26.9.2007 | 08:33
Fjúkandi hugmyndir í morgunstorminum ...
Það var bókstaflega sársaukafullt að draga sig frá gluggunum í morgun, öldunum sem börðust í klettana við Langasandinn. Vindátt orðin suðlæg, mikið rok, kjöraðstæður ... Sem betur fer er ekki orðið almyrkt á morgnana þannig að ég naut nokkurra sekúndna við gláp þar sem ég hafði heilar 10 mínútur til að klæða og það allt og koma mér út á stoppistöð. Er heilmikið að hugsa um að fara að halda námskeið: Að ná eiturfegurð á fimm mínútum! Að bursta tennur og flóa mjólk um leið og farið er í sokka. Hoppað í brækur af tveggja metra færi ... æ, eitthvað svona. Svo gæti ég útfært það í stundvísi á stefnumót, komið tímanlega í bíó eða matarboð ... já, ég gæti orðið rík á þessu. Þ.e.a.s. ef fólk langar til að verða stundvíst. Þarf að hugsa þetta aðeins. Tek fram að ég lít óhugnanlega vel út núna þótt ég hafi bara burstað tennur og skellt Móu-dagkremi framan í mig.
Hjartkær stoppistöðin við Garðabraut var stappfull af strákum, well, huggulegum mönnum, sem sannfærði mig um að ég er stálheppin manneskja. Aðrir viðburðir í morgun fullvissuðu mig síðan um það. Ekkert bólaði á strætó, við vorum farin að tvístíga ... en þá ók aukabíllinn fram hjá okkur öfugu megin við götuna, sneri við hjá spælegginu (stóra hringtorginu), kom til baka og bauð okkur far! Veit ekki hvort aðalbíllinn bilaði (eða bílstjórinn (ekki Tommi)). Þegar ég ætlaði að fara að hlamma mér í sætið hjá einhverri kéddlíngu sagði Birkir, sem stóð fyrir aftan mig. Viltu kannski far með einkabíl? Við þutum út og rétt sluppum en Hafþór var búinn að ýta á takkann til að loka dyrunum á strætó. Þetta var eins og í tryllingslega spennandi glæpamynd ... ja, eða gamanmynd ... Sekúndubroti síðar var ég komin niður á gangstétt og strætóhurðin skelltist geðillskulega ... næstum því á Birki.
Við hlupum í trylltu roki í Skaganesti (Shell-Nesti) og smástund síðar kom Kristján, elskulegur bróðir Birkis, og elskulegur vinur hans og hirtu okkur upp í. Birkir settist undir stýri og strákarnir lögðu sig aftur í. Við Birkir töluðum um hvað Hafþór væri nú annars góður bílstjóri að geta ekið strætó í þessu hrikalega roki sem beið okkar sunnan við göngin ... við ókum fram úr strætó rétt hjá nýja hringtorginu í Mosó þar sem Hafþór stoppaði í Lopabrekkunni til að taka upp elskuna hana Karítas. Ég fékk skutl upp að dyrum í vinnunni og mögulega heim í dag ef verður ófært fyrir strætó. Þriðjudeginum var frestað til fimmtudags í lífi mínu að þessu sinni og meira að segja sjúkraþjálfunin færð þangað ... Erfðaprinsinn kemur nefnilega akandi um hádegisbil á morgun til mammasín og flytur formlega heim á meðan hann finnur sér vinnu og húsnæði á besta stað á jarðríki, Akranesi.
Mæður á Akranesi, haldið dætrum ykkar inni! Múahaha! Sölumenn, löggur, Vottar Jehóva, Mormónar, smiðir og aðrir aðdáendur, ekki reyna neitt á næstunni, nú verður passað vel upp á þá gömlu ... ef ég þekki erfðaprinsinn rétt. Hélt að ég ofverndaði hann ... nei, það er öfugt! Hjálp!!!
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Ferðalög, Lífstíll, Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 50
- Sl. sólarhring: 55
- Sl. viku: 877
- Frá upphafi: 1515972
Annað
- Innlit í dag: 33
- Innlit sl. viku: 733
- Gestir í dag: 26
- IP-tölur í dag: 26
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Það alltaf spennandi að fylgjast með hvaða hætti ferðirnar til höfuðborgarinnar eru. Mér finnst eðlilegt að þú farir á launaskrá hjá Akranesbæ - þú ert búin að gera staðinn ótrúlega spennandi kost til búsetu..... Þú mátt líka teljast heppin með ofverndandi erfðaprinsinn - mér sýnist á öllu að þarna sé góður drengurinn hennar mömmu sinnar á ferðinni........
Ingibjörg Gunnarsdóttir, 26.9.2007 kl. 10:08
Hann er svo góður, þessi elska. Í fyrra kom útlenskur sölumaður með flottar, litlar og ódýrar myndir sem hann sýndi mér. Ég þurfti næstum að berja drenginn til að fá að kaupa eina myndina, hann var sko að passa mömmu sína fyrir svikara, ræningja og útlendingi. Benti drengnum á að ég væri töffari, að auki fullorðin og fjárráða. Ég sagði honum að ég væri fullfær um að kalla á hjálp ef þyrfti ... við hlæjum bæði að þessu núna en mér var ekki skemmt í fyrra. Við erum bæði of gömul til að láta ala okkur upp!!! Þetta er samt umhyggja og ást.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 26.9.2007 kl. 10:26
"Akranes spennandi kostur til búsetu fyrir þá sem starfa í Rvk." segir Ingibjörg. Já, getur verið það fyrir spennufíkla og þá sem nenna að fylgjast með veðurfréttum tvisvar á dag. Þeir sem nota strætó þyrftu að leigja herbergi í Rvk.
Meira segja kona sem komst í DV fyrir ást sína á strætó heldur hiklaust fram hjá honum ef far býðst með einkabíl í betri félagsskap en hjá keddlíngum.
Glúmur Gylfason (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 10:28
Hmmm, þetta var sko rangtúlkað, tekið úr sambandi, mér lögð orð í munn, bara helberg lygi, smekklausar blekkingar ... heheheheh Æ, ég þigg sko alltaf far hjá Ástu minni upp að dyrum í vinnunni eða heim, enda er hún á algjörri drossíu. EN mér finnst samt mjög gaman í strætó og elska bílstjórana mína heitt!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 26.9.2007 kl. 10:39
Spurningar: Hvað er Móu-dagkrem, Lopabrekka?
Hef ég ekki verið að fylgjast með?
Hef læst báðar dætur mínar inni, aðra í vesturbæ og hina í miðbæ (höfuðborg), ef sonur líkist móður, er aldrei að vita hvert áhirf hans ná.
Annars langar mig að knúsa þig í kremju, þú ert svo mikið KRÚTT
Jenný Anna Baldursdóttir, 26.9.2007 kl. 11:00
Lopabrekkan er víst brekkan sem liggur niður að Mosó, heitir Ullarselsbrekka í raunheimum, ef ég man þetta rétt. Móu-dagkrem er suddalega gott fyrir þurru húðina mína og ég lít ekki út fyrir að vera degi eldri en 18 ára plús síðan ég fór að nota það. Þetta er grænt dagkrem úr lífrænt ræktuðum jurtum, búið til af Þuríði Guðmundsdóttir snillingi, kremið hefur fengist í Heilsuhúsinu ... Hef notað það í tíu ár. Það kostar 20% af andvirði Dior-kremsins sem ég notaði áður og er mun betra að mínu mati þótt mér finnist nú Dior-vörur algjört æði.
Sko, þarna Jennslusnúlla, þú ert krúttið í blogg-fjölskyldunni!!!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 26.9.2007 kl. 11:24
Pólverjarnir þyrftu að fá sér strætóbílstjórabúning.
Glúmur Gylfason (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 12:02
Þetta blogg bjargaði deginum!! Ég sver það! Er í hláturskasti ..er að horfa á strákana á stoppustöðinni..ef .þetta er ekki bara lygi, þá ertu ekkert smá heppin!
Ester Júlía, 26.9.2007 kl. 12:08
Iss, Glúmur, við þurfum enga búninga ... Bílstjórarnir í Skagastrætó eru meira að segja stundum í flíspeysum, algjört törn-off ... en samt!!!
Já, Ester, strákarnir mínir líta næstum því svona út ... eru á aldrinum 25 - 60 ára og bara mjög mikil krútt ...
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 26.9.2007 kl. 12:13
Þetta eru afar spennandi bækur þarna sem þú verður milljóneri á. Ég bíð spennt. Sérstaklega eftir Hoppað í brækur af tveggja metra færi, sem ég sé í hendi mér að muni falla sérstaklega vel að mínum hæfileikum.... til forna alla vega.
krossgata, 26.9.2007 kl. 13:20
Okkur dettur eitthvað skemmtilegt í hug, mister Guðmundur. Hér verður alla vega til kaffi og meððððí.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 26.9.2007 kl. 16:14
Les oft þetta frábæra blogg þitt en kvitta aldrei....já sjórinn var ansi úfin í morgun og er enn enda sé ég vel til allra átta út um stofugluggan minn hér á Innesveginum heyrðu já Læsti allar mínar 5 stelpur inni í geymslu spurning hvenar má ég hleypa þeim út en held að Hróinn sé búinn að loka með komu Dóminós!
Brynja (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 16:50
Hæ, Brynja, nágranni! Brimið er voða flott núna og gott að fleiri njóta en Jaðarsbrautargengið. Gott hjá þér að læsa stelpurnar inni og takk fyrir upplýsingarnar um Hróa, held samt að ég fari ekki á Domino´s ... er hætt að borða pítsur (grátkarl), alla vega í bili.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 26.9.2007 kl. 17:16
Sko þarna brimrótarkjellíng, þú ferð náttúrulega með gæjann á Galito, ekki spurning, og kaffi í Skrúðinn á eftir. Og á heimleiðinni einn öllara á Mörkinni. Svona túr getur ekki klikkað.
Þröstur Unnar, 26.9.2007 kl. 17:27
Svo má ekki gleyma erfðaprinsinum, varla sting ég hann af, ég gef bara Guðmundi og frú eitthvað gott í gogginn í himnaríki og svo er hægt að sjá til. Kannski dettur í okkur að plata alla akurneska bloggara til að mæta í Skrúðgarðinn á eftir ... það er ekki amalegt kaffið þar heldur!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 26.9.2007 kl. 17:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.