18.11.2007 | 18:36
Flokkar: Sjónvarp, matur og drykkur, bækur
Tónlistarveislan í gær kom í veg fyrir að ég gæti klárað að horfa (hlusta) á boldið en það hefur heilmargt gerst að undanförnu. Barn Bridget fæddist of snemma og dó og í sorginni hefur Bridget loks áttað sig á því að Nick er bara með henni vegna barnsins. Nú gerir hún í því að ýta honum í fang móður sinnar, Brooke. Felicia, sem er að deyja úr krabbameini, var búin að sjá fyrir sér að Nick, sem reyndist vera faðir barnsins hennar, og Bridget tækju að sér Nicholas litla sem myndi þá alast upp með Nichole litlu (sem dó). Bjargvættur Taylor, sem ég man aldrei hvað heitir, átti villta ástarnótt með Feliciu níu mánuðum áður en Nicholas litli fæddist vill láta athuga hvort hann sé mögulega faðir Nicholasar. Felicia má ekki heyra á það minnst. Lengra var ég nú ekki komin. Veit ekki hvar Stefanía er, hún hefur ekkert sést. Hvað þá Amber.
Annars hefur dagurinn verið góður. Erfðaprinsinn viðraði móður sína um kaffileytið og bauð henni með í Skrúðgarðinn. Besti kaffidrykkurinn á staðnum, tvöfaldur latte með 150°F mjólk, hefur nú verið endurskírður, hann heitir ekki lengur Kaffi-Gurrí, heldur Íslensk kjötsúpa. Þetta á víst að vera húmor ... Minnir óneitanlega á bolinn sem Anna vinkona gaf mér eitt sinn með mynd af sjálfri mér og léttmjólk framan á. Myndin var tekin á einu sunnudagskvöldinu hennar á Álftanesi, ég hef án efa drukkið kók það kvöldið. Eftir allt nöldrið í mér um að léttmjólk væri ekki boðleg út í kaffi (bara nýmjólk) var þetta bara gott á mig. María hugsar eins og Anna: refsum nöldurskjóðunni. Þetta er sem sagt síðasta nöldrið mitt! Á morgun hefst nýtt líf, nöldurlaust. Þá fæ ég kannski bol með réttri mjólkurtegund og kaffidrykkurinn fær sitt rétta nafn aftur. Hver biður um kjötsúpu þegar hann langar í latte? Ha, María! Ja, ég pantaði heitt súkkulaði í mótmælaskyni. Verst að María var ekki á staðnum og stelpurnar föttuðu ekkert. Þegar við mættum á staðinn var stund milli stríða, rólegt eftir mikla ös og svo drifum við okkur út þegar allt fór að fyllast aftur. Það veitti sannarlega ekki af því að fá kaffihús á Skagann. Tengingin við strætó (endastöð) er líka snilldarleg.
Lauk við bókina Englar dauðans (eftir Þráin Bertelsson) í dag. Hún er mjög góð; spennandi, sorgleg og óhugnanleg ... og stundum fyndin. Veit ekki hvort Ævar Örn er með krimma núna en ég á Yrsu eftir. Við eigum orðið skrambi góða sakamálahöfunda. Man þegar Leó Löve sendi frá sér spennubók fyrir mörgum árum og sumum fannst bjánalegt að skrifa slíka sögu sem átti að gerast á saklausa landinu okkar. Ja, æsku okkar Íslendinga og sakleysi er greinilega lokið ...
Tók silfurslegna mynd út um gluggann í gærkvöldi og aðra ögn gylltari í kvöld. Bjútífúl!
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Bækur, Matur og drykkur, Sjónvarp | Facebook
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 208
- Sl. sólarhring: 372
- Sl. viku: 900
- Frá upphafi: 1505907
Annað
- Innlit í dag: 167
- Innlit sl. viku: 733
- Gestir í dag: 161
- IP-tölur í dag: 155
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Fyrirsögnin er frábær. Haltu áfram að nöldra, það er ekki leiðinlegt að láta eitthvað heita eftir sér á veitingaseðli. Mér þætti heiður af rétti sem héti femýniztabelja og væri heitin eftir mér, þó það væri slátur
Jenný Anna Baldursdóttir, 18.11.2007 kl. 18:49
Alltaf gaman að lesa bloggið þitt. Búin að spara heilmikið eftir að ég sagði stöð 2 upp og les bara um Boldið hjá þér, þetta er stutt og hnitmiðað. frábært hjá þér. kveðja
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 18.11.2007 kl. 19:38
Hann heitir Dante held ég. Þú átt bara að nöldra ef þú vilt, manni líður svo vel á eftir. Eigðu nú góða vinnuviku og ég vona að veðurguð hafi logn þessa vikuna fyrir þig og okkur hin.
Ásdís Sigurðardóttir, 18.11.2007 kl. 19:41
Nauðsynlegt að viðra góðar konur annað slagið.
Bjargvættur Taylor heitir Dante og strákurinn hennar Feliciu heitir Dominick, ekki Nicholas. Sorry en ég varð að leiðrétta þig
Fjóla Æ., 18.11.2007 kl. 21:57
Ég veit að það er ekki hægt að fá þig til að hætta að bolda, en ef þú ætlar að hætta að nöldra. Ég spyr hvað á maður þá að lesa?
Þröstur Unnar, 18.11.2007 kl. 22:01
Ohhhh, Fjóla, ég vissi að það væri NICK í því ... Mjóaði munu!
Þröstur, ertu að segja að ég nöldri út í eitt á blogginu?
Já, Dante var það, hvernig læt ég ... og ég ætla að halda áfram að nöldra ... múahhahahah
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 18.11.2007 kl. 22:41
Nei ekki út í eitt, bara pínu lítið um kjörsúpu, sem gerir þetta bara líflegra.
btw.Glæsilegar myndir hjá þér.
Þröstur Unnar, 18.11.2007 kl. 22:51
Dante er ekki bjargvættur Taylor, það er Hector. Dante er að reyna að bjarga Bridget!! Og þykist núna eiga Dominick af því að hann var með Felicity!! Ein sem horfir of mikið á sápur :)
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 19.11.2007 kl. 01:32
Oh ég ætla sko að lesa þessa bók eftir Þráinn!!
Heiða B. Heiðars, 19.11.2007 kl. 09:29
Sko Jóna Kolbrún. Dante bjargaði einu sinni Taylor frá Ómari soldáni, átti að mála af henni mynd en hjálpaði henni að flýja í staðinn. Síðan hef ég kallað hann bjargvætt ... en þetta er samt rétt hjá þér, Hector brunakarl er réttnefndur bjargvættur hennar núna
Jamms, Heiða, bókin er full af óhugnanlegum morðum ... nammmm!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 19.11.2007 kl. 11:50
einmitt pæling sem ég hef verið með undanfarið, hvort það fari ekki að koma bók frá ævari... alveg komin tími á upprifjun á öllum karakterunum í þeirri bók. Vonandi sem fyrst
Hulda (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 18:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.