16.11.2007 | 09:04
Mannasiðir, Mosósjokk og Harry Potter
Þetta var nú meiri strætódrossían sem við ferðuðumst með í morgun. Fullkomin rúta með sjónvarpi og alles. Reyndar slökkt á imbanum en Bylgjan var á hæsta, mér til ógleði, þoli illa útvarp á hæsta á morgnana og líkist Hildu systur sífellt meir í sambandi við það. Ég hlammaði mér niður hjá smiðnum. Þessa dagana er hún í verkefni í Grafarvogi og var svo heppin í grenjandi rigningunni að samstarfsmaður hennar bauðst til að sækja hana í Mosó. Annars hefði hún þurft að skipta um vagn í Ártúni og labba langa vegalengd. Smásjokk þegar við nálguðumst Mosó, ég gat ekki losað mig úr öryggisbeltinu og allt leit út fyrir að smiðurinn þyrfti að hringja sig veika í dag. Svo á síðustu stundu prófaði ég að athuga hvort beltinu væri kannski smellt vinstra megin við mig og þannig reyndist það vera. Sjúkkittt! Annars hefðum við smiðsa þurft að rúnta hring eftir hring - Akranes-Mosó-Akranes-Mosó í allan dag eða þar til einhver með hníf hefði komið og skorið mig úr beltinu. Hugsa ég.
Við Sigþóra fengum far upp súkkulaðibrekkuna með elsku Ingu og þegar Sigþóra var komin heilu í vinnuna fórum við Inga í Kaffitár. Svona af því að það er föstudagur þá var keyptur latte og heitt krossant með súkkulaði. Allgjör snilldarbyrjun á degi. Ég vaknaði reyndar hress og næstum því bein í baki, enda svaf ég í leisígörl í næstum allt gærkvöld með hitapoka við bakið. Þetta hlýtur að virka á endanum.
Elskan hann Harry Potter kemur út á íslensku í dag. Það fór aldrei svo að ég lyki við bókina á ensku og er það í fyrsta sinn. Ætla að kenna uuuuu .... erfðaprinsinum um þetta. Er reyndar helmingi fljótari að lesa á íslensku þannig að elsku Jenný mín fær endinn sendan á meili fljótlega. Er að verða búin með Þráin og er bara ansi hrifin. Hann kann þá list að láta persónurnar heita nöfnum sem festast í minni, Víkingur og svona ... það þreytir mann stundum að lesa spennusögur með svo mörgum Jónum, Gunnum, Möggum og Siggum að allt er komið í hrærigraut. Þá er um að gera að hafa persónurnar færri, eins og t.d. Arnaldur gerir. Las bókina hennar Unnar Arngríms í gær en í henni eru leiðbeiningar í mannlegum samskiptum og fleira. Þótt bókin sé kannski gamaldags á margan hátt (ekki galli) þá eru mannasiðir auðvitað sígildir. Ég er greinilega vel uppalin af móður minni og kennurum í Barnaskóla Akraness því að það var ekki margt sem kom mér á óvart en samt svona sitt af hverju sem gott var að vita um kokkteilboð og svona sem ég hef aldrei haldið, það er annað hvort fermingarveisla þegar ég á afmæli eða ekkert. Held að fólk vilji miklu frekar brauðtertur en brennivín!
Myndskreytingar: Marc Chagall - Förðun: Make Up School - Fatnaður: Nína - Gáfur: Úr Skagafirði - Húmor: Þingeyjarsýsla - Útlit: Genaþjónustan hf. - Innræti: Bloggsamfélagið sf - Innræti æskunnar: Skapgóðir Skagamenn gpl.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Bækur, Lífstíll, Menning og listir | Facebook
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 201
- Sl. sólarhring: 366
- Sl. viku: 893
- Frá upphafi: 1505900
Annað
- Innlit í dag: 160
- Innlit sl. viku: 726
- Gestir í dag: 154
- IP-tölur í dag: 148
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Hæ Gúrrí, gott að heyra að þér líður betur í bakinu, en ertu búin að prufa trikkið sem ég gaf þér í gær? Ætla einmitt núna að leggjast á gólfið hjá mér og not t-boltana til að nudda á mér veiku blettina í mjóhrygg. Var kaffið gott? Bara spyr því mér finnst ég ekki hafa fengið gott latte hér síðan Butlerinn fór af landi brott.
best kv
siggi
siggi (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 09:30
Á eftir að kaupa tennisbolta, íþróttabúðin á Skaganum selur bara tískufatnað, verð líklega að fara í verslun í Rvík. Ath. hvort erfðaprinsinn skutlist nú ekki fyrir aldraða móður sína og kaupi eins og tvö stykki tennisbolta! Latte-inn í Kaffitári var himneskur, algjörlega dásamlegur!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 16.11.2007 kl. 09:56
Gott að heyra að þú ert farin að rétta úr kútnum. Hafðu það gott um helgina Gurrí mín.
Steingerður Steinarsdóttir, 16.11.2007 kl. 11:21
Takk, Steingerður mín, og sömuleiðis, hafðu það gott um helgina!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 16.11.2007 kl. 12:19
heh, ég þoli nú ekki Velgjuna, hvort sem hún er á hæsta eða ekki...
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 16.11.2007 kl. 13:42
Tek undir með tónskáldinu!
En að fá sér far upp súkkulaðibrekkuna og fá sér svo alvöru súkkulaði líka!
Hvað verður þá um kúlurassinn?
Magnús Geir Guðmundsson, 16.11.2007 kl. 17:12
Smá innlegg í umræður um súkkulaðibrekkur og kúlurassa:
Kúlurass er kvenna stolt,
kannski eftir vonum,
því mörgum karli mun það hollt,
að mjakast spönn frá honum.
Súkkulaði sæluvist,
sést í þokka ranni,
eigandans ef lífsins lyst,
lofar eiginmanni.
Lesandi (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 20:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.