Vatn og góður tónlistarsmekkur ...

Gleðimyndir að morgniEkki hófust tónleikar Ástu mjög gæfulega í morgun. Ég gerði mér upp kurteisi og spurði þegar við rúlluðum frá himnaríki með sitthvort latte í hönd: „Hvað er þetta eiginlega?“ Ásta: „Þetta er Marc Anthony, maðurinn hennar Jennifer Lopez, líklega fyrrverandi.“ Af næmleika sínum áttaði Ásta sig á því að stutt væri í að ég fleygði mér öskrandi út úr bílnum, þótt ég segði ekki orð, og ýtti á takka nr. 2 á spilaranum.  Ekki tók mikið skárra við, eða Bette Midler (fyrirgefðu, Ívar), og ef ekki væri fyrir fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan sjö hefði dagurinn orðið enn nöturlegri. Ekki var séns að halda áfram að hlusta á morgunútvarpið því að tala átti um pöddur sem lifa í rúminu hjá fólki. Það finnst mér viðurstyggilegt umræðuefni. Ástu líka. Ég skil ekki af hverju okkur datt ekki í hug að ýta á  plötuspilara 4 fyrr en á Kjalarnesinu ... þar lúrðu nefnilega Led Zeppelin. Hækkuðum allt í botn í Stairway til Heaven og Going til Californina. Þá meina ég í botn. Þetta voru alvörutónleikar!!!

thank-water.netMiðað við hamingjuna sem ég upplifði við þetta verð ég að stórefast um að vatnið í líkama mínum hafi kristallast í einhvern ófögnuð (skrímsli) við rokkið, eins og japanski maðurinn heldur fram í bók sinni Leyndardómar vatnsins. Mér líður nákvæmlega jafnguðdómlega vel þegar ég hlusta á hávært GOTT rokk og Stabat Mater eftir Pergolesi! Ég er viss um að vatnið í mér hefur verið við það að breytast í rafgeymasýru þegar vælukjóarnir þarna í morgun byrjuðu að syngja í plötuspilaranum hennar Ástu. Smekkur fólks hlýtur að hafa áhrif ... nema vatn hafi svona lélegan smekk! Í bókinni kemur fram að vatn bregðist líka við orðum. Orð eins og þakklæti hafi mergjuð áhrif til góðs á meðan bjáni láti láti það kristallast í ljótar myndir ... það er sem sagt ekkert sniðugt að blóta í baði. Sá reyndar eitthvað um þetta í myndinni What the Bleep do we know?! og gleymi alltaf að gera tilraunir sjálf ... enda á ég svo sem hvorki góðan frysti né smásjá. Eftir vonbrigðin miklu með vatnið, saltið og baðvaskinn (og það komu engar öldur) hef ég lítið verið fyrir vísindatilraunir ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: krossgata

Þú átt alla mína samúð vegna þessara tónlistarofbeldis sem þú varðst fyrir í morgunsárið og spila því þér til stuðning og samhyggðar diskinn Ten thousand fists með Disturbed. 

 Varðandi pöddurnar í rúmum Íslendinga þá eru allar fullyrðingar um slíkt orðum auknar og hafa rannsóknir sýnt að slíkt er í algjöru lágmarki á Íslandi og hefur hvergi í heiminum fundist eins lítið af slíkum hjásvæfum.  Einn af ótvíræðum kostum þess að búa á Íslandi þrátt fyrir dýrtíð og aðrar álögur.

Ég hef ákveðið í framhaldi af einkar gáfulegum skrifum yðar um tilfinningar vatns að lesa fallega sögu fyrir baðvatnið mitt í kvöld.

krossgata, 26.10.2007 kl. 11:11

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hahhahaha! Ekki lesa Rauðhettu þótt hún endi "vel", og takk fyrir að hughreysta mig í sambandi við dýrin í rúminu.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 26.10.2007 kl. 11:16

3 identicon

Vissi að þú hefðir vandaðan tónlistarsmekk frú Guðríður! Næst þarftu bara að grípa disk í dökkbláu hulstri með þér í bílinn til Ástu  Ég er nú að glíma við heldur skelfileg kvikindi á heimili mínu þessa dagana. Níundi rottuunginn var fangaður fyrir stundu  Mér er ekki skemmt. Skíthrædd um að vakna við það að rottumamma situr á sænginni og horfir grimmdarlega í augun á mér - í hefndarhug fyrir fjöldamorðið á ungunum hennar.

Sigga (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 18:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 208
  • Sl. sólarhring: 372
  • Sl. viku: 900
  • Frá upphafi: 1505907

Annað

  • Innlit í dag: 167
  • Innlit sl. viku: 733
  • Gestir í dag: 161
  • IP-tölur í dag: 155

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband