Strætóheimasíðumorgunraunir á sunnudegi

Nú er morgungleðin alveg að fara með mig. Það rennur svo löturhægt í baðið og svo veit ég aldrei hvort það endar sem heitt bað eða kalt bað. Svo var ég svo glöð að vakna svona klukkan átta, algjörlega útsofin ... þá var klukkan í tölvunni klukkutíma of sein ... Ó, Evrópa og tímabreytingar ...

TölvuraunirTvisvar þurfti ég að endurræsa tölvuna í morgun. Ætlaði í sakleysi mínu að tékka á ferðum strætó nr. 27 á sunnudögum en eina leiðin til að sjá það er að fara inn í pdf-skjal á straeto.is og þar fraus tölvan mín tvisvar. Þetta var ekki í fyrsta sinn. Ég elska strætó en ég er mjög óánægð með heimasíðuna og að maður þurfi að opna í aukaforriti til að komast inn í leiðakerfið sem er líka búið að gera svo óþarflega flókið að það er á þremur síðum. Þetta á að vera svo gott til að prenta leiðakerfið út en sorrí, það eru ekki allir með prentara, ekki ég! Ég prófaði líka hjálpardæmið þarna, að skella inn heimilisfangi mínu og öðru í Reykjavík til að vita kl. hvað ég gæti tekið strætó, en það var ekki virkt.

Tryggir strætófarþegarAuðvitað hringdi ég líka í 540 2700, ýtti fyrst á einn og gat valið um skiptiborð eða rödd af bandi sem taldi upp allar breytingar á leiðum og hófst lesturinn á leið nr. 1. Sá að það tæki tímann sinn fram að leið 27 ... hringdi aftur og beið eftir skiptiborði en enginn svaraði.

Úti á stoppistöð fæ ég bara að vita á skiltinu þar kl. hvað strætó verður nákvæmlega á þessarri stoppistöð, ekki hvenær hann leggur af stað frá endastöð eða verður á áfangastað. Það hefði líklega endað með því að ég tékkaði þar á brottför en engillinn hann erfðaprins heyrði að vesen var á móðurinni og bauðst til að skutla henni í bæinn ef hún færi. Óvíst vegna bakverkja eftir svefninn langa.

P.s. Baðið reyndist ekki vera kalt, heldur ískalt, og bakið versnar eiginlega með hverri mínútunni þannig að skírnarveislan verður að fara fram án mín, hræðilega spælandi. Plata bara erfðaprinsinn með mér fljótlega til að heilsa upp á fjölskylduna á Guddó (Guðrúnargötu) og gefa skírnargjöf og stórusysturgjöf. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Ég vona að bakið þitt lagist sem fyrst ,ég hef aldrei verið með svona krúttlegum dúllum í leið 27 eins og sést á myndinni  Ég dröslast með strætóbókina mína fínu í töskunni alla daga,þetta er svona lekkert gormabók sem kostaði 300 kr.og hún hefur aldeilis staðið undir sér þessi elska,eigðu góðan dag

Katrín Ósk Adamsdóttir, 28.10.2007 kl. 10:46

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Það endar líklega með því að maður fjárfesti í svona gormabók, ætlaði reyndar ekki að gera það en þar sem heimasíðan er svona léleg og enginn til að svara í síma þá neyðist maður til þess ... Það væri nú gaman ef farþegarnir væru svona krúttlegir á morgnana. ;) Eigðu góðan dag sömuleiðis. 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 28.10.2007 kl. 11:28

3 Smámynd: Saumakonan

áts... ég held að ég sé ekki vöknuð enn... ég las nefnilega aðeins vitlaust *hóst*   

"Nú er morgunÓGLEÐIN alveg að fara með mig"     ROFL!!!!    og ég fór að spá.... öhh er ég að missa af einhverju hér??????

Saumakonan, 28.10.2007 kl. 12:06

4 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

Ég nota strætó svoldið en heimasíðan þeirra er bara kúkurinn í lauginni en þegar maður er búin að fatta strætóskiltin þá er það mjög þægilegt að skilja það. En það vantar bara leiðbeiningar frá þeim hvernig á að lesa úr þessu og það er asnalegt að þurfa nota pdf forrit til að sjá tímana sem stætó kemur...

Sigvarður Hans Ísleifsson, 28.10.2007 kl. 13:13

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Láttu þér batna Gurrí mín.  Er sjálf að drepast úr flensu og nú verkjar mig í neglurnar

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.10.2007 kl. 13:26

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Búin að stilla á rétt tímabelti, takk Anna! Það er mjög auðvelt að lesa út úr nýju strætóskiltunum, til þess er kannski leikurinn gerður, en mér finnst slæmt að aðrar upplýsingar duttu út, eins og með tíma á öðrum stoppistöðvum og slíkt. Yrði voða ánægð ef heimasíðu strætó yrði breytt og hægt að sjá þetta með öðru sniði. 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 28.10.2007 kl. 13:31

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Að verkja í neglur og hár, þú hlýtur að vera ansi lasin, elsku Jenný!!! Láttu fara vel um þig og ekki baka í dag, hvíldu þig.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 28.10.2007 kl. 13:32

8 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Ég hef alltaf sagt það; strætó þarf að ráða ráðgjafa sem hefur ferðast með strætó :-)

Kristján Kristjánsson, 28.10.2007 kl. 13:54

9 identicon

Það er annars ekki bara tímabeltið sem þú þarft að hafa í Gurrí mín. Það er svona hak sem þú merkir við hvort að tölvan þín eigi að breytast samkvæmt sumartíma... Það er þarna í timezone (eða tímabelti ef þú ert með tölvuna þína á íslensku eins og ég).

Þar fyrir neðan myndina af heiminum er hak sem þú þarft að taka af...

En góð kveðja á skagan, frá Ungverjalandi...

Jóhanna (IP-tala skráð) 28.10.2007 kl. 16:15

10 identicon

Hæ Gurrý - vona að bakið og heilsan fari að lagast - en prufaðu að skrifa smá meldingu á kommentakerfið hjá Helgu Völu. Þá færðu strax svar frá strætó sjálfum.

JóhannaH (IP-tala skráð) 28.10.2007 kl. 17:46

11 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Garrrgh! Þetta pirrar mig líka! Ég veit ekki til hvers verið var að breyta þessu en ég held að Strætó haldi sífellt áfram að sanna að lengi getur vont versnað!

En bestu kveðjur til þín samt!

Laufey Ólafsdóttir, 28.10.2007 kl. 19:43

12 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Það er búið að flækja þetta í þeim tilgangi að verið sé að einfalda málin. Gefnar eru minni upplýsingar t.d. á skýlunum og heimasíðan er hræðileg. Þeir sem vinna að þessum málum taka greinilega ekki strætó að staðaldri.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 28.10.2007 kl. 22:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 9
  • Sl. sólarhring: 206
  • Sl. viku: 647
  • Frá upphafi: 1505938

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 521
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband