo mikilla vinsælda hjá almenningi að hún hlaut litla sem enga náð fyrir augum gagnrýnenda fyrir vikið, heyrði ég einhvers staðar.

Álitsgjafar Mannlífs voru: Andrés Jónsson framkvæmdastjóri, Jakob Bjarnar Grétarsson blaðamaður, Júlía Margrét Alexandersdóttir blaðamaður, Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir rithöfundur, Bolli Thoroddsen verkfræðinemi, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir forseti Skáksamb. Ísl., Helga Vala Helgadóttir lögfræðinemi.  

Ég var einn fjölmargra álitsgjafa fyrir Fréttablaðið á dögunum (þegar Hnakkus lenti í öðru sætinu) og sendi að sjálfsögðu vel ígrunduð, greindarleg, vel skrifuð, fyndin en kurteisleg komment með kjöri mínu á besta og versta bloggaranum. Þau voru auðvitað ekki birt, heldur bara þau sem sjokkera en það virðist vera það sem fólkið vill lesa. Finnst ekki ólíklegt að sama hafi verið í gangi hjá Mannlífi, mest krassandi kommentin birt. Það eru kannski ekki nema örfá atkvæði á bak við þann besta og þann "versta". Fjarri því marktækt. Æ, ég skil þetta ekki alveg. Aðsóknartölurnar hjá Stebba Fr. benda til þess að fólk kunni að meta það sem hann segir og hann hefur engan meitt með orðum sínum, það vinnur kannski gegn honum? Held að margir séu orðnir þreyttir á þessum árásum á Stebba. Ég hef t.d. ógurlega gaman af því að lesa "femínistabeljurnar" (sorrí, uppáhaldsorðið mitt) og get ekki verið meira ósammála álitsgjöfum um Katrínu Önnu og Sóleyju ... og fleira og fleira!

Jæja, þetta átti að vera fréttaskýringarblogg. Vona að mér hafi tekist vel upp, þið hakkið mig annars í ykkur í kommentakerfinu. Ég held að ég kunni að eyða kommentum. Hnegg, hnegg!

Góðan daginn, annars!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fjóla Æ.

Ekkio hægt að segja annað en þú sért frábær og miðað við þennan fína lista þá hefðir þú átt að vera á topp 10 yfir verstu bloggarana. Því þar eru þeir skemmtilegustu  að því er mér finnst. Ég hef auðvitað ekki blaðamannavit á þessum bloggum en ég veit hvað mér finnst skemmtilegt og hvað mér finnst minna skemmtilegt.

Fjóla Æ., 6.9.2007 kl. 08:49

2 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Ég sé að það eru þarna moggabloggarar sem álitsgjafar... Er hlutleysi mögulegt á Íslandi?

...ein fúl yfir að hafa ekki lent á listanum Haha!!!

Annars er ég ekki sammála þessum lista. Hnuss! Sammála þér um Sóleyju og Katrínu. Skemmtilegast samt að lesa öll fyndnu kommentin sem þær fá. Það er eins og margir sitji í launsátri til að drita á þær .

Laufey Ólafsdóttir, 6.9.2007 kl. 09:13

3 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

nei, veistu, allavega mín óbeit á moggablogginu hefur ekkert með það að gera hvað það er vinsælt heldur: hvað það er sjálfhverft, hvað það er erfitt að skilja eftir skilaboð ef maður er ekki sjálfur með síðu (aftur sjálfhverft - þú VERÐUR að vera með okkur, annars ertu ómark og það þarf að tékka á þér og hleypa í gegn í hvert skipti), það er ekki nokkur leið að rssvæða kommentin, síðan er lítt Safarivæn og fleira.

Klárt það er fullt af góðum og skemmtilegum skríbentum hér inni (enda les ég fullt af moggabloggum þó ég röfli stundum yfir því og detti ekki í hug að nota það sjálf) en hálfvitahlutfallið er líka óhemju hátt. Sést vel ef maður skoðar hverjir blogga um fréttir, ótrúlegustu hlutir sem sjást þar.

Sammála með Sóleyju og Katrínu Önnu, og sammála Önnu vélstýru með siðferðispostulann, hefði sjálf sett hann í þriðja sæti hinna vondu...

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 6.9.2007 kl. 09:55

4 Smámynd: Karl Tómasson

Ég mátti til gurrihar að skella þessari inn við þetta tækifæri.

Það er merkilegt að eiga vin án þess að hafa nokkru sinni séð viðkomandi eða heyrt. Verra er ef maður er skyndilega orðin bloggóvinur einhvers, svo ekki sé nú talað um ef það er allt á misskilningi byggt. Jafnvel misskilinn brandari sem maður áætlaði auðskiljanlegan og bráðfyndnan getur skyndilega gert mann að bloggóvini og maður fær ekki rönd við reyst.

Sumir bloggarar eru skammaðir alveg lifandi býsn fyrir það setja athugasemdir við fréttablogg sem eru t.d. bara, frábært, ótrúleg lesning, þvílíkt og annað eins. Ég ætla svo sem ekkert að leggja mat mitt á slíkar athugasemdir, enda er mér nokk sama.

Ég er hræddur um að ég myndi seint agnúast út í einhvern bloggara sem kæmi reglulega inn á mína síðu og segði eftir hverja færslu, frábært, frábær lesning, ótrúlegur penni, þvílík skrif.

Sá hinn sami væri sannur bloggvinur minn.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.

Karl Tómasson, 6.9.2007 kl. 10:18

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gaman að þessari úttekt hjá þér Guðríður.  Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki lesið þessa umfjöllun, og gerið það sennilega ekki.  Mér finnst ágætt að hafa bara mína skoðun á þessu bloggi.  Mér líkar vel að vera hér.  Og ég vildi ekki missa af því fólki sem ég hef kynnst hér, bæði eru þar bloggvinir og aðrir sem ég fylgist með.  Það skiptir mig mestu máli og þess vegna er ég hér.  Þetta er líka svona mótvægi við Málefnin.com.  Meðan hér er notalegt að vera, þá eru Málefnin áskorun, sem ég hef líka gaman af að takast á við.  Þessir tveir netmiðlar nægja mér alveg, með mínu daglega lífi.  Hvað öðrum finnst um þá kemur mér ekki við.  En mér þykir vænt um þá báða og fólkið sem þar er, hvert á sinn hátt. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.9.2007 kl. 10:29

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.9.2007 kl. 10:54

7 Smámynd: Heiða  Þórðar

Gæti nánast ekki verið meira sammála sko.....en sumir eru asssk. flottir á því einsog hún trítla þarna uppi syngjandi útí bláinn.....

Heiða Þórðar, 6.9.2007 kl. 10:57

8 identicon

Ég verð að vera sammála Karli.. af hverju er fólk að láta annarra manna fréttablogg fara í taugarnar á sér?? Hvað er það?... ég skil það ekki. Líti nú bara hver í sinn eigin barm og taki sér smá Zen hugleiðslu.. það er ekki annarra sök ef ég er pirruð..

 jæja.. en mikið er nú þetta annars skemmtileg síða hjá þér Guðríður.. maður dettur alveg í að lesa allt hérna.. og það þarf mikið til á mínum bæ

Björg F (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 11:15

9 identicon

Mér finnst þetta bara fyndið.  Mengella besti bloggarinn???? LOL hvaða vitleysa er þetta eiginlega ??

Guðrún B. (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 12:08

10 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Mengella er æði. Ójá. Á titilinn vel skilinn.

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 6.9.2007 kl. 13:01

11 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Anna, einhver api, voru ekki allavega tveir apar þarna, annar nafngreindur og hinn ekki? (og nú undanskil ég Jón Val, þar sem hann náttúrlega er ekkert skyldur öpum)

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 6.9.2007 kl. 13:05

12 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Mér finnst fínt að moggabloggarar nái ekki inn á lista yfir tíu bestu.... ekki sanngjarnt gagnvart hinum bloggsvæðunum. Það er einu sinni svo, með örfáum undantekningum, að bestu bloggararnir eru hérna. Þess vegna er ég fullkomlega sátt við listann:)

Heiða B. Heiðars, 6.9.2007 kl. 13:26

13 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

assskoti hefurðu lent í finni veislu hjá henni frú Nönnu.Uppáhaldsbókin mín er rendar skrifuð af henni (matreiðslubók Nönnu) er reynda aðeins of þung til að kippa henni með upp í rúm, sko bókin ekki Nanna, efast um að ég næði henni upp í til mín hehehehee

En þessi listi yfir bloggara sínum augum lítur hver á silfrið og ekkert nema gott um það að segja. Mér finnst alltaf OFURskemmtilegt að koma hingað inn og lesa þínar færslur Gurrí, bjarga oft deginum .

Já  GÓÐAN DAG mín kæra

Guðrún Jóhannesdóttir, 6.9.2007 kl. 13:32

14 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

http://mengella.blogspot.com/ Hér er sigurvegarinn Mengella, þurfti að gúggla til að finna hann, hann er ekki bloggvinir þeirra sem ég hélt að hann væri nema hann gangi undir öðru nafni líka. Förum ÖLL að skrifa svona texta og sjáum þá hvernig næsti listi kemur til með að líta út.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 6.9.2007 kl. 13:35

15 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

sko, að vita ekki af Mengellu sýnir sjálfhverfu Moggabloggs í hnotskurn ;)

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 6.9.2007 kl. 17:09

16 Smámynd: Benedikt Halldórsson

þessi Mangela er mögnuð.

Benedikt Halldórsson, 6.9.2007 kl. 17:15

17 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Æi, mér finnst nú Mengella (sem reyndar er ekki kona) reyna of mikið að hneyksla, með skrifum sínum um "rottur í kvenmynd", "kynvillinga", "erfðafræðileg úrhrök", þroskahefta, "tilfinningarúnkhórur" o.s.frv.

Svolítið bernskt. Ég er ekki hissa á því að einhver eins og Jakob Bjarnar fíli þetta, en ég hélt að a.m.k. sumir af hinum hefðu betri smekk en þetta.

Svala Jónsdóttir, 6.9.2007 kl. 17:32

18 Smámynd: halkatla

svona heyrði ég mann tjá sig í útvarpinu um daginn, hann var kynntur sem frægur bloggari en ég kannaðist ekkert við nafnið; "já það eru nú allir farnir að blogga, og verst er hvað það er mikið drasl þarna inná milli, meirihlutinn er bara eitthvað rugl, en ég fer bara á minn bloggrúnt á hverjum degi og kíki á þá sem eru skemmtilegir og vandaðir, það eru svona 10-12 sem ég skoða reglulega og það eru allt góðir bloggarar"

 þetta er ekki orðrétt, en nærri lagi. Hann orðaði þetta á eitthvað svo fyndinn hátt.

ég gat ekki annað en vorkennt manngreyinu eftir þessa yfirlýsingu, hver svo sem hann er

halkatla, 6.9.2007 kl. 17:50

19 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Mér finnst þessi Mengella fyrst og fremst andstyggileg. Og ég gútera það ekki að það sé nokkuð betra að vera andstyggilegur á bloggi en í samskiptum milli fólks. Það er reyndar einkenni á bloggi að hranaskapur og hálfgerður kvikindisháttur er mjög vinsæll þar. Sem sést best á vali þessara álitsgjafa að skipa henni fremst. Ég myndi skipa Mengellu og þess konar bloggi neðst á alla lista.    

Sigurður Þór Guðjónsson, 6.9.2007 kl. 18:36

20 Smámynd: Elín Arnar

Fjórar konur álitsgjafara og ekki fleiri konur sem komast á lista!!!! Mér finnst það skandall

Elín Arnar, 6.9.2007 kl. 20:19

21 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég segi mína skoðun og mér er alveg sama hvað eða hver segir og hana nú.Mér gæti ekki veri sama.

Kristín Katla Árnadóttir, 6.9.2007 kl. 20:55

22 Smámynd: Þröstur Unnar

Nenni ekki að spá í þetta vinsældarkapphalup, verð hvort sem aldrei fyrstur.

Hentirðu fyrra kommentinu mínu.

Þröstur Unnar, 6.9.2007 kl. 20:59

23 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Þröstur minn, ég hef aldrei hent kommenti og myndi aldrei fleygja kommenti frá þér, kommon, þú ert nágranni minn! Þú hefur kannski gert gáfulega og skemmtilega athugasemd við aðra færslu?

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 6.9.2007 kl. 21:44

24 Smámynd: Þröstur Unnar

Sorrý....hún hefur líklega aldrei farið af stað þarna uppeftir.

Þröstur Unnar, 6.9.2007 kl. 22:10

25 Smámynd: Jens Guð

  Þröstur,  það er stundum einhver galli í kerfinu sem eyðir athugasemdum.  Það gerist þannig að maður sendir "kommentið" inn og sér að það birtist eins og það sé komið í gegn.  En í raun nær það aldrei að birtast á síðunni sem það á að birtast á.

  Ég hef lent í þessu sjálfur þegar ég "kommentera" hjá öðrum.  Ekki oft.  En kannski tvisvar eða þrisvar.  Einnig hefur fólk lent í þessu sem "kommenterar" á mitt blogg. 

Jens Guð, 7.9.2007 kl. 10:39

26 identicon

Mér er algerlega saman um svona lista enda eru vinsældir og eða svona kosning engin marktækur mælikvarði á eitt né neitt að mínu mati.
Eina sem ég er fúll yfir er að mbl.is útilokar mig og aðra frá því að birtast á forsíðu eða á header á bloggyfirliti, það er bara ekki sangjarnt að menn séu útilokaðir og eða að öðrum sé hampað fram yfir aðra á yfirliti.
Skamm skamm mbl.is

DoctorE (IP-tala skráð) 8.9.2007 kl. 14:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 57
  • Sl. viku: 636
  • Frá upphafi: 1505989

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 513
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband