Uppgangur á Skaganum og kvenfyrirlitning úti á Granda

Stóra blokkinÚtsýniðÉg er þakklát fyrir að hafa kíkt á gemsann minn í gærkvöldi þegar ég rétt mundi eftir að skella honum í hleðslu. Sá þá SMS frá elskunni henni Ástu: Verð á bíl, viltu far? Það var of síðla kvölds til að svara þannig að ég hringdi í hana í morgun og þáði farið. Beið niðri í gangi kl. 6.55 með latte í annarri og latte í hinni. Birkir þiggur ekki latte frá mér, heldur vill treina sér kaffigleðina þar til hann er kominn í vinnuna. Veit maðurinn ekki að sjúkrahúskaffi er ekki bara bráðdrepandi, heldur líka hryllilega vont? Það kemur í glærum plastpokum til að ekki sé hægt að rekja það og er notað til að grisja aðeins þetta lasna lið.

Ásta og Birkir (sönn ást) þáðu Moggann minn og DV með þakklæti þar sem LSH er ekki lengur með Morgunblaðið handa starfsfólki/sjúklingum. Sparnaður í gangi og eitthvað annað sem var tekið af líka, Ásta mundi ekki hvað það var. Held að það sé nafnið. Nú má bara segja Landspítali, ekki Landspítali háskólasjúkrahús. 

Sést í himnaríkiForeldrar Ástu voru að flytja í stóru blokkina á Skagaverslóðinni, sjá myndirnar að ofan. Þau eru á 6. hæð og Ásta segir að útsýnið sé gjörsamlega geggjað! Á myndinni hér til vinstri sést mögulega í himnaríki ef vel er gáð, blátt þak fyrir miðri mynd. Það er bara ein íbúð óseld í stóru blokkinnni sem segir mikið um uppganginn á Skaganum, allar dýru lóðirnar í Krosslandinu eru t.d. seldar og bæði raðhús og einbýlishús spretta upp eins og gorkúlur. Held að þetta hafi hafist þegar strætó byrjaði að ganga ... þótt Akranes sé ekkert úthverfi frá Reykjavík þá er fjarlægðin svo lítil. Mikið vona ég að Ásta drífi mig einhvern daginn í kaffi til foreldra sinna. Vona að þeim verði sama þótt ég hangi úti í glugga ... 

 

                   ------- ooo - O - ooo ----------

VeiðiMér finnst veiðarfærabúðarauglýsingin ömurleg og myndi ekki fara í þessa búð þótt ég fengi 99% afslátt af vöðlum og veiðistöngum. Sérstaklega eftir að ég sá yfirlætisleg svör eigandans í DV í dag þar sem honum finnst þetta bara sniðugt og segir að viðskiptavinunum finnist það líka. Ótrúlegt að nota hálfnakta konu til að auglýsa veiðistangir! Ég upplifði þetta sem algjöra fyrirlitningu og niðurlægingu! Hvernig á okkur að takast að ná jafnrétti á meðan litið er á okkur sem brjósta- og rassadillandi leikföng, bara til skrauts? Hvers konar karlrembuþjóðfélagi búum við í? Ég vil láta sekta búðareigandann fyrir kvenfyrirlitningu. Meira að segja "fornaldarlegt" þjóðfélag eins og Bandaríkin, þar sem dauðarefsingu er beitt, sýnir konum meiri virðingu. Þar þykir t.d. glæpsamlegt að áreita konur (og karla) kynferðislega á vinnustað og er hörð refsing við því en á Íslandi heyrist jafnvel í fólki: „Æ, hvað er kellingin að væla? Smáklíp í rassinn skaðar nú engan. Má hún ekki vera fegin að einhver líti við henni?“

By the way, Ásta fær ekki bílastyrk í vinnunni ... eins og Birkir!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk fyrir morgunskammtin og ég mun ekki kaupa veiðivörur framtíðarinnar í þessari örmu búð

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.9.2007 kl. 10:00

2 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Sammála elsku Gurrí mín, Þetta er gott innlegg.

Steingerður Steinarsdóttir, 10.9.2007 kl. 10:01

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hahaha ertu að tala um auglýsinguna með ungu stúlkunni standandi út í miðri á, glaðbeitt í ljósbláu bikiníi? Ég sprakk úr hlátri þegar ég sá þá auglýsingu. Látum vera ef hún hefði verið í vöðlum og brjóstahaldara í góða veðrinu. Annars veiði ég ekki en ég veit að árnar eru ekkert heitar og baðvænar þó að hásumar sé. Þetta er bara svo hallærislegt að það tekur því ekki að æsa sig yfir því.

Jóna Á. Gísladóttir, 10.9.2007 kl. 11:00

4 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Við verðum aldrei teknar alvarlega þegar svona dillibossaauglýsingar birtast athugasemdalaust.  Þetta er samt í aðra röndina fyndið, ég viðurkenni það alveg.  

Guðríður Haraldsdóttir, 10.9.2007 kl. 11:21

5 Smámynd: krossgata

Alltaf er ég að missa af heitustu auglýsingunum.  Þýðir það að ég verð að taka upp aukið sjónvarpsgláp?

En það er ljóst að þessi búðareigandi vill ekki konur sem viðskiptavini.  Hvenær kemur auglýsing af huggulegum karlmanni á sprellanum sem búið er að bíta á hjá?  Þá næ ég mér í veiðidellu umsvifalaust.

krossgata, 10.9.2007 kl. 11:26

6 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Hahahahah, snillingur! Þessi auglýsing hefur birst í blöðunum og á baksíðu DV sést hún og viðtal við eigandann með.

Guðríður Haraldsdóttir, 10.9.2007 kl. 11:53

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég hef nú ekki séð þessa auglýsingu, ef hún hefur verið í blöðunum þá hefur mér greinilega ekkert þó til hennar koma, allavega þá fyrirgef ég körlunum sem halda að stöng seljist betur með huggulegan kvenmann á endanum. Við erum jú flottara eintakið.

Ásdís Sigurðardóttir, 10.9.2007 kl. 16:06

8 Smámynd: Þröstur Unnar

Er búinn að bíða í 100 ár eftir að þetta blokkarskrímsli rísi, með það fyrir augum að laumast óséður upp á toppinn og skoða útsýnið. Rétt Gurrí það er ekki þverfótað fyrir húsbyggjendum hérna. Hvaðan kemur allt þetta lið?

Auglýsingin finnst mér flott mynd, en er ekki sammála að nota konulíkamann í þessum tilgangi, frekar en Jesú í xxxxauglýsingunni.

Þröstur Unnar, 10.9.2007 kl. 17:26

9 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég fann til með stönginni, held að einhverjir ættu nú að hafa samúð með misnotkun á blásaklausu veiðarfærinu þarna í þessari kvenrembuauglýsíngu.

S.

Steingrímur Helgason, 10.9.2007 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 47
  • Sl. sólarhring: 328
  • Sl. viku: 1840
  • Frá upphafi: 1460823

Annað

  • Innlit í dag: 46
  • Innlit sl. viku: 1503
  • Gestir í dag: 46
  • IP-tölur í dag: 45

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Jörgen Klopp
  • Opið hús kl. 17
  • Dýrheimar kaffihús

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband