4.12.2007 | 15:44
Tækniöldin að koma ...
Heit og góð súpa í Skrúðgarðinum fleygði byrjandi kvefi út á hafsauga, held ég. Auðvitað kom Tommi þangað í einn kaffibolla áður en hann lagði í hádegisferðina og byrjaði á því að tékka á vindhviðumælinum á síðu Vegagerðarinnar. Hann sagði farir sínar ekki alveg rennisléttar. Þegar hann kom út úr göngunum á leið í bæinn fyrr í morgun var svo hvasst að rúðuþurrkurnar feyktust upp, rifnuðu sem betur fer ekki alveg af þó, eins og gerðist fyrir nokkrum vikum. Hann ók eftir minni (eða þannig) í Grundahverfið þar sem hann stoppaði og lagaði þurrkurnar. Skv. tölvunni reyndust hviðurnar ekki vera nema 28 m/sek þannig að Tommi lagði í hann til að sækja Sigþóru sína, sem hann er skotnastur í, held ég, af okkur kjéddlíngunum í strætó. Mikið held ég að það væri gott, eiginlega bara lífsnauðsynlegt að fá hviðumæli við gönginn. Þar er MIKLU hvassara þar í austanáttinni, að sögn Tomma, líkara Hafnarfjallstölunum sem voru 42 m/sek í morgun.
María reyndi að ýta okkur Tomma saman, eins og fleiri, og stakk upp á því að við byrjuðum saman. Ég bendi á að við Tommi vorum bæði viðstödd en héldum þó kúlinu. Ég benti henni á að ég væri of ung til að binda mig, Tommi sagðist vera of gamall til þess, samt er hann einu ári yngri en ég. Svona er að gefa á sér færi með opinskáum bloggfærslum ... Hélt að María kynni ekki að lesa (þetta var beisk hefnd fyrir að hún endurnefndi kaffidrykkinn minn Kjötsúpu).
Guðni Ágústsson (með Sigmundi Erni) kemur í Skrúðgarðinn annað kvöld til að kynna bók sína. Þyrfti að rúlla hratt yfir bókina þeirra ... en ég er reyndar að lesa Harry Potter á íslensku og hún er æði.
Jónas ryksugar nú himnaríki af vélrænni samviskusemi, við stefnum hraðbyri inn í tækniöldina, börn fara í gegnum fingrafaraskanna til að fá skólamáltíðir, talandi lyftur segja á hvaða hæð við erum og fleira og fleira. Hvenær koma eiginlega fljúgandi bílarnir sem ég vissi á barnsaldri að allt yrði morandi í árið 2000? Mér finnst ég hafa verið svikin.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Bækur, Matur og drykkur, Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 25
- Sl. sólarhring: 37
- Sl. viku: 659
- Frá upphafi: 1506012
Annað
- Innlit í dag: 21
- Innlit sl. viku: 533
- Gestir í dag: 19
- IP-tölur í dag: 19
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Er ekkert til nema þessi Tommi........
Þröstur Unnar, 4.12.2007 kl. 17:49
Hahhahaha, segðu Þröstur!!! Held að rómantíkin (stríðnin) sé að fara með suma bloggvinina. Ef ÞÚ kæmir reglulega í Skrúðgarðinn á sama tíma og ég myndi ég sko blogga um þig. Guðmundur er búinn að gleyma því að ég blogggaði nýlega um hann þegar hann kom í Skrúðgarðinn, ég skrifa líka um Maríu ... og enginn reynir að koma mér saman við hana. Hvað þá Jónas, uppáhaldið mitt, ryksuguróbót himnaríkis.
Þröstur, þröstur, þröstur, þröstur .... (sko, nú er ég búin að skrifa helling um þig)
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 4.12.2007 kl. 17:54
Það er nebbnilega málið. Ef ég kæmi og yrði frægur eins og Tommi?
Verð að huxa málið. Get þó sagt það hér og nú að ég hef líka strætópróf.
Þröstur Unnar, 4.12.2007 kl. 18:02
Held a þröstur sé obbbu pínu ponns abbó
Magga (verðandi mákona) (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 18:22
Þrösturinn er GREINILEGA abbó!
Það á nú ekkert að þurfa að ýta ykkur saman hehehehe fólk á besta aldri
Guðrún Jóhannesdóttir, 4.12.2007 kl. 18:45
Þröstur er ekkert abbó, hann veit að ég elska hann jafnmikið og Tomma! Sérstaklega eftir að hann sagði frá strætóprófinu ...
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 4.12.2007 kl. 18:54
Sem dóttir strætóbílstjóra get ég sagt þér að þeir eru ekki á vetur setjandi, aldrei heima og sonna. Ég þekki mann með rútupróf. Game?
Jenný Anna Baldursdóttir, 4.12.2007 kl. 19:38
spennandi tímar spákonan hefur kannski rétt fyrir sér
Hulda (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 20:57
Sko Guðmundur. Auðvitað ertu með leigubíla og rútupróf ef þú ert með strætópróf. Ég er líka þar að auki með bakarapróf kallinn minn.
Þú átt bara ekkert meira í Gurrí þó þú hafir hitt hana. Ég bý rétt hjá henni og finn ylinn frá henni hvern einasta dag, svo hef ég líka séð hana labba framhjá vinnustað mínum einu sinni.
Og Jenný bakarar eru alltaf heima á daginn, að vísu pínu slappir, en samt heima.
Þröstur Unnar, 4.12.2007 kl. 21:06
Mikið er það KLIKKAÐ (æðislegt) að láta berjast svona um sig. Ég hef ekki þennan séns í raunheimum, get lofað ykkur því. Heheheheh! Bakarar eru einstaklega heillandi. Vinkona mín á Ísafirði er gift einum slíkum og er hrikalega hamingjusöm.
Talandi um Ísafjörð ... Þegar við Skagamenn keppum við Ísafirðinga ... þá reynir fyrst virkilega á vináttuna við þessi góðu hjón. Ég fyrirgaf honum að hafa hnetur í brúðartertunni en lengra nær það ekki ...
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 4.12.2007 kl. 21:45
Rétt er það. Annað kvöld miðvikudagskvöld er bókað fjör í Skrúðgarðinum þar sem menningar- og kaffihúsalíf á Skipaskaga nær nýjum hæðum og nú með pólitísku ívafi í bland við það mannlega. Guðni og Sigmundur Ernir mæta. Sjá nánar þessa frétt.
Magnús Þór Hafsteinsson, 4.12.2007 kl. 21:52
Já Guðmundur minn, gæti trúað Tomma til þess að baka mig bakarann. Er ekki alltaf bakari hengdur fyrir smið (eða bílstjóra) .
En datt í hug hvort daglegir þvottar og staujningar, sem ég er náttúrulega sérfræðingur í, hefðu eitthvað að segja í baráttunni?
Takk Gurrí mín fyrir almenna bakarahólið.
Þröstur Unnar, 4.12.2007 kl. 21:58
maður verður nú bara rómantískur eftir lestur kommentanna hér
Guðrún Jóhannesdóttir, 4.12.2007 kl. 22:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.