Að hafa tandurhreina samvisku

Hrein samviskaKomst að því að hæfileikinn til að sofa út í himnaríki er enn til staðar. Sagt er að sá sem ekki geti sofið til hádegis hafi slæma samvisku. Mín er greinilega svo tandurhrein að risið var úr rekkju um fjögurleytið ... en bakið er í rúst.

Ýmislegt áhugavert mátti lesa í blöðunum í dag, m.a. var lesendabréf frá farþega sem vildi að Skagastrætó færi alla leið niður á Hlemm í stað þess að hafa endastöð í Mosó og að Kolla Bergþórs er stórhrifin af bókinni um 10 litlu negrastrákana. Þetta tvennt var alla vega minnistæðast.

Fyrir nokkru setti ég hlekk að uppáhaldslaginu mínu með Wu-Tang Clan, það var tónleikaútgáfa og viðlagið heyrðist varla, léleg upptaka. Hér kemur lagið á nýjan leik, beint af kúnni (plötunni), og ég hef tekið gleði mína aftur. Það borgar sig greinilega að leita betur á youtube.com.
http://www.youtube.com/watch?v=-J9YlU0kcPU

Svo er hér annað lag sem ansi gaman var að rifja upp kynnin af:
http://www.youtube.com/watch?v=POl4vFp-5os 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég hef sofið framundir hádegi meira og minna síðustu 5 árin, skildi ég þá ekki flokkast undir að vera samviskulaus.?  kær kveðja í letilífið, bakið lagast.  Hafðu það gott 

Ásdís Sigurðardóttir, 27.10.2007 kl. 17:24

2 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Jú, Ásdís, þú ert  greinilega algjörlega samviskulaus. hahahahahhaha! Hafðu það gott líka, elskan.

Guðríður Haraldsdóttir, 27.10.2007 kl. 17:39

3 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ég vaknaði klukkan fjögur í morgun...hvað segir það um mig???? Fór reyndar ekki á fætur fyrr en um níuleytið enda laugardagur. Jiiii hvernig væri að spila í íslenska lottóinu...mér líður eitthvað sgvo heppnislega í dag.  Heiti á Himnaríki 10 prósentum.  Þá getur Jónas kannski fengið bróður og þeir skúrað saman alla daga. Já geri það.

Knús

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 27.10.2007 kl. 17:49

4 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Vona að þú fáir þrefalda pottin, elsku Katrín! Ekki er verra að fá 10% ...

Guðríður Haraldsdóttir, 27.10.2007 kl. 18:01

5 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

... pottinn, vantaði eitt n.

Guðríður Haraldsdóttir, 27.10.2007 kl. 18:02

6 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Eftir að litlu einstaklingar tíndust inn á heimilið hef ég vaknað á bilinu 7 til 9 á morgnana vona að ég sé í góðum málum í himnaríki....

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 27.10.2007 kl. 19:38

7 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Þetta á sko ekki við þegar litlir englar þurfa athygli, Heiður. Gleymdi reyndar að geta þess að ég vaknaði klukkan átta í morgun og fór fram úr í smástund. Svo skreið ég upp í aftur og byrjaði upp á nýtt að sofa, þetta hefur gerst áður, það er eins og ég þurfi alltaf mína átta tíma SAMFLEYTT! Arggggg! Læt þetta ekki henda mig aftur. Hahhahaha

Guðríður Haraldsdóttir, 27.10.2007 kl. 19:41

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég geri eins og þú frú Guðríður.  Ég vakna, mjög ábyrg fyrir allar aldir, reyki eins og mófó, blogga smá og les blogg, undantekningarlaust yðar blogg, að sjálfsögðu og svo fer ég með einbeittan brotavilja í beðjuna á ný og sef eins og sakleysið uppmálað.

Já Kolla var voða hrifin af "ten little niggers" enda hef ég haldið því fram án þess að skammast mín að hún sé mátuleg á fullorðið fólk-

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.10.2007 kl. 21:22

9 identicon

Á skaganum kona ein mikið hún sefur

Skilur ekkert hvað karlmannsleysi tefur

Seint það gengur að finna draumaprinsinn

Ef hún bara sefur svona daginn út og inn 

Jensen (IP-tala skráð) 27.10.2007 kl. 21:25

10 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Já, þetta læt ég ekki koma fyrir mig aftur, Jensen. Í fyrramálið dríf ég mig á fætur við fyrsta hanagal og hleyp um Akranes í leitinni ... eða þannig. Hahahhaha!

Þú ert greinilega með tandurhreina samvisku, eins og ég, Jenný mín!

Guðríður Haraldsdóttir, 27.10.2007 kl. 21:56

11 Smámynd: Steingrímur Helgason

Gaman að sjá Geldoffinn gólandi þetta aftur, rifjaði upp minníngar frá þessum tíma, & þetta var/er glerfínt lag sem að heldur sér alveg jafnvel í gegnum tímann, alveg eins & við gerum líka.  Þetta lag varð til þess að ég varð mánudagsmaður, & tók upp á þvi að sannfæra sjálfann mig um að mánudagar væru mínir uppáhaldsdagar.  Hef viðhaldið þeim sið að vakna extra snemma & aukalega hryllilega hress þá daga, mínum nánustu & vinnufélugum til mismikillar gleði í gegnum tíðina.

Nú, ég verð nú líka að fá að mótþróast einhvernveginn líka, e?

Steingrímur Helgason, 28.10.2007 kl. 00:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 93
  • Sl. sólarhring: 226
  • Sl. viku: 1409
  • Frá upphafi: 1460308

Annað

  • Innlit í dag: 85
  • Innlit sl. viku: 1120
  • Gestir í dag: 84
  • IP-tölur í dag: 80

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Fótapláss ekkert
  • Facebookvinátta
  • Fótapláss ekkert

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband