29.10.2007 | 08:43
Í dag er glatt í þakklátum hjörtum ...
Spölur reyndi án árangurs að nappa okkur Ástu fyrir of hraðan akstur í göngunum og voru búnir að setja upp þriðju myndavélina! Allt kom fyrir ekki, við fórum ekki yfir 70! Lentum líka í svívirðilega spennandi ævintýri á leiðinni ... rúðupissið kláraðist og salt flæðandi yfir framrúðuna. Við hefðum alveg eins getað verið með lokuð augun þessa metra sem voru að næstu bensínstöð. Á bensínstöðinni var Georg Bjarnfreðarson að vinna (þetta skilja þeir sem horfa á Stöð 2 á sunnudagskvöldum). Af því að við vorum svo fáránlega sætar hreytti hann ekki miklu í okkur, bara því að fólk notaði almennt of mikið rúðupiss. Við vorum svo þakklátar og glaðar í hjörtum okkar ... Ásta fyrir að eiga ekki svona mann og ég fyrir að eiga ekki mann.
Ég var langfyrst í vinnuna, komin um 7.40, og dúllaði mér við að skipta á kaffikönnunni (henda bláa pokanum með korginum, bæta við kaffibaunum og solles) og til að losna nú við allt sull henti ég rörinu af öllum litlu G-mjólkurfernunum svo að fólk noti nú skærin til að opna fernurnar ... Mér finnst þetta bara eðlilegt. Það fer alltaf jafnmikið af G-mjólkinni útfyrir eins og fer í bollann og það er pirrandi ...
Hafið það svo hrikalega gott í dag, isskurnar, og njótið þess í tætlur að drekka morgunkaffið ... morgunteið ... morgunkókómjólkina ... hvaðeina sem kemur ykkur í gírinn.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Ferðalög, Lífstíll, Matur og drykkur | Facebook
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 48
- Sl. sólarhring: 69
- Sl. viku: 686
- Frá upphafi: 1505977
Annað
- Innlit í dag: 39
- Innlit sl. viku: 553
- Gestir í dag: 38
- IP-tölur í dag: 38
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Takk sömmleiðis frú mín góð.
Verð að fá mér sjálfvirkandibaunamölunarkaffikönnu.
Þetta er náttúrulega alveg óþolandi hvernig fólk gengur um G-Mjólkina, og yfirleitt allar G-vörur.
Þröstur Unnar, 29.10.2007 kl. 09:01
Heheheh, gjörsamlega óþolandi. Veit ekki hvernig þessi vinnustaður væri útlits (örugglega doppóttur af mjólk) ef ekki væri fyrir mig ... Mæli með espressóvél frá Einari Farestveit ... Saeo Vienna heitir mín og hún er æði, æði, æði!!!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 29.10.2007 kl. 09:06
MMM mér finnst kaffi gott. Skil feginleika þinn þegar þú talar um Georg. Ég er líka fegin að Mumminn minn er ekki líkur honum. Þá væri hann sennilegast ekki heldur Mumminn minn.
Eigðu frábæran dag í skvettulausu umhverfi.
Fjóla Æ., 29.10.2007 kl. 09:15
Sömuleiðis Gurrí mín, hafðu það svívirðilega gott í alla staði og í bak og fyrir.
Steingerður Steinarsdóttir, 29.10.2007 kl. 09:49
Takk, sömuleiðis. Vona reyndar að allir hafi tekið eftir aðalatriði bloggfærslunnar: ÞAÐ ERU KOMNAR ÞRJÁR MYNDAVÉLAR (í stað tveggja) HVALFJARÐARGÖNGIN, EÐA SEX ALLS (í stað fjögurra)! Látið ekki nappa ykkur á leiðinni í heimsókn til mín, heldur akið á löglegum hraða, elskurnar!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 29.10.2007 kl. 10:00
Spölur leggur mikið á sig að reyna að hanka þig, þennan stutta spöl. Ég var að fá mér kaffi hjá henni Möngu hérna í vinnunni. Hún er svona sjálfmalandieðalkaffivél. Ég vil ekki menga kaffið mitt með mjólk og er ekkert að spá hvort slíkur óþarfi og kaffieitur sé til.
Skál (í kaffi auðvitað) fyrir deginum!
krossgata, 29.10.2007 kl. 10:19
Las fyrirsögnina áðan og nú klingir stanslaust "í dag er glatt í döprum hjötrum " allt lagið og verður sjálfsagt þannig í dag. Skál í G-streng, eða flokkast hann ekki undir G-vörur? Eigðu góðan dag í blíðunni.
Ásdís Sigurðardóttir, 29.10.2007 kl. 11:48
Gurrí ´sskan, get ekki orða bundist (ekkert nýtt svo sem þar á ferð) en er þetta með rörin og G-mjólkina soldið svona Georgsbjarnfreðarsonslegt?? Muhahaha!!
Njóttu dagsins mín kæra og farðu varlega í göngunum ljótu og löngu
Jenný Anna Baldursdóttir, 29.10.2007 kl. 12:40
Jú, Jenný, alveg hryllilega. Skil ekki hvað ég á jákvæða bloggvini. Bjóst við: Vá, hvað þú verður leiðinlegt gamalmenni! Þú ert klikkuð! osfrv en enginn kveikti á þessarri klikkun. Tek það fram að það er ekkert sull við kaffivélina núna! Allt mér að þakka addna! Vona að þú hafir öðlast jólaanda (Í dag er glatt ...) í þessarri færslu, eins og Ásdís, múahahaha! Skál í kaffi, krossgata!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 29.10.2007 kl. 13:16
Takk fyrir mig elsku Gurrí mín.
Kristín Katla Árnadóttir, 29.10.2007 kl. 18:17
Hahahaha, think you smery smuch er að kafna úr chrismtsmas spirit.
Jenný Anna Baldursdóttir, 29.10.2007 kl. 21:55
Lenti í svona rjómasprautuuppákomu á bæjarskrifstofunum í dag, karlmaður að poppa mjólkina fyrir mig, fórnaði sér, svo ég lenti ekki í að sprauta G-mjólk upp um alla veggi. Fallega gert, og fín mjólk, það sem lenti í bollanum mínum á endanum.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 30.10.2007 kl. 00:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.