15.9.2007 | 16:46
Borgarnes vs Akranes - stríð?
Sá bækling hjá Míu systur nýlega um alls kyns námskeið sem verða haldin á Vesturlandi í vetur.
Þótt ég sé í klíkunni (hélt ég) hjá nýbökuðu ömmunni í Borgarnesi og einum af skipuleggjendum þá sá ég að ekkert mósaíknámskeið verður haldið á Skaganum, bara í Borgarnesi! Hefði líka kosið indverskt matreiðslunámskeið, það verður líka í Borgarnesi. Hmmmm
Fátt eftir handa okkur Skagamönnum nema þá helst íslenska fyrir byrjendur! Tek það fram að ég fletti bæklingnum hratt, kannski leynist þarna kjarneðlisfræði í framkvæmd, lúdó fyrir lengra komna, gardínuhekl fyrir enn lengra komna, fiskeldi, fluguhnýtingar og annað spennandi, best að fá bæklinginn lánaðan hjá Míu. Hef eflaust fleygt mínum í ógáti.
------------------ 000 ---o-O-o---000 --------------------
Pólverjarnir eru farnir, rigningin fældi þá á brott (já, Þröstur). Annars rignir ekki í augnablikinu en bleytan gerði þeim erfitt fyrir að spartla, eða líma, eins og þeir kölluðu það. They will be back, þessar elskur. Nema Borgnesingar steli þeim af mér!
Ég komst að því í dag að pólsk tónlist er verulega skemmtileg. Kannski tilviljun ... en þegar svona dramatískur Opruh-legur umræðuþáttur á pólsku stöðinni hófst þá fóru strákarnir! Ekki þó fyrr en þröskuldurinn var silfurklæddur og búið að hylja svampinn undir svalaglugganum.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Menning og listir, Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 222
- Sl. viku: 640
- Frá upphafi: 1505931
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 515
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Sko Gurrí. Það hefur nefnilega borið soldið á því að Borgnesingar dulbúnir sem Pólverjar hafa herjað á Skagann, sérstaklega neðri Skaga, þar sem búa mestmegnis einstæðar mæður eða konur í sambýli með kisum, og boðið hina ýmsu aðstoð. Er alveg handviss um að þetta hafa ekki verið ekta Pólverjar, fyrst þeir flúðu nokkra rigningardropa.
Það er nóg af námskeiðum hér, á Skaganum. T.d er áformað að halda námskeið í skyrtustauningu, kaffilögun, þorskhausaþurrkun og dúkastrekkjun. Og svo má ég til með að minnast á kappleik í strandblaki kvenna sem stefnt er á að halda á langasandi þann 16 desember n.k. Skráning fer fram hjá Gísla bæjó. Þar keppa fiskverkakonur úr HB-Granda Akranesi og HB-Granda Reykjavík. Það lið sem vinnur fær að ráða hvort Grandi flytji á skagann eður ei.
Bestu kveðjur af Efri-Skaga
Þrölli.....
Þröstur Unnar, 15.9.2007 kl. 17:14
Ó NEI! Pólverjarnir farnir! Hvað gera konur þá???
Elín Arnar, 15.9.2007 kl. 19:19
Verð bara að nota Jónas betur, Elín, láta hann ryksuga tvöfalt í dag! Eina kvikindislega sem mér dettur í hug ... heheheh
Þessi námskeið hljóma spennandi, Þröstur. Segggggðu mér eitt, hvort er himnaríki á efri Skaga eða neðri Skaga? Er það kannski mitt á milli? Hef aldrei verið viss á þessu, enda var ég flutt nauðug héðan 13 ára.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 15.9.2007 kl. 19:28
Ofsalega erum við Reykvíkingar að missa af miklu Mér líst vel á Lúdó fyrir lengrakomna.
Laufey Ólafsdóttir, 15.9.2007 kl. 19:52
Himnaríki mundi líklega teljast á efri Skaga, held að það skiptist c.a við Skaganesti. Þó er það á mörkunum að mínu mati.
Þröstur Unnar, 15.9.2007 kl. 20:44
Gurrí ertekki í lagi?
Þó heimilisfangið sé Skagi.
Þú hangir með mönnum
þó þeir séu í önnum
og skilur þá gnístir í tönnum
Leirburðarnefndin
Jenný Anna Baldursdóttir, 15.9.2007 kl. 21:39
Jenný, algjör snilld! Þú kannt sko að yrkja! Ekki dirfast að kalla þetta leirburð!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 15.9.2007 kl. 22:19
Lekar svalir og konukvalir
eiga samleið með köttum
sem elska rjóma og rækjur
Lekandi svalir
og þúsund pólskir hvalir
geta verið fyrirmyndar krækjur
fyrir konu sem á kaffivél, uppþvottavél og hækjur.
Maðna það er ljót að hún leiddi þá aldrei í gildru
þá má segja að hún hafi klætt sig vel.
Þetta er nútíma ljóð sem fylgir engum reglum enda er ég sannfærð um að reglur séu misjafnar. Spurjið bara hæstaréttadómarana.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 15.9.2007 kl. 22:35
Meðan það er ljóst.......púkinn vikrar ekki!!!! Lýgur og lýgur um aða allt sé rétt stafsett. Svik!!!!!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 15.9.2007 kl. 22:37
Sko!!!!!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 15.9.2007 kl. 22:37
hahaha katrín fríkaði út. Íslenska fyrir byrjendur... fyrir Katrínu
Jóna Á. Gísladóttir, 15.9.2007 kl. 23:37
Verður svona svalasilfur ekki hált í frosti?
krossgata, 16.9.2007 kl. 01:26
Er ekki boðið upp á námskeið í skrautskrift?
Jens Guð, 16.9.2007 kl. 05:43
Takk fyrir skemmtilega færslu og frábær komment hér á síðunni þinni Gurrí.
Nei það er ekkert skrautskriftarnámskeið Jens! Ert þú ekki eina manneskjan á Íslandi sem stundar það?
Edda Agnarsdóttir, 16.9.2007 kl. 07:49
Það er perluskartgripanámskeið hér á miðvikudagskvöldið. Drífum í perla nokkrar jólagjafir handa saklausum ættingjum sem hafa þá sannkölluð perlujól, sbr. vinsælu handklæðajólin þín og svuntujólin mín hér um árið...
Míasystir (IP-tala skráð) 16.9.2007 kl. 10:06
Það er bara allt að ske í sveitinni.....innlitsknús.
Heiða Þórðar, 16.9.2007 kl. 10:44
Það er á hreinu að ég flyt á skagann þegar ég flyt á klakann .... En söngnámskeið eða bara teskeiðabeygingarnámskeið ....
www.zordis.com, 16.9.2007 kl. 11:03
Þið eruð ekkert eðlilega fyndin! Hehhehehe! Katrín, Moggablogg verður sent beint á púkanámskeið! Alveg væri ég til í námskeið í skrautskrift á Skaganum. Og að læra að beygja teskeiðar, það væri nú skemmtilegur samkvæmisleikur. Veit ekki, Krossgata, hvort silfurþröskuldurinn verður háll, det kommer bare i ljus! Reyni það á kisunum fyrst, múahahahhaha!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 16.9.2007 kl. 11:26
alltaf fjör á skaganum verð að fara að skoða hann betur, sérstaklega þar sem ég frétti af fleiri og fleiri álitlegum einstæðum mönnum sem búa þarna
Rebbý, 16.9.2007 kl. 11:46
Rebbý, ég vil bara benda þér á að ég hef ákveðið forskot á þig með Þröst þar sem hann er nágranni minn ... hef þó aldrei hitt hann ... ekki örvænta, held að einhver hellingur af sætum gaurum sé samt eftir til að velja úr.
Mía, ég er alveg til í að koma á perlunámskeið með þér!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 16.9.2007 kl. 13:19
Ég er alveg til í að skifta við þig á indverska matreiðslunámskeiðinu og spænskunámskeiðinu sem ég er búin að skrá mig á Skaganum.
Ég bý í Borgarnesi.
Ps.Bið að heilsa Tomma frænda.
Heiða (IP-tala skráð) 16.9.2007 kl. 14:39
Hhehehe, ókei, Heiða, ég skila því. Ohhh, ef ég ætti bíl þá færi ég hiklaust á mósaík eða indverskt til Borgarness. Það er nú svo sem ekki langt á milli, vantar bara strætó fyrir mig.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 16.9.2007 kl. 19:09
þúrt alveg í klíkunni, en afhverju minntir þú mig ekki á mósaík námskeiðið? Komdu á konur og ISLAM þriðjudagskvöld í Borgarnesi. Á ég að biðja einhverja Pólverja að sækja þig? Proze bardzo, Gurrí jest fajna kobieta i brakowa kilku polski ludzi i jeden samochodem.....
Guðrún Vala Elísdóttir, 16.9.2007 kl. 23:08
Takk, elskan. Hlakka bara til að fara á mósaík næsta haust (á Akranesi ...) Býst við að verða að vinna á þriðjudagskvöldið en takk samt. Ertu orðin svona góð í pólsku? Vá!!!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 17.9.2007 kl. 07:54
Gurrý ..þú verður bara að flytja í Borgarnes ..næstu nágrannar mínir eru 30 polverjar...tell your friends...
En þeir hafa fjári hátt þegar þeir labba á pöbbinn ..heiman og heim aftur ..fram hjá útidyrunum mínum...Mitt hús er þannig í sveit sett...Svo fást orðabækur á íslensku/pólsku og vice /werse...alllavega í Borgarnesi Knús
Agný, 18.9.2007 kl. 03:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.