Opinberun II. hluti

Hingað til hefur fólk ranglega haldið að það sem hér er ritað sé heilagur sannleikur. Þar sem senn er ár liðið síðan ég ýtti þessari bloggsíðu úr vör finn ég mig knúna áður en lengra verður haldið að segja sannleikann og ekkert nema sannleikann. Jólin eru líka á næsta leiti og á aðventunni verður maður eitthvað svo meyr og samviskubitið ólgar sem aldrei fyrr.
Sumt hefur að vísu verið nálægt sannleikanum en ég ætla þó ekki að reyna að afsaka mig með því.

Kubbur kvikindiJú, jú, ég heiti Gurrí og allt það ... og vinn í krembrauðsverksmiðju hér á Akranesi. Góða fólkið á Vikunni féll frá málsókn ef ég opinberaði sannleikann.

 Ég á ketti en þeir eru ekki þessi krútt sem ég hef haldið fram, heldur sóðaleg, lúmsk og grimm kvikindi sem stökkva froðufellandi á tærnar á mér ef ég gleymi að fara í inniskóna. Ég notaði númer 39 af skóm hér áður fyrr ... er nú 35.

Ég bý í íbúð ... en hún heitir hreinsunareldur, ekki himnaríki, og er á miðhæð ... í hjólhýsi. Hún er pínkuoggulítil og snýr að porti þar sem öskutunnurnar eru geymdar.

Tengdasonur minn á góðri stundÉg á vissulega barn. Dóttir mín, sem ég hef ranglega nefnt erfðaprinsinn á blogginu, er stöðumælavörður hér á Skaganum. Hún á indælan kærasta sem er hér eins og grár köttur þótt það sé eiginlega hvergi pláss fyrir hann. 

Ætla ekki að viðurkenna meira núna. Þetta er eiginlega meira en nóg. Fyrir bloggafmælið stóra (í janúar 2008) verður þó allt komið upp á yfirborðið. Líka hneykslismálin!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Þar kom "sannleikurinn" fram í allri sinni dýrð

Gott að þau hjá Vikunni hættu við málsókninni hehehehehe 

Guðrún Jóhannesdóttir, 4.12.2007 kl. 22:53

2 Smámynd: Þröstur Unnar

Loksins

Þröstur Unnar, 4.12.2007 kl. 23:29

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hahaha, ég dey, myndirnar maður minn.  Arg. 

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.12.2007 kl. 23:35

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hei, ég sleppi aldrei úr færslu og hvar er þá Opinberunarblogg I?

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.12.2007 kl. 23:36

5 identicon

Jæja góða,ertu þá bara plötuskjóða.?

Jensen (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 23:40

6 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

... held að ég hafi einhvern tíma skrifað dásamlegan pistil sem heitir: Opinberun Guðríðar. Man ekkert hvað var þar, örugglega e-ð lygilega guðdómlegt.

Nú er ég farin að sofa ... (alveg satt) les kannski aðeins í HPotter. 

Guðríður Haraldsdóttir, 4.12.2007 kl. 23:47

7 Smámynd: Fishandchips

 En hvar finnurðu allar þessar brjáluðu myndir?

Fishandchips, 4.12.2007 kl. 23:52

8 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Laug því náttúrlega með svefninn, erfitt að slíta sig frá blogginu ... myndirnar finn ég flestar á google.is. Var ekki að leita að mynd af Kubbi neitt sérstaklega, heldur cat comic, gæti verið eitthvað slíkt og þá kom kisumyndin meðal annars. Hin myndin kom í ruslpósti (urrr) sem ég bað reyndar um, hún líkist erfðaprinsinum mínum ótrúlega mikið nema hann sefur aldrei á klósettinu, held ég. Þriðja myndin sem átti að birtast var af "dauðum" manni á Langasandinum, játning mín um mannaveiðar átti að fylgja með. Myndin var tekin uppundir manninn og sást aðeins í fjölskyldudjásnin hans. Erfðaprinsinn ritskoðaði af grimmd og sagði að fín frú á Skaganum birti ekki svo dónalegar myndir á bloggi sínu. Játningin fór því í ruslið en myndin er enn á desktop ... heheheheh NÚ ER ÉG FARIN AÐ SOFA. HARRY POTTER BÍÐUR ... Get sofið til níu í fyrramálið, vinn heima á morgun líka.

Guðríður Haraldsdóttir, 5.12.2007 kl. 00:11

9 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hehe vantar ekki fólk í krembrauðsverksmiðjuna?

Jóna Á. Gísladóttir, 5.12.2007 kl. 01:22

10 Smámynd: Einar Indriðason

HVER ERT ÞÚ, OG HVAÐ HEFURÐU GERT VIÐ HINA GURRÝ?

Einar Indriðason, 5.12.2007 kl. 06:10

11 identicon

hæ Gurrí, er til hið gamla góða krembrauð? eru osofin kelling? ég veit að þú lest mikið þessa daganna, getur verið að þú sért eitthvað vansvefna þessa daganna, þá játar maður ýmislegt.

siggi

siggi (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 07:22

12 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Svei mér þá ég skellihló og það fyrir hádegi.  Þú ert góð þykir mér.

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 5.12.2007 kl. 09:29

13 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Ég hef aldrei efast um neitt af því sem þú skrifar, svo þetta kom mjög á óvart! Jú, annars, eitt hef ég aldrei skilið: Þessar Bold-frásagnir, eru þær ekki örugglega uppspuni? Ég veit að Bold er í sjónvarpinu, en er þetta í alvöru söguþráðurinn? ekki bara húmor í þér? Mjög öflugur húmor? Það skrifar í alvöru enginn handritshöfundur svona framvindu, er það nokkuð??

Ragnhildur Sverrisdóttir, 5.12.2007 kl. 09:40

14 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég get staðfest frásagnir Gurríar af söguþræðinum í Bold, Ragnhildur. Þær eru dagsannar og hún dregur frekar úr flækjunni en hitt, væntanlega til að auðvelda mögulegan skilning á vitleysunni. 

Lára Hanna Einarsdóttir, 5.12.2007 kl. 09:45

15 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Kona sem komin er í beinan hvorukynslegg af Jóni Hreggviðssyni, lýgur auðvitað ekki á blogginu.  Ónei, allt heilagur sannleikur.  En dásemdarþættirnir BOLD eru ævintýri líkastir.  Er það ekki annars Gurrí mín?

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.12.2007 kl. 09:58

16 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Takk fyrir upplýsingarnar. Ég veit ekki hvort þær verða til þess að ég horfi aldrei, aldrei á Bold, eða hvort ég stekk núna að tækinu daglega. Mikil dilemma í gangi á þessu heimili.

Mig grunar samt að endursögn Gurríar sé bæði menningarlegri og heilsusamlegri en þættirnir sjálfir

Ragnhildur Sverrisdóttir, 5.12.2007 kl. 10:10

17 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Já, það voru dýrðardagar hjá okkur í krembrauðinu í gamla daga. Maður ber ekki sitt barr eftir að hafa hrakist úr krembrauðinu í kókosbollurnar. Njóttu lífsins í hjólhýsi ljúfan mín.

Steingerður Steinarsdóttir, 5.12.2007 kl. 10:37

18 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þú ert nú meiri púkinn. En ávallt skemmtileg. Litar tilveruna með blandi af gamni og alvöru, haltu áfram krembrauðskona í skrúðgarði, ég fíla þig.   3D Elf With Candy Cane 

Ásdís Sigurðardóttir, 5.12.2007 kl. 10:48

19 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Jamm ... frekari játningar bíða betri tíma. Nú er það bara alvara lífsins, vinna, vinna og vinna, með kvef í nös ... Takk fyrir að trúa mér.

Guðríður Haraldsdóttir, 5.12.2007 kl. 11:27

20 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Hvar er miðhæð í hjólhýsi???

Laufey Ólafsdóttir, 6.12.2007 kl. 01:41

21 identicon

góður!!

Hulda (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 12:09

22 identicon

Guðmar, hvað ætlarðu að halda lengi áfram að fífla allt þetta fólk?

Reyndar er þetta lið ferlega tregt að sjá ekki að þú notar mynd af Divine fyrir þessa "Gurrí"

Breiðholtshatarinn (IP-tala skráð) 8.12.2007 kl. 09:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 58
  • Sl. sólarhring: 196
  • Sl. viku: 1283
  • Frá upphafi: 1460107

Annað

  • Innlit í dag: 53
  • Innlit sl. viku: 1021
  • Gestir í dag: 52
  • IP-tölur í dag: 51

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Facebookvinátta
  • Fótapláss ekkert
  • kjorsedill

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband