Grænmetisrétturinn góði

Sætar kartöflurHér kemur loksins uppskriftin, eins og ég man hana frá Áslaugu vinkonu. Held samt að það megi nota alls kyns grænmeti, einu sinni setti ég einn chili-pipar með fræjum og öllu með og það var líka voða gott.  

1 stór sæt kartafla (eða 2-3 minni)
2 laukar
½ sellerírót
2 stórir pipar-belgir(fást 2 saman í pakka í Einarsbúð)
1 stk. fennel
3 hvítlauksrif (eða fleiri)

Fremst til hægriSkerið allt niður í frekar litla bita og setjið í ofnfast mót. Kryddið með timian, Muldon-salti og svörtum pipar eftir smekk. Hellið vænu dassi af góðri ólífuolíu yfir.

Setjið inn í 220 °C heitan ofn, hrærið í þessu af og til og hellið ólífuolíu ofan á eftir því sem tilfinningin segir til, ég bætti einni gusu við, enda sparaði ég ekki olíuna í upphafi. Þetta þarf um 40-50 mínútur í ofninum. Það er allt í lagi, eiginlega bara betra, ef það er örlítið brennt ofan á, betra að hafa hitann hærri en lægri.

Þetta dugði fyrir fimm manns, held ég, það kláraðist hver arða! Smakkaðist afar vel með kjötinu og ferska salatinu.

Gjössovel, Jenný mín, Siggi og fleiri!!!  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk honní, verður gerður á morgun

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.12.2007 kl. 00:49

2 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Ætli þetta fari vel með maríneruðum svínakótilettum? Sem matgæðingur verð ég eiginlega að prófa, þar sem þetta hljómar alveg svakalega vel. Og nú er ég orðin svöng.

Er einhversstaðar hægt að kaupa jömmur og fennel klukkan hálf tvö um nótt?

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 4.12.2007 kl. 01:35

3 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Er þetta semsagt meðlæti - ekki aðalréttur...???

Lára Hanna Einarsdóttir, 4.12.2007 kl. 02:35

4 identicon

takk Gúrrí, á örugglega eftir að prufa þennan rétt, og jú hann er örugglega góður með svínaeitthvað ef maður borðar þvílíkan mat.  Fyrir þá sem vilja nota hann með einhverju öðru en kjúklingabaunapuffi þá mætti nota hann við allskonar fuglamat.

siggi

Siggi (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 08:12

5 Smámynd: Steingrímur Helgason

nammi,, kópípeist - Einarsbúð.  Hlýtur enda að fást í Samkaupum.

Steingrímur Helgason, 4.12.2007 kl. 09:29

6 Smámynd: krossgata

Tveir stórir piparbelgir, áttu þá við það sem sumir kalla paprikur?

krossgata, 4.12.2007 kl. 10:41

7 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Mikið er þetta girnilegt.

Kristín Katla Árnadóttir, 4.12.2007 kl. 14:12

8 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Ekki paprikur, heldur pipar. Hann er ekki sterkur. Vona að hann takist vel hjá þeim sem prófa.

Guðríður Haraldsdóttir, 4.12.2007 kl. 14:55

9 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ég í Einarsbúð

Jóna Á. Gísladóttir, 5.12.2007 kl. 01:20

10 Smámynd: Svava S. Steinars

Doltið langt í Einarsbúð-en ég ætla að prófa !

Svava S. Steinars, 5.12.2007 kl. 01:40

11 identicon

...ég nota átta hvítlauksrif í svipað magn af rótargóðgæti. Nema ef ég er að fara í atvinnuviðtal daginn eftir.

Solla (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 00:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 235
  • Sl. sólarhring: 301
  • Sl. viku: 1777
  • Frá upphafi: 1460710

Annað

  • Innlit í dag: 213
  • Innlit sl. viku: 1437
  • Gestir í dag: 204
  • IP-tölur í dag: 204

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ken
  • Krummi heitur
  • Galdraskjóða-Gurríar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband