Brúðkaupsklukkur klingja ...

Taylor, Ridge og BrookeBrúðkaupsþátturinn boldið var sjokkerandi í dag og ég bið viðkvæma um að lesa ekki lengra. Enn eitt brúðkaupið í uppsiglingu og ég vissi ekki einu sinni af því ... að þessu sinni Brooke og Ridge, jamm, honum tókst að tala hana til. Fjórða eða fimmta skiptið þeirra. Nýlega giftist hún reyndar pabba Ridge, eins og allir vita, en sleit því nokkru síðar.

Á meðan heima hjá Bridget og Nick: „Ég veit að þú elskar mömmu meira en mig og varst bara með mér vegna barnsins/barnanna,“ segir Bridget við Nick. (Þarna er átt við barnið sem þau misstu við fæðingu og Dominic litla sem Nick reyndist ekkert eiga í). Nú er ekkert barn/börn sem heldur okkur saman og ég veiti þér frelsi til að næla í mömmu. En flýttu þér áður en hún giftist Ridge (sem er reyndar bróðir Bridget, ekki blóðskyldur þó).“

Brooke og NickÞegar Ridge og Brooke höfðu farið með brúðkaupsheit sín, tárvot og verulega krúttleg þar sem þau lofuðu hvort öðru eilífri ást, var kirkjuhurðin rifin upp og inn þusti Nick. „Hættið!“ argaði hann. Hljóp til Brooke, tók hana og vippaði yfir öxlina á sér og hélt á henni upp tröppurnar. Ridge hefði náð honum ef móðir hans, Stefanía, hefði ekki brosandi haldið honum. Hún þolir ekki Brooke, sem hefur gifst Eric, manni hennar, tvisvar, Thorne, syni hennar, einu sinni, og Ridge, syni hennar, fjórum eða fimm sinnum, jafnvel oftar. Nú, Nick læsti og þegar Brooke skammaði hann fyrir að hafa rænt sér úr eigin brúðkaupi þaggaði hann niður í henni með ástríðufullum kossi. Brooke gerði sig ekki líklega til að opna fyrir Ridge sem stóð hinum megin við dyrnar, barði á þær og kallaði.   

Tvöfalt brúðkaup Þegar völvan hafði lokið máli sínu í dag (sjá Vikuna 52. tbl. 2007 milli jóla og nýárs) sagði hún: „Þú ert að fara að ganga út!“ Ég hélt eðlilega að hún ætti við að ég væri í þann veginn að ganga út af heimili hennar og fannst varla þurfa spádómsgáfu til að vita það, en hún meinti það ekki ... Fylltist ofsóknaræði við heimkomu í himnaríki og hef þegar pantað öryggismyndavél við dyrasímann og öryggisskírlífisbelti (karlmenn geta verið svo freistandi), að auki fleygði ég óöryggisbaðbombunum mínum. Nó mor ilmandi kvöldböð frá og með 2008. Þetta ætti að duga til að fæla menn frá. Bað erfðaprinsinn um að sleppa böðun líka til að honum liði betur í breyttu andrúmslofti. Flott að fá þessa viðvörun. Svo á viðkomandi að vera sæmilega efnaður líka! Ekkert þó á við Björgólf. Varð svo brugðið við þetta að ég gleymdi að spyrja hvort hann væri ljóshærður, dökkhærður, sköllóttur eða rauðhærður, Skagamaður eða ekki, eldri eða yngri ... Hún gaf í skyn að ég vissi hver hann væri. Þetta skyldi þó ekki vera George Clooney? Efast þó um að hann líti við rúmlega fertugum súperskvísum ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

jæja, fá þá bloggvinir ekki boðskort í brúðkaupið? verður vonandi ekki jafnfjörugt og hjá boldurum (ja nema Tommi nemi þig á brott hehehehehe)  er strax farin að hlakka til, já og hugsa um hvað eigi að færa þér/ykkur í brúðkaupsgjöf

Guðrún Jóhannesdóttir, 3.12.2007 kl. 19:53

2 identicon

Ósköp var nú gott að eiga þig að til að upplýsa allt um gang mála í Boldinu.  Elsku stelpan hún Bridget var svooo ákveðin í að hamingja móður hennar og Nicks ætti að ganga fyrir hennar eigin.  Missti af brúðkaupinu og þess vegna segi ég takk, kæra Guðríður, þetta var frábær færsla.  Og nú er bara að bíða eftir næsta brúðkaupi, sem mun verða himneskt, já alveg ábyggilega.  Maður missir ekki af því!

Auður (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 20:06

3 Smámynd: Fjóla Æ.

AAAHHHWWW Missti ég af brúðkaupi aldarinnar í Boldinu??

Úff var að muna að ég næ því kannski um helgina

Annars datt mér bara Tommi í hug sem maðurinn sem þú munir ganga út með á næsta ári. Kannski eru einhverjir fleiri álitlegir í þínu lífi sem þú hefur ekki sagt okkur frá.

Fjóla Æ., 3.12.2007 kl. 20:16

4 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Ég á nokkra bráðhuggulega bloggvini, ekki má gleyma þeim. Ég vinn með sætustu mönnunum í Reykjavík, ... uuuu, þá er það líklega upptalið.

Guðríður Haraldsdóttir, 3.12.2007 kl. 20:19

5 Smámynd: Fjóla Æ.

Já en... Gurrí. Þú talar aldrei um þá, bara Tomma!

Fjóla Æ., 3.12.2007 kl. 20:22

6 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Hehehehehe! Auðvitað, hann er svo frábær!

Guðríður Haraldsdóttir, 3.12.2007 kl. 20:28

7 Smámynd: Fjóla Æ.

já einmitt.  Þú verður nú að fara að drífa þig út úr skápnum og lýsa yfir hinni einlægu ást sem þú berð til hans Tomma þíns.

Hef reyndar smá áhyggjur yfir því hvernig Jónas muni bregðast við.

Fjóla Æ., 3.12.2007 kl. 21:06

8 identicon

þetta bold er alveg svakalegt!

Hulda (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 21:34

9 Smámynd: Þröstur Unnar

"Ég á nokkra bráðhuggulega bloggvini, ekki má gleyma þeim."

Er falin mynd í gagnagrunni yðar?

Þröstur Unnar, 3.12.2007 kl. 22:03

10 Smámynd: Þröstur Unnar

Fyrirgefðu, ferð að standa Boldvaktina....frussssssss.

Þröstur Unnar, 3.12.2007 kl. 22:04

11 Smámynd: Þröstur Unnar

verð......

Þröstur Unnar, 3.12.2007 kl. 22:04

12 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Úff hvað er betra að lesa úttektina þína en að þurfa að standa í þessu... gleymdu ekki að Ridge er líka hálfbróðir Nicks Ég hefði ekki meikað enn eitt Brooke-Ridge brúðkaup. Held að þau toppi allt í velgjulegheitum. Get ég semsagt horft núna án þess að eiga það á hættu?

Uss, ég skil hræðslu þína. Svakalegar hrakspár í gangi þetta árið Ganga út??? Ætli það sé smitandi?

Laufey Ólafsdóttir, 4.12.2007 kl. 00:39

13 identicon

Kanski verður bænum mínum um mákonu svarað á næsta ári  jesss.

Ef það klikkar fer ég bara í fórnir eins og sumir!!

Magga (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 09:44

14 identicon

Takk fyrir Bolding færsluna-get nú farið í jóahreingerninguna sem hefur setið á hakanum vegna taugaveiklunar og hræðslu um örlög persónanna í B&B

En segðu mér Gurrí verðir þið Tommi þá kölluð "Torrí"? Þú veist eins og Brad og Angelina eru kölluð "Bangelina" ?  Bara að spökulera hvað maður skrifar á kortið með brúðargjöfinni

kikka (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 10:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 300
  • Sl. sólarhring: 392
  • Sl. viku: 2250
  • Frá upphafi: 1457003

Annað

  • Innlit í dag: 276
  • Innlit sl. viku: 1931
  • Gestir í dag: 269
  • IP-tölur í dag: 266

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Elsku Tommi
  • Mamma hjúkka
  • Gardínukettir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband