16.9.2007 | 13:09
Hátíðarstemmning og óvæntar heimsóknir
Mikið er klassísk tónlist vel við hæfi á svona lötum sunnudegi. Er að hlusta á bland í poka af frábæru, æðislegu, dásamlegu ókeypis tónlistarsíðunni minni: http://radioblogclub.com/open/43879/figaro/Marriage%20Of%20Figaro og er komin í sannkallað hátíðaskap. Ef tónlistin væri örlítið jólalegri færi ég að skreyta. Sumir myndu segja að gott væri að fara í messu til að öðlast frið í hjarta og slíkt en hjartafriðurinn er svo sem til staðar og auk þess er kirkjan í hinum enda bæjarins ... og innanbæjarstrætó gengur bara virka daga. Mér finnst reyndar gaman að fara í kirkju og hlusta á fallega tónlist. Ég elti mömmu iðulega í messur og á kóræfingar í gamla daga hér á Skaga. Kórinn hérna þykir og hefur alltaf þótt ansi góður og sendi frá sér geislaplötu fyrir nokkrum árum. Þar heyrði ég í fyrsta skiptið Ave Maria eftir Eyþór Stefánsson frá Sauðárkróki. Sama árið sungu Karmel-systurnar í Hafnarfirði það líka inn á plötu. Held að það sé uppáhalds Ave Maríað mitt! Verst að það finnst eflaust ekki tóndæmi á Netinu.
Formúlan fer svolítið inn um annað augað og út um hitt í þessarri sunnudagsstemmningu himnaríkis. Það væri kannski ekkert galið að fara að klæða sig. Fólk er nefnilega farið að stunda það að mæta óvænt! Glerhallarmenn í hádeginu í gær og Ellý í gærkvöldi.
Hver ætli hringi bjöllunni í dag? Get ég hugsanlega verið róleg þegar bjallan hringir og ég kannski nýkomin í bað? Verð ég jafnvel að breyta kaffidrykkjuvenjum mínum til að verða ekki gripin glóðvolg við drykkju ... í baði?
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Tónlist, Trúmál og siðferði, Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 208
- Sl. sólarhring: 372
- Sl. viku: 900
- Frá upphafi: 1505907
Annað
- Innlit í dag: 167
- Innlit sl. viku: 733
- Gestir í dag: 161
- IP-tölur í dag: 155
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Sunnudagar eru eins og þú. Yndislegir
Hrönn Sigurðardóttir, 16.9.2007 kl. 13:14
Laugardagar eru eins og ég. Betri
Án gríns er það ekki óþolandi að fólk skuli KOMA bara sí svona? 'Eg meina án boðskorts og alles? Hm....
Smjúts
Jenný Anna Baldursdóttir, 16.9.2007 kl. 13:25
Neinei Jenný, það er allt í lagi. Það verður bara að þola að maður komi til dyranna eins og maður er klæddur.......
Djúp?
Hrönn Sigurðardóttir, 16.9.2007 kl. 13:30
Það getur verið pirrandi þegar maður er búin að plana eitthvað annað. Væri samt alveg til í að planið breyttist, alltaf gaman að fá góða heimsókn ... ef fólkið bara hringdi á undan sér. Myndi aldrei fórna heimsókn fyrir DVD-mynd eða bók. Finnst bara tillitssemi ef fólk lætur vita. Alla vega í flestum tilfellum. Í gær var allt í lagi að fá Glerhöllina og Ellýju, bara mjög fínt. Var meira að tala um svona almennt. Ef sjaldséður gestur myndi birtast óvænt hjá mér í dag þætti mér bara vont að eiga ekkert með kaffinu! Gestinum væri kannski sama, ekki mér!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 16.9.2007 kl. 13:43
Jamm, mér finnst einmitt afar mismunandi gott eða slæmt að fá óvæntar heimsóknir. En talandi um klassíska tónlist þá man ég að það er langt síðan ég hef hlustað á slíkt. Ætla því að dusta rykið af einni ágætri þynnu og hlusta, Árstíðirnar eftir Vivaldi í flutningi Nigel Kennedy. Takk fyrir óvæntu og líklega ómeðvituðu áminninguna.
krossgata, 16.9.2007 kl. 13:48
Klassíkin er himnesk og óvæntar heimsóknir djöfullegar. Eftir að ég flutti hinagð yfir hafið hef ég vanist þeim sið að fólk boðar komu sína og aðeins örsjaldan sem það gerist að það droppi óvænt inn. Áður þegar við bjuggum á íslandi var heimilið eins og opin umferðarmiðstöð og maður bara lifði með því. En núna þegar ég hef vanist þessu þá vil ég hafa þetta svona..að mestu leyti. Hef samt alveg umburðarlyndi og þolinmæði fyrir hinu óvænta!!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 16.9.2007 kl. 14:26
Krossgata, þú getur líka klikkað á linkinn hjá mér í færslunni og færð þá nokkur góð lög sem þú getur hlustað á í allan dag í eilífðarspilun bara. Þetta er búið að rúlla á hjá mér síðan 10 í morgun.
Já, Katrín, það óvænta getur verið skemmtilegt ... en ekki alltaf.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 16.9.2007 kl. 14:34
Sorry.. eftir að lesa um karlmannsveiðandi svalir, g-streng og votar varir hef ég bara engan áhuga á hátíðarstemningu og formúlu!!
Heiða B. Heiðars, 16.9.2007 kl. 14:50
Heiða mín, djarfar færslur eru bara í annað til þriðja hvert skipti!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 16.9.2007 kl. 15:01
Haha! En ég hefði nú dáðst meira af svölunum þínum ef ég hefði vitað að þær hefðu svona mikið aðdráttarafl:)
Heiða B. Heiðars, 16.9.2007 kl. 15:33
Radioblogclub er aðal hjá yngri dótturinni. Þangað fer ég líka þegar ég heyri nafn á einhverju lagi en man ekki hvernig það hljómar. Maður finnur bókstaflega allt þar ef það tilheyrir á annað borð tónlist.
Ég sé að klukkan er rúmlega 13 þegar þú skrifar, ég á kannski ekki að opinber það en ég er enn í sloppnum EN það er nú einu sinni sunnudagur
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 16.9.2007 kl. 15:55
Kannski ekki mjög djörf færsla, en mér finnst nú eigi djúpt undirliggjandi, örla á erotískum litum í henni, að ég tali nú ekki um í sumum athugasendunum,léttklæddar fegurðardísir svífa hér um hver um aðra þrvera og eru bara alls ófeimnar við það!
Magnús Geir Guðmundsson, 16.9.2007 kl. 16:27
Ave Marían hjá Diddú hljómar nú á geislanum, hreint yndisleg!
www.zordis.com, 16.9.2007 kl. 18:04
Auðvitað eru bara allar dísir allsberar heima að baða sig og blogga á sunnudögum. Hélt að það væru allir meðvitaðir um það. Hvernig eiga sunnudagar öðruvísi að vera????
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 16.9.2007 kl. 18:06
mér þykir ofsalega gaman að fá óvænta svona drop-in heimsókn. Ef eitthvað stendur til sem ég get ekki breytt (eða vil ekki breyta) þá segi ég það bara. Ég aftur á móti legg það í vana minn að hringja á undan mér þegar ég ætla að droppa einhvers staðar inn.
Munurinn liggur í því að mjög sjaldgæft er að fólk droppi inn á meðan að það er afar algengt hjá flestum mínum vinkonum að fá svona óvæntar heimsóknir. ég vil ekki meina að það sé út af því að ég sé svo afspyrnu leiðinlegt. Frekar vegna þess að auðvitað er fjölskylda Bretans ekki hér og ég á næstum enga. Og vinkonur mínar eru svo uppteknar við að taka á móti gestum. hahahaha
Jóna Á. Gísladóttir, 16.9.2007 kl. 18:29
Ég hef sko ekki nennt að klæða mig í dag, valsa bara um á joe boxer og læt mér líða vel. Les og borða namm.Have a nice weekend.
Ásdís Sigurðardóttir, 16.9.2007 kl. 20:09
eru sunnudagar ekki einmitt til þess að slaka á og njóta tilverunnar :) en ég hef það nú fyrir vana að hringja á undan mér þegar ég skelli mér í heimsókn, Gurrí mín þegar mér dettur í hug að kanna leikni þina í kaffiuppáhellingu, þá LOFA ég að bjalla áður
nenni ekki upp í himnaríki ef engin er heima nema Jónas
Guðrún Jóhannesdóttir, 16.9.2007 kl. 21:03
Jahá, þið segið það. Einu sinni þegar ég var ung, fögur og fljót að hugsa, þá vantaði ýmislegt í mig, merkilegt nokk, og sjálfsmynd mín beið hnekki ef ég fékk ekki svona 4- 5 færslur í gestabókina á dag. Og svona 5 - 10 símtöl. Ég myndi ekki lifa þetta af í dag. Og sjálfsmyndin er nokkuð óhagganleg, jafnvel þó ég heyri ekki í nokkurri lifandi manneskju í dag eða tvo. Eiginlega finnst mér núorðið bara ágætt að hafa heimsóknir skilulagðar fyrirfram og sem minnst óvæntum droppinnum. Svona getur nú austur orðið vestur og suður norður, þó maður sé ekki í Ástralíu.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 16.9.2007 kl. 21:23
Flottar veiðisvalir ! Engir karlar komið á mínar svalir enn - að vísu leka þær ekki. Hinsvegar lekur vaskurinn sem ég var að láta gera við aftur, viðgerðin entist í um 2 vikur Grrrrrrrrrrrrrrrr !
Svava S. Steinars, 17.9.2007 kl. 00:56
Gaman að þú skulir minnast á Ave Maríu eftir Sauðkrækinginn Eyþór Stefánsson. það er þó ekki besta Ave Marían. Sú besta er á jólaplötiu með Joan Baez.
Ég er fæddur og uppalinn í kirkjunni á Hólum í Hjaltadal. Þar var pabbi meðhjálpari og fastur liður á uppvaxtarárunum var að fara í messu þar á sunnudögum. Og borða á eftir nýbakaðar vöfflur hjá Emmu Hansen, prestsfrú, og súkkulaðitertu. Það var reyndar miklu skemmtilegra en messuhaldið í kirkjunni.
Eitt sinn - er ég var 10 ára - mætti ríkisútvarpið með græjur til að hljóðrita messuna. Þegar messuhald hófst kom bobb í bátinn. Drynjandi undirtónn truflaði upptökuna. Tæknimenn útvarpsins hlupu út og suður til að reyna að útiloka þennan drynjandi undirtón. Þeir eltu allar leiðslur út og suður. Án árangurs. Þá brugðu þeir á það ráð að setja "filtera" á græjurnar og yfirkeyra "diskantinn". "Diskantinn" er skæra hljóðið en undirtónninn sem drundi undir var bassi.
Jæja, messan var hljóðrituð og send út í ríkisútvarpinu næsta sunnudag. Sándið var mjög asnalegt. Það var eins og messan hafi verið hljórituð í tómri járntunnu.
Þegar messu lauk hljóp ég út úr kirkjunni til að fá mér vöfflur og súkkulaðitertu hjá Emmu prestsfrú. Um leið og ég hljóp út uppgötvaði ég hvað olli bassadrununni. Ég stóð nefnilega á bassapedal (fótstigi) orgelsins til að fylgjast með orgelleiknum. Stóð alla messuna út í gegn á dýpsta bassatóni fótstigsins.
Jens Guð, 17.9.2007 kl. 02:23
Vá, þvílík saga!!! Það sem þú hefur ekki á samviskunni, Jens. Ég get alveg emjað úr hlátri yfir sumu sem hefur komið fyrir þig og held að ævisaga þín yrði afskaplega skemmtileg aflestrar!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 17.9.2007 kl. 07:52
Jens, snilld, tóm snilld :D
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 17.9.2007 kl. 10:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.