Af stól-hermdarverkum og þykkri þoku hinna glamrandi hlekkja

ÚúúúúúúThe FogHeyrir þú glamrið í hlekkjunum,“ spurði ég Ástu þegar við ókum inn í þykka þokuna í Reykjavík í morgun. Svipbrigði mín sýndu óbærilega spennu, verst að Ásta var með augun á umferðinni „Ha, hvað meinar þú?“ sagði Ásta. Í ljós kom að ég hafði kastað perlum fyrir svín, eins og stundum áður. Ásta sá nefnilega aldrei myndina The Fog, um framliðna sjóræningja sem birtust í þokunni og murkuðu lífið úr þeim bæjarbúum sem höfðu ekki vit á því að fela sig. Það glamraði alltaf heimilislega í hlekkjum og vopnum sem þeir báru, minnir mig. Það voru hvorki draugar né forynjur í þykku þokunni kl. 7.35 í morgun, ekki einu sinni Sigþóra á leið upp Súkkulaðibrekkuna, enda var hún auðvitað löngu komin í vinnuna.

Stóllinn minn á kvöldinEr búin að komast að því hvers vegna stóllinn minn í vinnunni er oft í klessu þegar ég mæti á morgnana ... Símasölumaður andskotans skellir honum nefnilega í fáránlega stöðu á kvöldin, stólbakið hallandi aftur á bak og hæðin ... maður sest næstum á gólfið, hann er svo lágur.

Ég vil hafa stólinn minn í hæstu mögulegri stöðu til að gnæfa yfir dauðlegt samstarfsfólkið. Þannig glamrar líka mun minna í hlekkjunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ég gæti trúað að þessi símasölumaður andskotans sofi í vinnunni. Hallar sér bara á meðan hann á að vera að hringja út um allan bæ og ónáða fólk.

Hvað finnst Ástu um svína-nafngiftina? hehe

Ég hlýt að hafa verið orðin ansi syfjuð þegar ég svaraði kommentinu þínu mín megin í gær hahaha GUÐRÍÐUR MÍN.

Jóna Á. Gísladóttir, 19.11.2007 kl. 10:49

2 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

  megi vikan verða þér ljúf  kæra Gurrí

Guðrún Jóhannesdóttir, 19.11.2007 kl. 11:21

3 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Heheheheh! Úps, úps ... sá bara fyrir mér einhvern latan skankalangan strák sem nennti þessu ekki ... Verð reyndar að segja að sölufólkið á Vikunni hefur selt gríðarinnar ósköp af áskriftum, þannig að þetta passaði ekki við letilið. Fyrst þetta er dóttir þín þá má hún rugla að vild í stólnum ... ég yrði bara þakklát fyrir að hann færi í rétta stöðu aftur!

Hún situr í mínu sæti ef hún horfir á leikarann Jason Statham úr sætinu, ég límdi mynd af honum aftan á tölvuna hjá Björk sem situr á móti mér.

Guðríður Haraldsdóttir, 19.11.2007 kl. 11:46

4 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

hahahaha, allt kemst nú upp á blogginu, hehehehe

það er þá sennilega enginn skankalangu strákhvolpur, símasölumaður andskotans að andskotast í stólnum þínum

Guðrún Jóhannesdóttir, 19.11.2007 kl. 11:56

5 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

ef hún er svona lunkin sölumaður gerir ekkert til þó Gurrí (ef þetta er hennar stóll) þurfi að laga stólfj....

Guðrún Jóhannesdóttir, 19.11.2007 kl. 12:11

6 Smámynd: Saumakonan

ARGHHHH!!!!   Nú fæ ég martraðir aftur fyrst þú lést mig fara að hugsa um þessa *****(óprenthæft) mynd!!!

Btw.... sá alveg déskoti skemmtilega mynd af þér í gær í gamalli viku... með TAGL!!!   ROFL!!!!

Saumakonan, 19.11.2007 kl. 12:34

7 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Saumakona ... ertu enn hrædd við hlekki gamalla, löngu dauðra sjóræningja sem eru uppspuni frá rótum ... ??? Hvað var þetta gömul Vika? Manstu það?

Guðríður Haraldsdóttir, 19.11.2007 kl. 12:57

8 Smámynd: Saumakonan

1 tölublað. 1995, bls 39... mynd af þér og Hirti Howser... auglýsing fyrir Aðalstöðina hehehehehe

Saumakonan, 19.11.2007 kl. 13:44

9 Smámynd: Ingigerður Friðgeirsdóttir

Les oft pistlana þína ákvað að það væri kominn tími til að kvitta. Þú getur alltaf komið manni í gott skap eftir erfiða daga í skólanum hafðu þökk fyrir það.

 Bestu kveðjur Ingigerður.

Ingigerður Friðgeirsdóttir, 19.11.2007 kl. 14:36

10 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Alltaf velkomin, Ingigerður

Verð að kíkja í Viku-möppurnar, Saumó!

Guðríður Haraldsdóttir, 19.11.2007 kl. 23:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 284
  • Sl. sólarhring: 387
  • Sl. viku: 2246
  • Frá upphafi: 1455949

Annað

  • Innlit í dag: 252
  • Innlit sl. viku: 1853
  • Gestir í dag: 243
  • IP-tölur í dag: 235

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ástarsaga
  • Sofandi köttur
  • 1. maí fyrir nokkrum árum

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband