26.9.2007 | 17:11
Frægukarlablogg og flottar öldur
Þegar ég sat og gúffaði í mig góðum mat í hádeginu settist hjá mér enginn annar en Örn Árnason. Hann var að fara að lesa inn á risaeðluþáttinn sem er á Stöð 2 á laugardagskvöldum, minnir mig. Ég bjóst við einhverju svakalega fyndnu Spaugstofugríni en ... maðurinn sagði: Er ekki Steingerður enn að vinna með þér? Ég hló samt kurteislega til öryggis og sagði honum allt um snillinginn hana Steingerði. Þau Örn voru saman í bekk í gamla daga og miðað við blikið í augum hans held ég að hann hafi verið skotinn í henni í 10 ára bekk. Ég játaði fyrir Erni að ég hefði verið yfir mig ástfangin af Jakobi Þór leikara á sama aldri. Svona geta nú leyndarmálin fokið óvænt upp úr manni næstum 40 árum seinna þegar maður er að reyna að veiða leyndarmálin upp úr öðrum. Fleiri frægukarlar voru á vappinu í vinnunni minni, sætir íþróttafréttamenn, alla vega einn, og sjálfur Egill Helgason, sem hefur bjargað fyrir mér alltofkvenmiðuðusjónvarpsefnis - miðvikudagskvöldunum með Kiljunni, þættinum sem ég ætla sannarlega að horfa á í kvöld.
Svo fékk ég drossíufar heim með hálflasinni Ástunni minni og hef eiginlega setið við gluggann síðan og horft á öldurnar, þær eru ekkert smáflottar núna. Ljósmynd nær þeim engan veginn. Gluggarnir eru orðnir vatnsheldir en enn er smáleki við svaladyrnar. Nú verð ég að fara að hringja í góða smiðinn minn áður en hann gleymir mér alveg. Eftir að hann er búinn að gera sitt má veturinn koma í allri sinni dýrð!
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Matur og drykkur, Sjónvarp, Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 15
- Sl. sólarhring: 105
- Sl. viku: 678
- Frá upphafi: 1516028
Annað
- Innlit í dag: 15
- Innlit sl. viku: 556
- Gestir í dag: 15
- IP-tölur í dag: 15
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
vídjó, við viljum vídjó!
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 26.9.2007 kl. 18:26
Já það væri flott fyrir ykkur að sjá vídjó af öldugangnum núna flottar eru þær já það er sko munur hjá mér að hafa Smið á heimilinu ennn spurning hvort hann yrði ekki fljótari að gera við hjá þér heldur en heima hehe
Brynja (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 19:37
Hef sko frétt að iðnaðarmenn séu ekki manna duglegastir að nota kunnáttu sína heima við ... en þú ert samt heppin að eiga smið. Þeir eru víst sætustu iðnaðarmennirnir, hef ég heyrt, alla vega segir vinur minn það (hann er smiður). Það hefði verið stórkostlegt að eiga upptökuvél og geta sett ölduganginn inn á bloggið. Kannski kem ég mér upp slíkri kunnáttu einn daginn ...
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 26.9.2007 kl. 19:42
Halló Guðríður. Ég þekki þig ekki, held samt að þú sért kaffikonan. Ef svo er, drekk ég kaffið þitt með góðri lyst. Ég var að lesa kommentakerfið hjá Ólínu Þorvarðar og rakst þar á það sem þú skrifaðir og ég bókstaflega hristist af hlátri!!! Ég get rétt ímyndað mér að þetta hafi verið agalegt!!! En þetta er, fyrir leikmann, með því fyndnara!!! Sjálf lenti ég í því að senda MJÖG persónulegt sms nýlega á vitlaust númer og uppskar reiðilegt svar: hvorki ég né maðurinn minn þekkjum þig! Hættu þessu strax eða við förum með þetta lengra!! Mér snarbrá og ætlaði að fara að afsaka mig en datt ekkert í hug. Þetta var OF persónulegt til þess!!! Alveg hræðilega neyðarlegt en bráðfyndið!
Svona eru mistökin skemmtileg. Allavega, takk fyrir mig, þú bjargaðir deginum!
Ylfa Mist Helgadóttir, 26.9.2007 kl. 19:52
Skilaðu kveðju til allra þessara frægu frá mér.
Halla Rut , 26.9.2007 kl. 20:23
Hehehhe, já, Halla Rut. Algjör bónus að hitta alla þessa frægu karla á einum degi ... þeir voru svoooo alþýðlegir. Heheheheh
Hæ, Ylfa Mist. Já, þetta var skelfileg upplifun sem ég deildi með Ólínu ... versti tölvuvírus sem hægt er að hugsa sér ... (fyrir þá sem ekki vita: Vinnutölvan mín sendi manni (og kannski fleirum sem ekki kvörtuðu) sem ég var í vinnutengdum samskiptum við klámmyndir frá mér. Guðríður tepra að senda klámmyndir í tölvupósti ... hélt að ég myndi andast á staðnum þegar maðurinn kvartaði og bað mig um að hætta þessum sendingum, arggggg)
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 26.9.2007 kl. 20:31
Flott mynd af kisu og sjónum.
krossgata, 26.9.2007 kl. 20:51
Ég öfunda þig alveg svakalega af útsýninu yfir sjóinn
Jóna Á. Gísladóttir, 26.9.2007 kl. 21:01
Þetta hefur náttlega verið vídjó með Jónasi?
Ertu ekki vön að kenna "dónalegu samstarfskonunni" um svona lagað?
Glúmur Gylfason (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 21:03
Ætli Hildigunnur sé að meina aths. nr. 4 og 6 þegar hún heimtar vídjó?
Glúmur Gylfason (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 21:06
Úps, Glúmur, ég held að þetta hafi verið alvörudónamyndir, af berum kjéddlíngum og svona. Ég lét tölvumann fyrirtækisins vita og ég held að honum hafi tekist með ljóshraða að henda út þessum vírusi. Enn óttast ég að ég sé klámdrottning í huga einhverra sem létu mig ekki vita af þessu og bara misstu allt álit á mér. ÉG að senda klámmyndir. Kræst!!! Hafði enga dónalega samstarfskonu þá til að kenna um allt. Bað bara manninn afsökunar á dónaskapnum í tölvunni minni.
Jóna, ég lifi fyrir þetta útsýni ... mörgum finnst ég hafa fórnað ÖLLU, eða umferðarnið, geitungum, pissandi körlum í garðinum (kannski) og slíku með því að flytja upp í sveit. Hér sit ég hlæjandi við sjóinn en nýt þess reyndar að fara í stöku bæjarferðir, þá er ég ekki að tala um ferðir mínar til og frá vinnu í úthverfi.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 26.9.2007 kl. 21:09
Dem, missti aftur af Kiljunni með frægakallinum Agli. Dem og aftur dem. Hékk í símanum á kjaftatörn, en það var reyndar mjög gefandi. Horfi á netinu bara. Er ekki dásamlegt að lifa núna Gurrí, í veðurhamnum í Himnaríki? Jess Æ lof itt.
Jenný Anna Baldursdóttir, 26.9.2007 kl. 23:21
Sko hún sagðist hafa verið að skrifa viðtal, vissi alveg að hún var bara að glápa á þann silfraða.
Annars fínn þáttur og gott að hafa Kollu þarna bara eina en ekki tuðarann neikvæða.
Þröstur Unnar, 26.9.2007 kl. 23:29
Æ, maður verður af og til að tala um frægukallana sem birtast upp úr þurru sem sérstakur lystauki í matsalnum. Ég er voða hrifin af Kiljunni hans Egils, finnst þetta fjölbreyttur þáttur og Kolla virkilega skemmtileg þar.
Jú, það er dásamlegt að vera við sjóinn, verst að ég sé EKKERT fyrir myrkri ... og sá áðan að dagblaðið og handklæðið við svaladyrnar eru rennblaut, best að skipta fyrir nóttina.
Viðtalið gekk svakalega vel, hef sjaldan verið jafnfljót að skrifa ... til að geta verið í fríi á morgun. Get sofið út ... til níu. Jibbí!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 26.9.2007 kl. 23:41
Örn er frændi minn en ég hef aldrei hitt hann. Pabbi minn og pabbi hans eru hins vegar nokkuð líkir enda frændur.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 26.9.2007 kl. 23:41
geturðu ekki tekið smávídjóskot á myndavélina tína Gurrí svona fyrir tá sem öfunda tig af útsýninu, ekki að ÉG GERI TAÐ nei nei "hóst hóst"
Guðrún Jóhannesdóttir, 27.9.2007 kl. 00:24
Þarf þá að læra betur á vélina til að koma því inn, Guðrún. Reyni það með hjálp erfðaprinsins á morgun. Næstu dagar verða geggjaðir svona brimlega séð!
Hæ, Kristín, þið Örn eruð ekki mjög lík, miðað við myndina af þér. Gaman samt að eiga góðan frænda, þótt þið þekkist ekki.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 27.9.2007 kl. 00:33
Ég myndi sko líka sitja dolfallinn við gluggann daginn út og daginn inn ef ég hefði svona frábært útsýni!
Oddný Sigurbergsdóttir, 27.9.2007 kl. 11:07
Já, Oddný ... þú getur kannski ímyndað þér hvað það er kvalafullt að þurfa að fara í vinnuna þegar sjórinn er tryllingslega flottur. Það er sko vont. Sem betur fer er vinnan mín frábær, annars væri ég stöðugt "veik" ... not.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 27.9.2007 kl. 12:34
Glúmur, jú, ég er forspá og vissi hvað fólk myndi skrifa hér á eftir mér ;-D
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 27.9.2007 kl. 16:18
Hugsa mig vel um áður en ég reyni að bögga Hildigunni aftur. Átti að vita það að hún kynni að svara fyrir sig.
Glúmur Gylfason (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 17:26
E Hildigunnur; Si sa, che non si scherza con una Corleone!
Glúmur Gylfason (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 18:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.