Matur, spurningakeppni og brúðkaup aldarinnar ...

Samstarfsfólkið í matsalnumVikulega spurningakeppnin fór fram í matsalnum í hádeginu við borðið okkar, annan föstudaginn í röð. Doddi spurði okkur spurninga upp úr helgarblaði DV og náði ég að svara þremur af tíu, hinir gátu bara eina til tvær. (múahahahaha) Vona að þetta viti á gott. Vissi hvað nýja bókin hennar Gerðar Kristnýjar heitir, nafn prests innflytjenda á Íslandi og eitthvað eitt enn. Hinir vissu þetta kannski en ég var fljótust að svara, sjúkkkkk! Vona að Útsvar (sem nálgast hratt) verði með álíka spurningar, þá rúllum vér Skagamenn þessu auðveldlega upp.

LambalæriGrænmetislasagna og lambalæri í matinn í dag. Brúðkaup aldarinnar með mat frá London hvað! Annars verð ég að segja að ég er dauðfegin að mér var ekki boðið í brúðkaup Jóns Ásgeirs og Ingibjargar. Hvað hefði verið hægt að gefa þeim í brúðargjöf?

Læt mér alveg nægja að hafa komist í brúðkaup aldarinnar á síðustu öld!!! Þar tókst mér að gleðja Thor Vilhjálmsson með því að spyrja hann klukkan hvað hann hefði fæðst þann 12. ágúst, til að tékka hvort okkar væri eldra. Honum var plantað við borð hjá okkur vinkonunum og var voða skemmtilegur borðherra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

verður þú í liðinu fyrir Skagann? 

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 16.11.2007 kl. 13:03

2 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

jamm, valin vegna útlitsins, frægi karlinn í liðinu verður bjarni ármanns og sá gáfaði er rosaklár stelpa af Skaganum, man ekki hvað hún heitir ...

Guðríður Haraldsdóttir, 16.11.2007 kl. 13:52

3 Smámynd: Þröstur Unnar

Trúi því einlæglega að þú eigir bæði að hlaupa og leika í þættinum.

Þröstur Unnar, 16.11.2007 kl. 15:19

4 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

það myndi redda okkur hérna Þröstur, tröllatrú hef ég á henni bloggvinkonu okkar

Guðrún Jóhannesdóttir, 16.11.2007 kl. 16:25

5 Smámynd: Saumakonan

vííí hlakka til að sjá þann þátt!!        Brúðkaupsgjöf segiru... iss ekki málið... gefa bara GEIT! 

Saumakonan, 16.11.2007 kl. 16:50

6 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hallóhalló!

Vertu bara nógu glannalega klædd heillin, svo þú afvegaleiðir andstæðingana duglega! Brostu og brostu ennþá meira og taktu niður stóru gleraugun, þá drukkna þeir fljótlega í hinu sindrandi græna djúpi augna þinna!

Brúðkaup síðustu aldar?

Áttu við Jón Óttar og Elvu?

Annars finnst mér nú gaman að heyra að þér hafi líkað við thor karlinn, nefnilega stórfrændi minn, amma mín og faðir hans systkinabörn í báðar ættir!

Margt er líkt með skyldum, ekki satt?

En líkt og tónskáldið, sem vissi ekki um þína annars -áallravörum- þátttöku í Útsarinu, ertu að uppfræða mig,hafði ekki hugmynd um þetta "Brúðkaup aldarinnar" nú, líklegast sá eini um það í landinu!?

En ætli hún hætti þá að spóka sig djarflega, í stuttpilsum og svona?

Magnús Geir Guðmundsson, 16.11.2007 kl. 17:00

7 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ég myndi gefa þeim kviðlinga, slíkt er og verður aldrei metið til fjár!

Magnús Geir Guðmundsson, 16.11.2007 kl. 17:03

8 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

spurning um að mæta í sjónvarpssal, eins og ég gerði hjá litlabróður (sem var þessi frægi í þættinum).  Hvenær verður þetta?

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 17.11.2007 kl. 16:24

9 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Það er mjög gaman að taka þátt í Útsvarinu. Um það get ég vitnað, hokin af reynslu eftir heilan þátt. Kannski mætumst við síðar í keppninni? Þá mega nú fjárfestar, kaffikellingar og gáfnaljós vara sig

Ragnhildur Sverrisdóttir, 19.11.2007 kl. 11:19

10 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Hildigunnur, þetta verður 30. nóvember, andstæðingurinn Hafnfirðingar!

Gott að heyra, Ragnhildur reynslubolti, að þetta skuli vera gaman. Andrúmsloftið virkar mjög létt og ljúft þannig að líklega er best að vera ekkert að deyja úr stressi. Vonandi samt að það komi spurningar sem hægt verður að svara ... Ekki verra að komast áfram en það virðist samt ekkert vera aðalatriðið í þessum þáttum, heldur bara að hafa gaman af þessu. Þið stóðuð ykkur rosalega vel! 

Guðríður Haraldsdóttir, 19.11.2007 kl. 20:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 45
  • Sl. sólarhring: 424
  • Sl. viku: 2162
  • Frá upphafi: 1456112

Annað

  • Innlit í dag: 42
  • Innlit sl. viku: 1800
  • Gestir í dag: 42
  • IP-tölur í dag: 41

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Sjö saman í Karíba
  • Facebook ógnir
  • Herbergi drengsa

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband