Pælingar og spælingar

Þyrnirós sefur útÞað hafa ekki fyrr birst fréttir af því að það sé meinhollt að sofa út þegar fótaferðartíminn í himnaríki verður um tveimur tímum fyrr en vanalega um helgar. Hingað til hef ég getað stært mig af því að breytast í eðlilega b-manneskju strax á föstudagskvöldum og sofa til hádegis á laugardögum og sunnudögum. Skrýtna lífið hefst svo á mánudagsmorgni. Mér finnst ekki enn eðlilegt að vakna kl. 6.15 þótt mér takist það vissulega, kannski hef ég sofið yfir mig um klukkutíma tvisvar sinnum síðan snemma árs í fyrra, þó verið komin vel fyrir níu í vinnuna.

 

 

9. sept. 2007

Sól, fallegt veður og hávaði í öldunum klukkan tíu í morgun var reyndar hvetjandi til fótaferðar, svo og tilhugsunin um Formúlu 1 sem hefst á hádegi og ég vil ekki missa af. Ég þekki fólk sem telur það vera útsofelsi að vakna kl. átta á morgnana, það er óskiljanlegt og frekar hræðilegt, en vissulega fer þetta allt eftir því hvenær fólk tímir að fara að sofa. Ég er að sjálfsögðu að tala um fólk sem þarf ekki lengur að vakna til barna sinna. Það er eyðsla á góðu kvöldi að eyða því í rúminu, nema eitthvað spennandi sé þar, ég segi nú svona, og ég bíð spennt eftir því að sá tími komi að ég þurfi ekki mína 8-10 klukkutíma í svefn. Það er búið að segja mér í tíu ár að ég sé orðin svo gömul og nærsýnin hverfi skjótt en fjarsýni komi í staðinn, ég þurfi ekkert að sofa að ráði og fleira og fleira sem hljómar spennandi. Það bólar ekkert á þessu. Hér með auglýsi ég eftir þessum kostum! Ég hrópaði reyndar upp yfir mig af fögnuði þegar ég fór að finna fyrir stirðleika á morgnana og hugsaði að nú væri ég loksins að verða fullorðin en það var tekið frá mér um leið og Beta sjúkraþjálfari komst í málið. Eina sem ég finn fyrir og vekur reyndar hjá mér ugg er þessi gífurlega leti við að æsa mig yfir hlutunum. Ég nenni ekki einu sinni í trúarbragðadeilur á blogginu og þá er nú langt gengið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Var að vakna í þessum skrifuðu orðum og elska að sofa út.  Elska líka að drolla á kvöldin og fram á nótt.  Hehe en ég er offisíal gömul.

Sunnudagskveðjur

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.9.2007 kl. 11:52

2 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Ja, við erum í hárri elli, elskan miðað við 18 ára krakka, en ég geri ráð fyrir að níræð manneskja gæfi mikið fyrir að vera svona ung eins og við erum, þ.e.a.s. ef hún nennir að taka slaginn aftur.

Guðríður Haraldsdóttir, 9.9.2007 kl. 12:26

3 Smámynd: krossgata

Ég fæddist fjarsýn og fékk svo hina víðfrægu ellifjarsýni í fertugsafmælisgjöf.  Nú þarf ég að halda öllu sem ég les í alla vega armslengd frá mér.  *dæs*

krossgata, 9.9.2007 kl. 13:09

4 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Ég hlakka þá bara til fimmtugsafmælisins á næsta ári ef þetta er stórafmælisgjöf. Jesss! Það er svo hollt að rétta svona úr handleggjunum, gott fyrir blóðflæðið.

Guðríður Haraldsdóttir, 9.9.2007 kl. 13:18

5 Smámynd: HAKMO

mmmm að sofa út er bara æðislegt en það sem mér finnst best er þegar ég vakna snemma, lít á klukkuna, sný mér og sofna aftur. 

HAKMO, 9.9.2007 kl. 13:24

6 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Já, ég var svona alveg eins og þú í "gamla daga" (um síðustu helgi, ég vaknaði um tíu, eða ógisslega snemma, naut þess að sofna aftur og svaf til tvö!) 

Guðríður Haraldsdóttir, 9.9.2007 kl. 13:38

7 identicon

Ég bókstaflega elska þessa útsýnismynd sem fylgir færslunni. Er ekki bara slökkt á sjónvarpinu og horft á bíó út um gluggann á þínum bæ?? (svo er það þessi köttur, ég dýrk'ann)

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 9.9.2007 kl. 13:52

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég hef nú alltaf verið þessi b manneskja en ég gat nú samt unnið og sinnt börnunum fyrir því. Hef bara bætt mér svefnleysið upp síðustu árin eftir að ég varð að hætta að vinna úti. Það er mega gott að kúra, en eftir að verkirnir urðu svona daglegt brauð hjá mér þá fer ég oft snemma á fætur og legg mig svo bara aftur.  Eigðu góða strætó og vinnuviku.

Ásdís Sigurðardóttir, 9.9.2007 kl. 17:57

9 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Bæði gott að sofa út og sofa inn ...og þessi gluggamynd er djísús!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 9.9.2007 kl. 18:51

10 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Eigðu gott kvöld Gurrí mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 9.9.2007 kl. 21:20

11 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Ó, sömuleiðis, Katla mín. Útsýnið er eiginlega of gott til að gera það sem ég gerði í dag, Anna, en það var bara að glápa á DVD ... Er að fara að skrifa smá um myndirnar góðu!

Guðríður Haraldsdóttir, 9.9.2007 kl. 21:30

12 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Við sofum bara út þegar vinnumarkaðurinn þarf ekki lengur á okkur að halda Gurrí mín, og þá sofum við sko ÚT, meina út. Verðum útsofnar, úteygar, útskeifar og úthverfar. Og náttúrulega útúrskemmtilegar. Og þá skal sko drukkið kaffi og kannski smá Grand með...

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 9.9.2007 kl. 21:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 132
  • Sl. sólarhring: 288
  • Sl. viku: 1676
  • Frá upphafi: 1453835

Annað

  • Innlit í dag: 103
  • Innlit sl. viku: 1391
  • Gestir í dag: 100
  • IP-tölur í dag: 99

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Sven-Göran
  • Hálka
  • Sumardagurinn fyrsti 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband