Matar"kuklarinn" Solla

Ég heyrði brot úr Samfélaginu í nærmynd í gær þar sem viðmælandinn líkti Sollu hjá Himneskri hollustu við kuklara. Ég var steinhissa, enda skrifar Solla greinar um hollt mataræði, ekki dulræn málefni. Á bloggsíðu Svans læknis, sem var mögulega viðmælandinn í útvarpinu, segir líka að það hafi ekki komið honum á óvart þegar Solla lauk grein sinni með því að ætla að tala næst um himalayakristalinn. Sá skilningur var lagður í kristalinn að viðkomandi Solla hlyti að trúa á stokka og steina ... Ég rannsakaði málið ... Himalaya-kristall er SALT!!!

Mér finnst greinarnar hennar Sollu mjög góðar og hvetjandi fyrir okkur sófadýrin sem kannski blekkjum okkur með því að kaupa bananabombur og appelsínusúkkulaði ... til að fullnægja ávaxtaþörf dagsins ... hehehe. Veit ekki til þess að Solla hafi nokkru sinni tjáð sig um spádóma áruþvottavélar eða slíka samkvæmisleiki. Hún er öll í mataræðinu og hlýtur að hafa á einhvern hátt rétt fyrir sér þar sem hún hreinlega geislar af orku og lífsgleði ...

Spælandi að ná ekki að komast með Ástu á Skagann núna kl. 15 en það er föstudagur og mikið að gera. Yfirleitt erum við búnar um fjögur til fimm og það er mikill munur frá því áður þegar þetta var yfirleitt fram á kvöld.  Ætla meira að segja að reyna að ná 15.45-vagninum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: krossgata

Hvað segirðu áruþvottavél?  Hvaða tegund ætli sé best, General Spirit?  Ég finn skyndilega mikla vöntun í græjusafnið á heimilinu.

 Gargandi fyndið þetta með saltið.

krossgata, 26.10.2007 kl. 15:52

2 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Fullyrðingar Sollu um áhrif mataræðis á sýrustig líkamans standast enga rýni, þetta var fullkomið kjaftæði.  Mataræði hefur ekki áhrif á sýrustig líkamans.

Hvað ætlar Solla svo að segja okkur um þetta salt - að það sé hollara en annað salt?  Hvað hefur hún fyrir sér í því?

Matthías Ásgeirsson, 26.10.2007 kl. 16:00

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hvað með Maldoni saltið?  keypti pakka í vor og þetta virkar alveg eins.  Eigðu virkilega góða helgi Gurrý mín.

Ásdís Sigurðardóttir, 26.10.2007 kl. 16:14

4 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Solla hefur þau áhrif á mig að ég er farin að kaupa meira grænmeti og nú er t.d. spínat í miklu uppáhaldi í himnaríki. Læknar hvetja líka fólk til þess að borða hollan mat. Held að Solla hafi bara talað um að þetta Himalaya-salt væri svo gott. Salt er ekki sama og salt. Ég veit ekkert um sýrustig eða neitt slíkt og ... hef eiginlega engan áhuga á því, held að best sé að borða sem fjölbreyttastan mat og sem minnst af unnum matvælum. Mataræði skiptir máli! Einu sinni óverdósaði ég af pensílíni (sló tvívegis niður af lungnabólgu) og lækninum láðist að segja mér að drekka AB-mjólk með. Það var reyndar annar læknir sem benti mér á það nokkrum árum seinna en það kom bara ansi seint, ég hef átt í leiðindakvillum, eins og bjúgsöfnun, síðan sem hefur lagast eitthvað eftir að ég hætti að borða brauð. Einn læknir sem ég þekki hlær að mér fyrir að forðast ger. Well, það eru komin 15 ár og ég er ekkert að lagast, eins og mér var sagt að myndi gerast. Solla hefði t.d. ráðlagt mér á þeim tíma að taka "asídófílus" og drekka AB-mjólk í miklu magni en margir læknar "trúa" ekki á svona, eða gerðu ekki á þessum tíma, a.m.k. ekki læknirinn minn. Ég skildi ekki hvað Þorsteinn Blöndal lungnalæknir átti við þegar hann tók mig af síðasta pensílínskammtinum og sagði að lyfið skemmdi í mér magann, væri svo sterkt, löngu seinna skildi ég það. Æ, hvað ég vildi að öll dýrin í skóginum gætu verið vinir, virtu hvert annað og ef þeir væru ósammála gætu þeir sett það fram á þannig máta að það móðgaði ekki eða særði. 

Mig langaði í raun bara að benda á að mér hefur aldrei skilist af skrifum Sollu í Vikunni að hún væri kuklari á nokkurn máta, þetta með kristalinn misskildist svolítið hallærislega, en saltið góða heitir víst Himalaya-kristall. Það mætti miklu frekar ráðast að ýmsum kuklurum og rugludöllum sem hafa fé af saklausu fólki með alls kyns bulli og þvælu, svipað og sumir sértrúarsöfnuðir, en manneskju sem leggur áherslu á hollt mataræði. Held að Solla hafi engan skaðað með skrifum sínum, jafnvel þótt greinin hennar um súrt og basískt fæði samræmist kannski ekki því sem læknar læra. Mér gramdist tónninn í manninum í útvarpinu, hann hló og gerði grín að henni fyrir að halda þessu fram. Ekki veit ég til þess að hún geri grín að læknum. Tek það fram að ég þekki Sollu ekki persónulega en mér finnst hún samt frábær!

Guðríður Haraldsdóttir, 26.10.2007 kl. 16:52

5 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

æi, hún hefur nú viljað halda hinu og þessu fram sem er síðan enginn basis fyrir (og ekki bara vegna þess að einhverjir læknar hafi lært annað)

Hún býr til góðan og hollan mat en ætti ekki að leika gúrú fyrir því.  Sjálfskipaðir gúrúar gera það iðulega.  Sáuð þið þáttinn um detox kúrana í The Truth About Food um daginn?  Og haldið þið að fólk hætti að fara á slíka.  Hah!

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 26.10.2007 kl. 17:18

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er nú sammála Hildigunni að öllu leyti en hef ekkert á móti fólki sem kann fyrir sér í heilbrigðri matargerð.  Finnst það reyndar svo oft fara út í öfgar fyrir nú utan margt af efninu sem notað er til matargerðarinnar er fokdýrt.

Ég er viss um alhliða notkun, fisk og kjötmetis, grænmetis og kornvara skilar bestum árangri og svo þarf að detta í það í matarlegum skilningi reglulega til að lífið verði skemmtilegt og að maður muni að maður er ansi ófullkomin mannvera sem er reyndar hið besta mál.

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.10.2007 kl. 20:03

7 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Meinlætalifnaður er ekki stundaður hér og verður vonandi aldrei. Mátti bara til að koma þessu að með saltið!

Guðríður Haraldsdóttir, 26.10.2007 kl. 20:37

8 Smámynd: Nanna Rögnvaldardóttir

Ekki líkist þetta nú venjulegu salti mikið.

Af vefsíðunni himalayancrystalsalt.com:

,,When water and the Original Himalayan Crystal Salt™ connect, the negative poles of the water molecules surround the positive ions in the salt and the negative ions in the salt are surrounded by the positive polarized particles of the water molecules. This changes the geometric structure of the water and the salt, and creates something entirely new, a third dimension. The water no longer is water and the salt no longer salt. The elements have liberated themselves from their restrictions, given up their polarities by the resonant effects, and reached a higher form of energy. Only through this process of attaining higher levels of consciousness, can we relinquish our polarities and return into the oneness of all elements. This is exactly what transpires when water and salt meet. The willingness of the water to give up its own identity, in return, liberates the salt from its manifested identity—to overcome the powers of the gridwork and to separate sodium from chloride. Both elements are ionized, which releases their stored energy and information."

Einmitt ... Ég mæli frekar með því að spara bara við sig saltið og nota svo Maldon eða annað gott sjávarsalt. Vera ekkert að velta fyrir sér þriðju vídd og meðvitund saltsins og orku og upplýsingum sem það geymir í sér og whatever.

Nanna Rögnvaldardóttir, 26.10.2007 kl. 21:58

9 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

ég á kassa með 7 tegundum af salti. Fékk í jólagjöf í fyrra frá Þorbirni bróður. Ótrúlegur munur milli tegunda, á bragði og lit og öllu. Skal alveg kaupa að Solla hafi verið að tala um þetta fína salt :)

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 26.10.2007 kl. 22:00

10 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Nanna, hehe, var að henda inn mínu svari þegar ég sá þitt.  Dæmigert kjaftæði, ss!  Gott steinefnasalt getur svo líka verið æði.

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 26.10.2007 kl. 22:02

11 Smámynd: Jens Guð

  Það er ofmælt að kalla Sollu kuklara.  En samt ekki mjög langsótt heldur.  Hún heldur ýmsu fram um líkamsstarfsemina sem stenst ekki skoðun.  Það er spurning hvar línan liggur á milli þess að vera kuklari annarsvegar og hinsvegar að hafa áhuga á heilsufæði og miðla kenningum þar um án þess að vera með fræðin á hreinu.

  Kuklarar eru einnig kallaðir skottulæknar.  Solla er ekki skottulæknir. 

Jens Guð, 27.10.2007 kl. 21:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 30
  • Sl. sólarhring: 426
  • Sl. viku: 2147
  • Frá upphafi: 1456097

Annað

  • Innlit í dag: 28
  • Innlit sl. viku: 1786
  • Gestir í dag: 28
  • IP-tölur í dag: 27

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Sjö saman í Karíba
  • Facebook ógnir
  • Herbergi drengsa

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband