Söndei, bjútí söndei ...

Himnaríki 428Mikið er þetta eitthvað ljúfur sunnudagur. Ljúft var að vakna með Margréti Blöndal (Rás 2) sem spjallaði við strákana í Sniglabandinu (hljómsveit) og horfa síðan á hádegisfréttir Stöðvar 2 sem er algjör skylda á þessu heimili um helgar. Held að ég gleymi því allt of oft að ég er með Sky News. Já, og svo hef ég djúpstæðar áhyggjur af því að erfðaprinsinum finnst Fox News svo skemmtileg fréttastöð. Þori ekki að spyrja hann um álit hans á George W. Bush. Hrædd við svarið. Alltaf ríkir þó mesta spennan yfir veðurfréttunum og Soffía stormur brást ekki frekar en fyrri daginn. Morgundagurinn verður athyglisverður og gæti komið sterkur inn varðandi tilvonandi hjúskaparmál okkar Ingu (tengist björgunarsveitamönnum)!

Biðina fram að Formúlu (kl. 15.30) ætla ég að gera bærilega, horfa á háværu, litlu en fallegu öldurnar, klappa köttunum til skiptis og vera með latte í annarri og spennubók (Horfinn eftir Robert Goddard) í hinni. Búin með fyrstu tvo kaflana og er mjög hrifin só far. Þegar bók grípur mann strax án þess að nokkuð spennandi sé farið að gerast ... hvernig verður hún þá þegar allt fer á fullt?

Svona eiga sunnudagar að vera.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Arg ég gleymi alltaf hádegisfréttunum á Stöð 2 og ég elska Fox News.  Mér finnst svo gaman að láta pirra mig

Jón Valur er ruddalega góður í kommentinu hér fyrir ofan mig og nú spyr ég eins og fávís kona.  Er spáð stormi á morgun?

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.10.2007 kl. 13:09

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Jón VALUR? ARGGGGG! Þú meinar Jón Arnar. Já, hann er alltaf ruddalega góður í kommentum sínum! Já, heilmiklu hvassviðri með rigningu er spáð á morgun, veður sem Inga elskar. Hún ætti að vera í björgunarsveit og bjarga sætum körlum. 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 21.10.2007 kl. 13:11

3 Smámynd: Þröstur Unnar

Dem, hvað verður þá um okkur hina karlana.

Þröstur Unnar, 21.10.2007 kl. 13:13

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Inga er svo góð að hún myndi líka bjarga ljótum körlum! Múahahahahaha

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 21.10.2007 kl. 13:15

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég dey, Guðríður.  Hvernig get ég kallað hann Jón Arnar, Jón VAL!!!!!!!!!!!!!!! Ég er með mannfjárann á heilanum.

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.10.2007 kl. 14:48

6 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Eg vona að dagurinn hafi verið akkúrat eins og þú vildir hafa hann Gurrí mín. Ég vona líka að Jenfo hafi lagt sig í dag

Jóna Á. Gísladóttir, 21.10.2007 kl. 20:48

7 identicon

Fátt betra á sunnudegi en gott kaffi og góð bók. Spennandi tímar fram undan, fullt af nýjum bókum til að lesa.

Ragnheiður Ástvaldsdóttir (IP-tala skráð) 21.10.2007 kl. 20:52

8 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Mér finnst yndilegt og næstum ómissandi að hlusta á þættina hennar Margrétar Blöndal á sunnudagsmorgnum.

Marta B Helgadóttir, 21.10.2007 kl. 21:09

9 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég svaf nú bara á mitt græna....

.....enda tiltölulega nýsofnuð þegar þátturinn var 

Hrönn Sigurðardóttir, 21.10.2007 kl. 21:38

10 identicon

En var maddama Gurrý sátt með úrslitin í Gormúlunni,hringur,hringur og hringur.

(uhhhh,formúlu-hringur)    () 

Jensen (IP-tala skráð) 21.10.2007 kl. 21:56

11 identicon

Er Gurrí í nr. 5  að misskilja Þröst í nr. 4?

Hvað verður um karlana þegar konur eru farnar að "elska" veður og Fox News?

Þessi enska notkun á sögninni að elska gengisfellir hana um 90 % 

Glúmur Gylfason (IP-tala skráð) 21.10.2007 kl. 22:14

12 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Sko, þarna Glúmur! Þegar maður hefur engan karl til að elska verða kettir, veður, sjónvarpsþættir, ryksuguróbótar og slíkt fyrir barðinu á manni í staðinn. Iss, þetta er bara ORÐ!!!

Já, Jensen, ansi sátt bara. Svo er Gurrí ekki skrifað með Ý, þarna fauskurinn yðar!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 22.10.2007 kl. 07:44

13 identicon

Snjallt svar!

Glúmur Gylfason (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 08:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.4.): 90
  • Sl. sólarhring: 198
  • Sl. viku: 657
  • Frá upphafi: 1524288

Annað

  • Innlit í dag: 83
  • Innlit sl. viku: 561
  • Gestir í dag: 80
  • IP-tölur í dag: 78

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Með Krumma
  • Fyrir og eftir
  • Uppistand

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband