30.11.2007 | 09:24
Konan í brekkunni ...
Fólkið í vinnunni starði á mig í morgun, eins og ég væri draugur. Þú hefur komist yfir Kjalarnesið? spurði ein kjörkuð, þó með smá Reynistaðabræðrabeyg í augnaráðinu. Já, ég komst svo sannarlega og það var voða gaman, enda Tommi undir stýri. Hann verður útvarpsstjarna í kvöld og spilar rokklög á Útvarpi Akranes FM 95.0. Mér skilst að aðeins hjartahreint, rauðhært og vestfirskt fólk nái stöðinni á höfuðborgarsvæðinu.
----- ---------- ------
Sat fremst við hlið Sigþóru í strætó og klappaði henni reglulega á róandi hátt, hún er svo veðurhrædd að eigin sögn, elsku kerlingin. Það komu vissulega nokkrar hressilegar hviður, enda 30 m/sek í hviðum, en Tommi hafði fulla stjórn á öllu, m.a. með því að aka hægt á köflum. Tommi, þessi lauslætisdaðurbósi, sagði okkur Sigþóru, smiðnum og Hlina (fólki í fremstu röð) að ekkert prýddi nú lengur Lopabrekkuna, engin Karítas biði og gleddi augu bílstjóranna, hún væri víst flutt til Akureyrar. Við komumst að þeirri niðurstöðu að henni hefði ekki bara boðist gott starf, heldur hafi hún fallið fyrir því að það er FRÍTT í strætó á Akureyri. Ég flutti upp á Akranes af því að strætó byrjaði að ganga á milli ... hvað ætli margir myndu flytja ef það væri þar að auki frítt ... kannski hefðum við ekki misst Karítas norður yfir heiðar!
"Viltu vera algjört krútt og stoppa fyrir okkur Sigþóru," sagði ég þegar við nálguðumst Hálsahverfi. "Ég þarf ekki að stoppa til þess," svaraði sár bílstjórinn og Sigþóra hló, enda skepna. Það er ekki bjalla í rútunni og ég reyni að nota mismunandi setningar í staðinn, til að bílstjórarnir fái ekki leið á mér, m.a.: Ef ég lauma að þér 50 kalli væri þú þá til í að stoppa næst? eða Þetta er rán, ef þér stöðvið eigi langferðabifreiðina mun ég syngja fyrsta kaflann í Ármanni og Vildísi eftir Kristmann Guðmundsson. ja, þetta síðasta hef ég reyndar ekki prófað en það verður brátt. Langur dagur fram undan, ég er með Pál Óskar í eyrunum og finnst nýja platan hans gjörsamlega æðisleg, tónlist sem gerir mann hamingjusaman, alveg í stíl við söngvarann.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Ferðalög, Menning og listir, Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 230
- Sl. viku: 638
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 514
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Mikið er gott til þess að vita að þú komst heil til höfuðborgarinnar frá himnaríki. Nú er hann havss hér í Norðlingaholtinu, horfi á Jólaseríur fjúka útí veður og vind. Sveimér ef ég ekki bara flyt aftur niður á lálendi svona mikið rok á alls ekki við mig. Var ekki mikið rok í himnaríki í morgunn? það er nú svo opið þar fyrir öllum höfuð áttum. jæja en er rosalega glaður að sjá að þú ert komin heil til byggða. Nú fer að líða að því að ég verð að fara að taka númer 19 niður í bæ, skyldi strætó ganga í þessu veðri?
bestu kv
siggi
siggi (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 09:48
Hehhe, já, já, strætó gengur, það var hvasst niðri í Bankastræti í morgun get ég sagt þér en ekki fjúkandi jólaskraut þó. Það hvein svolítið í himnaríki en samt ekkert svo ... annars elska ég svona veður! Sérstaklega þegar það er helgi og líka þegar öll skip eru í vari og allar þakplötur vel festar niður ... well, svona flestar.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 30.11.2007 kl. 10:02
mikið ert þú heppin að finna ekki fyrir hvössum vindi, ég er mest hræddur við allt þetta lausa timbur og það sem fylgir þessum nýju húsum hér í noðlingaholtinu, ýmislegt lauslegt getur farið afstað og lent á rúðum, það væri nú ekki gott ef þessar stóru rúður hjá mér færu í öreindir. En eins og ég segi þá öfunda ég þig af því að vera ekki veðurhrædd. 'Eg gleymi ekki vondu veðri austur í sumarhúsi húsó við Gíslhotsvatn, hélt að kofin færi á loft, sáum bílin hreyfast á bílaplaninu, manni stóð nú ekki á sama, síðan hef ég verið vindhræddur heheheheheheheheehheh
siggi
siggi (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 10:12
Takk, Anna mín. Vonandi svelgist þér ekki á poppinu ef stressuð vinkona þín klúðrar svörunum ...
Svar: Rangárvallasýsla? Uuuuuu .... Þingeyjarsýsla?
Spurning á móti ... Í hvaða sýslu er Akranes? (í alvöru, ég er búin að steingleyma því og þessar upplýsingar liggja ekki á lausu á Netinu og enginn virðist vita það, hef spurt alla vega tvo!
Rokrassgatið var ekki á Akranesi, þarna Anna panna, heldur á Kjalarnesi sem er í 116 Reykjavík!!!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 30.11.2007 kl. 10:37
Annað, Anna, ef þú vilt koma í sjónvarpssal þá ertu hjartanlega velkomin! Mæting korter fyrir átta í allra síðasta lagi, þarf að láta vita á ruv.is/utsvar. Hilda tekur saumaklúbb fram yfir mig, mamma ætlar að taka upp þáttinn og eflaust hlæja og hlæja að dóttur sinni ... eða eitthvað.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 30.11.2007 kl. 10:39
Ertu að segja að ég geti semsagt hlustað á þig.......varstu ekki að tala um hjartahreint,rauðhært og vestfirskt.........verandi allt þetta....
Magga (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 10:48
Jú, Magga. Þú getur hlustað, elskan. Ásamt öllum bloggvinum mínum.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 30.11.2007 kl. 11:13
Gurrí mín...gott að þú ert fokin yfir og undir fjöllin þarna heil til byggða....er það ekki örugglega rétt skilið hjá mér að þú sért að keppa fyrir skagann?? Við familían erum svo tilbúin fyrir kvöldið..erum með flotta fána sem á stendur Áfram geggjaða Gurrí...útsaumað í mörgum fallegum litum. Settum líka upp plaköt af þér í stofuna og gangveginn inn í eldhús svo við getum séð þig þegar við náum í nachosið og ostasósuna. Notuðum myndina sætu af þér á gamla krúttlega pöbbnum í ensku sveitinni.
Tu tu frá okkur öllum.
Knús og mús.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 30.11.2007 kl. 11:27
Takk elsku Katrín. Fallega gert af þér sem Hafnfirðingi að segja svona ... þar sem Skaginn keppir við Hafnarfjörð í kvöld ... Þú ert dúlla. Megið bara alls ekki nota myndirnar af mér í pílukasti, held að það sé mjög slæmt Feng Shui!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 30.11.2007 kl. 11:49
tojtoj í kvöld, get ekki horft beint, sé þig á netinu :D
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 30.11.2007 kl. 12:05
Skammast mín bara pínu. Var bara búin að prenta út eina mynd, að vísu í A4, af Gurrí, sem ég ætlaði að hengja upp í Einarsbúð. En finn mig knúinn til að toppa Katrínu, en veit ekki alveg hvernig ennþá.
Þröstur Unnar, 30.11.2007 kl. 12:10
http://is.wikipedia.org/wiki/Mynd:S%C3%BDslur_%C3%A1_%C3%8Dslandi.png
Akranes er að sjálfsögðu í Borgarfjarðarsýslu
Aðalheiður (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 12:50
Vá veður Tommi útvarpsstjarna !! ég er hjartahrein og eldrauðhærð kanski að ég nái útsendinguni ...Gangi þér sem allra allra best í sjónvarpinu, ég verð líka með popp og kók að hvetja þig.
Kveðja
Systir lauslætisdaðursbósans
Magga (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 13:07
Takk kærlega, Aðalheiður. Fannst það líklegast en einhverjir sögðu þó nei við því. Það sem ruglaði mig var að um tíma stóð á www.yr.no, norsku veðursíðunni minni, að Akranes væri í Kjósarsýslu, næst var það komið í Gullbringusýslu og ég var orðin kolrugluð í ríminu. Já, Þröstur, reyndu að toppa Katrínu!!! Og takk, Hildigunnur.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 30.11.2007 kl. 13:11
Sá þig ekki Magga ... það særir okkur Sigþóru rosalega mikið þegar Tommi talar áfergjulega um aðrar konur, sérstaklega konur úr Mosfellsbæ!!!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 30.11.2007 kl. 13:12
Oh mikið er ég orðin spennt að horfa á útsvar í kvöld Áframm Akranes!!!!
Brynja blogg.central.is/skordal_1 (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 16:33
stattu þig Gurrí, áfram Skagamenn
Guðrún Jóhannesdóttir, 30.11.2007 kl. 17:42
bestu kveðjur stattu þig fyrir skagan,
siggi
siggi (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 18:35
Bestu kveðjur til þín og til hamingju með kökublaðið er búin að kaupa það flott blað í ár.
Ingigerður Friðgeirsdóttir, 30.11.2007 kl. 18:48
Knús
Kristín Katla Árnadóttir, 30.11.2007 kl. 19:45
Hæ skvís ! Ég bíð hérna spennt heima eftir að horfa á Útsvar Áfram skagamenn hí,hí (er náttúrulega skagamaður sjálf) Knús til þín
Katrín Ósk Adamsdóttir, 30.11.2007 kl. 20:08
Jeij áfram Gurrí , er að horfa akkúrat núna, þið eruð langflottust!!!
bara Maja..., 30.11.2007 kl. 21:15
Til Hamingju með sigurinn frábær þáttur í kvöld.
Ingigerður Friðgeirsdóttir, 30.11.2007 kl. 21:18
Til hamingju með góða frammistöðu og sigur í Útsvari, Gurrí!
Jens Guð, 30.11.2007 kl. 21:19
hæhæ þetta var spennandi þáttur og ég var að horfa á og þetta var bara flottur sigur hjá ykkur :D;):)
Alexander Már Benediktsson, 30.11.2007 kl. 21:21
Innilegar hamingjuóskir, úr Árnesþingi !
Mbk., sem fyrr / Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 21:28
Íhaaaaaaaaaaaaaaaaaha auddað unnu sætustu stelpurnar..... og Bjarni.
Þröstur Unnar, 30.11.2007 kl. 21:33
til hamingju með sigurinn, þið stóðuð ykkur frábærlega
Guðrún Jóhannesdóttir, 30.11.2007 kl. 21:33
Frábært að horfa á þig í sjónvarpinu. Settist meira að segja og horfði þrátt fyrir andúð mína á RUV. Stóðst þig frábærlega og ert svaka sæt...
Brynja Hjaltadóttir, 30.11.2007 kl. 22:18
Takkkkkk, myndi setja hjörtu og broskarla væri ég ekki í MAKKA-tölvu ... say no more ...
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 30.11.2007 kl. 22:19
Ragnheiður , 30.11.2007 kl. 23:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.