8.9.2007 | 23:34
Eva frænka hittir Arvo Pärt og Mick Jagger borðar skyr í Æðey
Skrapp í Skrúðgarðinn snemma kvölds. Þóttist vita að 59-árgangurinn væri horfinn þaðan og heim til Huldu. Það var ekki alls kostar rétt því að góðglaður og alveg sæmilega huggulegur maður var þarna að leita að hópnum sínum. Maðurinn horfði ástaraugum á mig þegar ég gekk inn og ég hélt að hann ætlaði að kyssa mig. Hilda, sagði hann með nautnalegri svefnherbergisröddu. Því miður var ég svo fljótfær að ég leiðrétti hann og sagði honum að við Hilda hefðum þótt afar líkar sem börn og þættum jafnvel enn. Við María sögðum honum síðan heimilisfangið hjá Huldu og hann fór út. Frétti nokkrum mínútum síðar að hann hefði hlammað sér inn í svarta sendiherrabílinn hennar Míu og sagt: Þær eru klikkaðar þessar kerlingar! Svo leit hann á Míu og fékk algjört áfall þar sem hann hafði sest upp í rangan bíl, ruddist út og færði sig yfir í lítið svart Fíat-vaskafat sem var rétt fyrir framan. Svo er sagt að konur ruglist á bíltegundum. Á morgun ætla ég sko að hringja í Huldu og spyrja hver það var sem mætti um hálfsjöleytið til hennar. Mér þætti gaman að vita hvað það var sem við María sögðum sem fékk hann til að segja að við værum klikkaðar.
Mía bauð mér í mat og þetta var frábær kvöldstund. Matarboð fjögur kvöld í röð, keðjan má bara ekki slitna, hver býður á morgun? Ég valdi dinner-tónlistina, klassískan kórsöng (Ave verum corpus, Lacrimosa og þess háttar) og við borðuðum matinn að sjálfsögðu í hálfleik. Staðan var 1:0 fyrir Ísland. Við Sigþór mágur stóðum bæði upp, ég í smók og hann að eldhúsast eitthvað, akkúrat þegar íslenska markið var skorað. Við hefðum átt að vera stanslaust á ferðinni í kvöld, sorrí!
Mía greip með sér hráskinkubréf í búðinni þegar ég var að velja batteríin (í tækið sem varpar geislanum sem Jónas butler kemst ekki í gegnum) og þegar hún opnaði ísskápinn sá hún að Sigþór hafði keypt sams konar skinku: Oft eru dauð hjón lík, tautaði hún. Ég hélt að hún ætlaði að fara að segja mér krassandi hjónabandssögu en þá var þetta bara málsháttur eftir Sverri Stormsker.
Yfir matnum hljómaði unaðsleg tónlistin og þegar mjög tilfinningaríkt verk eftir Arvo Pärt hófst sagði Mía okkur frá því þegar Guðrún Eva, dóttir hennar, sat einu sinni í flugvél og fékk sæti óvænt við hliðina á þessu fræga tónskáldi. Eva frænka er líklega mesti aðdáandi tónskáldsins fyrr og síðar og sat stjörf alla leiðina, henni datt ekki í hug að yrða á dýrðina. Þetta minnir á söguna um það þegar Mick Jagger kom til Ísafjarðar og gekk beint í flasið á sýslumanninum, mesta aðdáandanum. Mick mætti reyndar líka út í Æðey þar sem kunningjafólk Míu var statt. Unglingspiltur sá Mick út um gluggann og sagði: Hva, er þetta Mick Jagger þarna úti? Það var bara sussað á drenginn fyrir þessa vitleysu þangað til Mick sjálfur gekk inn í eldhús. Uppi varð fótur og fit og fólkið ákvað að gefa honum að borða að gömlum og góðum sið, auðvitað eitthvað þjóðlegt. Skyr varð fyrir valinu. Hvernig fannst þér skyrið? spurði einhver. Áhugavert, svaraði Jaggerinn, upp á ensku. Hann sagði víst ekki mikið meira. Það virðist vera eitthvert lögmál í gangi þegar svona gerist. Nú veit ég að Radiohead menn mæta einhvern daginn í Skagastrætó, ja, eða Mozart!
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Matur og drykkur, Tónlist, Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 211
- Sl. sólarhring: 342
- Sl. viku: 903
- Frá upphafi: 1505910
Annað
- Innlit í dag: 170
- Innlit sl. viku: 736
- Gestir í dag: 163
- IP-tölur í dag: 157
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Mér heyrist á þessari fjölskyldulýsingu að Eva frænka þín hafi leigt hjá mér í fyrra og hún gerir það líklega aftur í vetur. Fyndið hvernig maður einhvern veginn tengist öllum hér á landi .
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir, 8.9.2007 kl. 23:49
Góða nótt, fræga kona.
Ásdís Sigurðardóttir, 8.9.2007 kl. 23:54
Hhehehe, rosa fræg já ... að þekkja fólk sem þekkir fólk sem hitti Jagger.
Heimurinn er greinilega mjög lítill, Þuríður, og þetta er skemmtileg tilviljun!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 8.9.2007 kl. 23:57
... og góða nótt, Ásdís mín og allir hinir!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 8.9.2007 kl. 23:58
Þetta með að Mick hafi gengið í flasið á sýslumanninum. Jú, ekki alveg rangt. Fréttaritari útvarpsins á Vestfjörðum, Finnbogi (man ekki hvers son), sá Mick væflast á reiðhjóli fyrir utan gluggann hjá sér. Hann hringdi í sýsló sem brá við skjótt og heilsaði upp á ædolið sitt.
Hitt var spaugilegra þegar Mick var dreginn inn á eitthvert safn á Íslafirði sem Jón Páll Sigurpálsson veitir forstöðu. Jón er bekkjarbróðir okkar Jóns Steinars úr MHÍ. Kontrabassaleikari sem var í Diabolus in Musica. Hann fyrirlítur poppmúsík og fylgist ekkert með poppinu. Hann er djassgeggjari og það var oft gaman að ræða við hann um djass. Ég var rétt að byrja að hlusta á djass þegar við kynntumst. Ég var samt uppteknari af rokkinu. Þegar ég leiddi tal að rokki þá bara fussaði í Jóni og hann var alveg úti á þekju hvort sem ég færði tal að Bítlum eða Stóns.
Mikið þótti mér það vera í góðu samræmi við þetta þegar mér var sagt frá því að Mick sýndi safni Jóns áhuga. Ræddi við hann af góðri þekkingu um eitt og annað sem að safninu snéri. Eftir langt spjall og vangaveltur spurði Jón: "Ert þú fornmunafræðingur eða sagnfræðingur?"
Mick varð víst orðfall við þessa einlægu spurningu Jóns. Jón varð jafn hissa á því hvað viðmælandinn varð vandræðalegur stamandi út úr sér að hann væri bara tónlistarmaður. Síðar var Jón upplýstur um hver maðurinn var. En Jóni þótti lítið til koma og var litlu nær. Jú, kannaðist að vísu við að hafa heyrt nafn þessarar ómerkilegu útlendu hljómsveitar nefnt. En hafði jafn lítinn áhuga á henni fyrir því. Hélt bara áfram að totta sína pípu og vildi ræða eitthvað áhugaverðara.
Jens Guð, 9.9.2007 kl. 00:13
Dýrleg saga og bráðfyndin þar sem Jagger er einn allra frægasti poppari í heimi!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 9.9.2007 kl. 00:16
Djö töff að halda kúlinu þegar maður hittir ædolið. Ég bíð eftir að lenda í strætó eða á læknastofu með hm.. (allir mínir uppáhalds dauðir eða hvað?) Keith, já Keith það væri grúví.
Jenný Anna Baldursdóttir, 9.9.2007 kl. 00:28
Er ekki umtalaður fyrrverandi sýslumaður á Ísafirði núverandi þvagleggjari á Selfossi?
Ég sat einu sinni á hótelbar á hóteli í London og á þar næsta borði sat Nigel Hawthorne. Ég fór ekki og talaði við hann. Hann var náttúrulega frábær í "Já, ráðherra" og "Já, forsætisráðherra", en samt ég fékk nú ekki af mér að trufla hann með einhverju eins og "há dú jú læk æsland" enda ekki viðeigandi í Englandi.
krossgata, 9.9.2007 kl. 02:05
júbb, þvagleggjarinn, einmitt.
En Gurrí, við erum samt enn frægari, þar sem við þekkjum sko fólk sem hitti Jaggerinn og þá alla. Þarf ekki aukaliðinn...
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 9.9.2007 kl. 23:28
Af því að ég fór að segja þessa sögu af samskiptum Jóns Páls og Micks Jaggers. Sem að mér þykir alveg milljón og til samræmis við mín kynni af Jóni Páli. Þeim frábæra djassgeggjara með algjöru og fölskvulausu fyrirlitningu á poppi og rokki. Tottandi sína pípu grandalaus um að hann var að ræða við eina frægustu rokkstjörnu heims.
Fyrir kannski 15 árum eða svo kom Julian Lennon, sonur Johns Lennons, til Hótel Selfoss. Hann var þá að dinglast með ástralskri söngkonu og leikkonu, Kylie Minogue (eflaust er ég að stafsetja nafn hennar vitlaust). Þau tóku loforð af starfsfólki hótelsins að halda leyndri dvöl þeirra þar. Þau sátu að sumbli um nóttina. Sváfu síðan allan daginn.
Seint um kvöld vöknuðu þau og keyptu sér mat í matsalnum. Þá var að hefjast þar dansleikur með hljómsveitinni Karma. Þau voru með sólgleraugu til að þekkjast ekki. Sem að var kjánalegt klukkan 11 eða 12 að kvöldi.
Karma var að spila "cover" lög eftir Deep Purple, Led Zeppelin og Uriah Heep. Svo vatt hljómsveitin sér í Bítlalagið Day Tripper. Það lag hefur síendurtekið gítar "intró" áður en að kemur að söng. Þetta er eina "cover" lagið sem Julian hefur fast á sinni efnisskrá.
Um leið og kom að söngkaflanum þá stökk Julian upp á svið og ætlaði að afgreiða sönginn. Labbi, söngvari Karma, þekkti eðlilega ekki þennan sólgleraugnaglám. Skellti honum í snatri með hælkróki fram af sviðinu. Hélt að þarna færi fyllibytta með leiðindi. Julian kallinn flaug fram af sviðinu og beint á hausinn út á gólf. Þaðan hljóp hann upp í herbergi sitt. Sem hann yfirgaf daginn eftir.
Síðar voru liðsmenn Karma upplýstir um að Labbi hafi afgreitt Julian Lennon á þennan hátt. Með tilheyrandi eftirsjá. Dansleikurinn var víst tekinn upp á myndband. Meðál annars þetta atriði. Það hefði verið gaman upp á ferisskrá Karma að hafa tekið lagið með Julian lennon.
Jens Guð, 10.9.2007 kl. 02:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.