Morðóður Kurt - fínasta skemmtun

TöffararnirMorðinginnMun meira er horft á vídjó eftir að erfðaprinsinn kom á heimilið. Nú vorum við að enda við að horfa á Death Proof, Tarantino-mynd með Kurt Russell í aðalhlutverki. Myndin hófst frekar hægt og mig langaði eiginlega meira að lesa ... en erfðaprinsinn, sem horfði á hana í gær, heimtaði að ég horfði lengur. Ég sé ekki eftir því. Kurt-karlinn notar bílinn sinn, sem er death proof, til að myrða ungar stúlkur. Hann hefði ekki átt að böggast í vissum stúlkum. Í þeim stúlknahópi er áhættuleikkona (önnur frá hægri) sem leikur sjálfa sig. Ég meira að segja reis upp í leisígörl af spenningi í lokakaflanum.

Nú skal haldið til rekkju til að horfa á House í endursýningu (kl. 22) og síðan lesa. Smávægilegur slappleikur hefur farið fram í himnaríki í dag, svefninn langi hefur án efa komið í veg fyrir mörg mörk, eða þannig. Mögulega verður að sleppa skírnarveislu og síðar matarveislu í höfuðborginni á morgun og það er fúlt. Þvílík samviskusemi að vera veik um helgi, segi nú ekki annað. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Það er af því að þú ert kona með samvisku, ég man eftir uppúr tvítugu að hafa verið veik fimmtud og föstud. til að komast á skagann á 4ra daga fillerý, komið við á Snorrabraut og keyptur kassi af sterku, þú segir engum frá þessu, það þekkir mig ekki nokkur maður þar lengur.  Sei, sei, nei, nei.  En erfðaprinsinn er heppin með mömmu það verð ég að segja.  Láttu þér batna mín kæra.  bæðevei núna er ég þrjúhundruðfimmtugastiogþriðji gesturinn þinn,  353.000 ekki slæmt.

Ásdís Sigurðardóttir, 27.10.2007 kl. 22:11

2 identicon

HORFA HORFA HORFA Á

SOFA SOFA SOFA ÞÁ

HORFA HORFA AFTUR Á

SOFA SOFA BANGSA HJÁ. 

Jensen (IP-tala skráð) 27.10.2007 kl. 22:15

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

það er glæpsamlegt að vera veikur um helgar mín kæra.

Jóna Á. Gísladóttir, 28.10.2007 kl. 01:16

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Er sjálf komin með eitthvað sem kallast má veiki.  Þú átt alla mína samúð.  Hér er enginn erfðaprins en samt er ég farin að horfa á myndir sem aldrei fyrr.  Það er bíórásinni að kenna eða þakka.  Var að horfa aftur á "Walk the line" og mér finnst hún fín.

Láttu þér batna.

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.10.2007 kl. 09:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 274
  • Sl. sólarhring: 383
  • Sl. viku: 2236
  • Frá upphafi: 1455939

Annað

  • Innlit í dag: 244
  • Innlit sl. viku: 1845
  • Gestir í dag: 236
  • IP-tölur í dag: 228

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ástarsaga
  • Sofandi köttur
  • 1. maí fyrir nokkrum árum

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband