Besta eða versta jólagjöfin?

StöðumælirSit hér og vinn, hálfmáttlaus eftir allar játningarnar í gær. Þetta var samt bara rétt byrjunin ... Bæjarstjórnin hringdi og tjáði mér að það væru engir stöðumælar á Akranesi og þess vegna gæti dóttir mín ekki verið stöðumælavörður hér. Þetta er svo rangt. Árangur hennar í starfi hefur verið mikill, einmitt í ljósi þess að hér eru engir stöðumælar.

JólagjafirÉg er að vinna grein og gæti þurft hjálp ykkar við hana. Hver er versta jólagjöfin sem þú gætir hugsanlega fengið, en sú besta? Stjörnumerkið þarf að fylgja með líka. Þetta er bara til gamans gert ... en samt í fullri alvöru. Hjálp, einhver? Þar sem ég er heima get ég ekki hlaupið á milli samstarfsmanna minna. Prófaði að spyrja erfðaprinsinn, Hrútinn huggulega, hver væri mögulega versta gjöfin sem hann gæti fengið. Hann svaraði án umhugsunar: Lúffur.

LúffurÞetta á sér vissulega sögu. Þegar hann var lítill varð hann fyrir vonbrigðum með jólagjafirnar sínar ein jólin. Væntingarnar voru svo miklar ... og svo fékk hann bara bók frá ömmu og afa, nærföt frá einhverjum, ljóta peysu, ... og alls kyns svona mjúka pakka. Sem ábyrgur uppalandi sagði ég þegar við komum heim að enginn væri skyldugur til að gefa honum jólagjafir, við gætum bara skilað þeim. Hann var orðinn ánægðari með gjafirnar þá og sagði að þess þyrfti ekki. Ég talaði um þetta við vinkonu mína sagði mér að ungur frændi hennar hafi bara fengið lúffur í jólagjöf, í alvöru, næstum bara lúffur leyndust pökkum hans. Stráksi brosti við hverja gjöf og sagði glaður: „Vá, lúffur, en æðislegt,“ mörgum sinnum þetta aðfangadagskvöld. Ég sagði erfðaprinsinum þetta og síðan hefur þetta verið ættarbrandari. Hann fékk lúffur tveimur árum seinna, brosti blítt og sagði: „Vá, lúffur, en æðislegt!“ og meinti það en við hlógum samt eins og vitleysingar.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Elsa Gunnarsdóttir

Ég er Vog.  

Þegar ég var lítil þá var versta jólagjöfin ullarnærföt, þau stinga svo hrikalega..........ójój

Í dag. hmhmh Ég myndi brjálast ef bóndinn gæfi mér heimilstæki, straujárn, eða nýja steikarapönnu.  

Besta jólagjöfin er hins vegar "Friður  á jörð".   Veit ekki hvar hann fæst hmhm 

Guðrún Elsa Gunnarsdóttir, 5.12.2007 kl. 14:05

2 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Takk, frábært!!! Er einhver bók eða geisladiskur sem þú ert spennt fyrir, eða ilmvatnslykt? Er það kannski bara greniilmurinn sem rúlar á jólunum?

Guðríður Haraldsdóttir, 5.12.2007 kl. 14:11

3 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Bogmaður.
Besta:  Bækur og fleiri bækur. Geri ekki upp á milli.
Versta: Sokkar. Fer helst aldrei í sokka og gengi heldur ekki í skóm ef ég kæmist upp með það.

Lára Hanna Einarsdóttir, 5.12.2007 kl. 14:32

4 identicon

hæ Gurrí, þú setur mann í vanda þegar þú spyrð svona. Af tilbúnum þörfum armbandið hennar Brynju með öllum trúarmerkingunum, og af sjálfsöguðu úr hvítagulli.

En mest af öllu og sú besta í dag væri að losna við Bush úr Hvitahúsinu, þessi rugludallur hótar nú 3ju heimsstyrjöldini, maður sem er í eins miklu trúarstríði á ekki að sitja í svona miklu embætti.

siggi

siggi (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 16:04

5 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Takk, elskurnar mínar. Vantar bara stjörnumerkið þitt, Siggi. Ég er t.d. ljón og myndi alveg þiggja svona armband, enda mjög, mjög flott! Einu sinni hitti ég Brynju sjálfa fyrir mörgum árum, hún er vinkona vinkonu vinkonu ... og henni fannst unglingurinn erfðaprinsinn svo flottur að hann ætti að verða fyrirsæta. Minn hnussaði kurteislega en ég minni hann reglulega á þetta.

Guðríður Haraldsdóttir, 5.12.2007 kl. 16:20

6 Smámynd: Þröstur Unnar

Ermahnappar og bindisnæla.

Auddað Hrútur.

Þröstur Unnar, 5.12.2007 kl. 16:24

7 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Er það draumajólagjöfin, Þröstur, eða sú sem þú vilt alls ekki?

Guðríður Haraldsdóttir, 5.12.2007 kl. 16:33

8 identicon

versta: skrautlegar svona eins skautahlaupara buxur  frá eiginmanninum, ég er stoltust af því að hafa haldið andlitinu þegar ég opnaði pakkann (í 5 mín) En svo ...var ég ánægð með að hann hafi séð mig sem svona slim píu um tvítugt sem hangir á sirkus um helgar... þegar ég er í raun forty something.

Besta: allt svona heimaföndrað jólasaga frá systur minni sem var sannsöguleg fjölskyldujólasaga, voða sætt.

merki steingeit

mums (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 16:34

9 Smámynd: Þröstur Unnar

Draumajólagjöfin er brauðrist.

Þröstur Unnar, 5.12.2007 kl. 16:37

10 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Hahhahaha, frábært og takkkkk. Sem minnir mig á að mig vantar sárlega jólalega lífsreynslusögu fyrir næsta blað ... (gurri@mi.is)

Guðríður Haraldsdóttir, 5.12.2007 kl. 16:38

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Steingeit: Heimilistæki. Fékk einu sinni örbylgjuofn frá dætrum mínum og er enn ekki búin að fyrirgefa þeim, þær skilja heldur ekki, enn þann dag í dag, afhverju ég hoppaði ekki hæð mína.  Eins og ÞEIM finnst æðislegt að poppa í svona ofni.

Besta: Bækur, bækur, bækur og bækur, ekki endilega í þessari röð.

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.12.2007 kl. 16:39

12 identicon

hæ sorrí gleymdi ég að segja að eg er vatnsberi, ætli það sé ekki sú staðreynd að ég er að reyna að gleyma hve gamall ég sé eheheheh

siggi

siggi (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 16:41

13 Smámynd: Þröstur Unnar

Sko, hef aldrei skilið af hverju má ekki gefa konum vöfflujárn í jólagjöf, eða ryksugu eða pottaleppa eða dýrindis steikarpönnu.

Eins og þær nota þessi tæki nú mikið.

Veit alveg eftir hverju þú ert að fiska, Guðríður.

Þröstur Unnar, 5.12.2007 kl. 17:04

14 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Hann fékk bók en hún fékk nál og tvinna ...

Kannski af því að konur "dúlla sér" svo mikið með heimilistæki er hitt meiri tilbreyting, eins og bækur, bækur, bækur, demantar og slíkt!

Guðríður Haraldsdóttir, 5.12.2007 kl. 17:12

15 Smámynd: Þröstur Unnar

hönd í hönd þau leiddust sæl og glöð.......

Þröstur Unnar, 5.12.2007 kl. 17:25

16 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Naut!    FÖT örugglega versta jólagjöfin  (nema ég hafi valið sjálf)  mætti ég frekar biðja um grautarpott!

Bók, nánast hvað bók sem er, nema nýja Biblían það eru til 2 binlíur á mínu heimili

Guðrún Jóhannesdóttir, 5.12.2007 kl. 17:42

17 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

til 2 binlíur á mínu  á að sjálfsögðu að vera BIBLÍUR hehehehe

Guðrún Jóhannesdóttir, 5.12.2007 kl. 17:43

18 identicon

Hæ!

Ég las einhverntímann á Barnalandi svo skemmtilega umræðu um verstu jólagjafirnar. Fór þar inn á áðan til að leita af þeim fyrir þig og vona að ég sé með réttu umræðuna....en þar er ekkert um stjörnumerkin.  Vona að þú getir kannski notað eitthvað úr henni. Hún er dálítið fyndin :)

 http://www.barnaland.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=1115847&advtype=52&showAdvid=3064918#m3073959

Annars verð ég að segja að mér finnst skemmtilegt að lesa bloggin þín og er daglegur gestur.

Kv. Sigga

Sigga (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 18:32

19 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Tvíburinn: Besta: Bækur og ferðalög, versta: Það eru ekki til vondar jólagjafir.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 5.12.2007 kl. 18:34

20 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Sæl fröken Guðríður!

Leiðindi er það sem ég vil síst fá í jólagjöf, hef fengið svo mikið af þeim hingað til og það ópökkuðum yfir jól!

Meiri ást frá fleiri konum, væri gott að fá aftur á móti, þó ég geti nú ekki beinlínis kvartað yfir því sem ég á og hef fengið hingað til!

Þetta var andlega hliðin.

Plötur og inniskó, nýtt rúm, (með eða án..?) rafknúið hlaupabretti og þess háttar má nefna sem gjafir er vel væru þegnar, að ég tali nú ekki um sérhannað GPS!

Engin föt, bíla, verkfæri eða græjur, á svo mikið af svoleiðis eða þarf ekki á því að halda! SVo er ég að grennast svo mikið´, föt því martröð alveg sérstaklega!

Þú veist í hvaða merki ég er!

Mátt gefa mér nýju Signplötuna í jólagjöf!

Og farðu svo að drífa þig með strákin til London, þetta fer ekki að ganga hjá West Ham fyrr en þið mætið!

Magnús Geir Guðmundsson, 5.12.2007 kl. 18:59

21 Smámynd: HAKMO

Ég er vatnsberi.

Æskuminningin um bestu gjöfina sem ég fékk var sápa í bandi . Var í laginu eins og hausinn á Mikka mús og kom alla leið frá útlöndum. Held að ég hafi aldrei verið eins ánægð með jólagjöf. haha.

Hmm það versta sem ég gæti hugsað mér í dag... úff dettur ekkert í hug eins og er. Hei jú það er eitt sem mig langar ekki í, skartgripi, á allt of mikið af þeim og vil velja þá sjálf. 

HAKMO, 5.12.2007 kl. 19:08

22 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ég hef einu sinni upplifað jól sem fullorðin að hafa engan pakka fengið. Efir það passaði ég alltaf upp á það að ég fengi í það minnsta einn pakka frá manni eða börnum, því ég hefði aldrei trúað því að óreyndu hvað þetta var leiðinlegt og tómlegt.

Núna hlakka ég mest til að taka kortin upp á aðfangadagskvöld með kaffi og konfekti.

Verstu og bestu jólagjafir skiptist eiginlega í æskujól og fullorðinsjól!

VERSTA gjöf á fullorðinsjólum:er ilmvatn eða aðrar lyktir í kremum sem ég hef fengið óbeðið um.

BESTA: Ljóðabók og gjafir frá börnum mínum sem þau hafa búið til.

Edda Agnarsdóttir, 5.12.2007 kl. 20:07

23 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ég gleymdi að segja að ég er NAUT.

Edda Agnarsdóttir, 5.12.2007 kl. 20:08

24 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Vog eitthvað úr ull og Hrútur vill ekkert gagnlegt.  Það er mín skoðun.

Ásdís Sigurðardóttir, 5.12.2007 kl. 20:13

25 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Ég hef bara aldrei fengið vonda jólagjöf svo ég muni eftir.

Ein jólin fékk ég samt næstum bara sjampo, sápur og handklæði. Ég var 17 ára og var að spá í hvort fólki þætti ég svona skítug. Ok þarna kom það. Ferlegasta jólagjöf ever er sjampó.

Mér finnst yndislegt að fá bækur í jólagjöf. Best í heimi er að liggja undir sæng seint á aðfangadagskvöld og lesa.

Ég er hrútur...meee

Brynja Hjaltadóttir, 5.12.2007 kl. 20:48

26 identicon

Ljón...Hef bara aldrei fengið slæma jólagjöf en kallinn veit vel að ég vil ekki eitthvað heimilisdót og alls ekki handryksugu  En bestu og krúttlegustu jólagjafirnar eru það sem Börnin mín föndra fyrir hver jól og gefa mér og alltaf er jafn spennandi að fylgjast með þeim þegar þeirra gjafir eru opnaðar Annars er ekkert sem toppar það að vera í faðmi stórfjölskyldinnar og gleðjast með góðum mat og rólegheitum

Brynja blogg.central.is/skordal_1 (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 21:45

27 identicon

Versta jólagjöfin: Ilmvatn sem ég hef ekki valið sjálf, 99% líkur á að ég geti ekki notað það. Er með mígreni og er mjög viðkvæm fyrir sterkri lykt.

 Besta jólagjöfin: Eitthvað föndrað eða heimagert. Það er svo persónulegt og fullt af ást 

Oddný (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 22:21

28 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ég man eiginlega ekki eftir að hafa fengið eitthvað hræðilega jólagjöf. Jú haha í fyrra frá mági mínum (hinum Bretanum) og konunni hans. Brúna eyrnarlokka sem eru eins og fæðingarblettir á eyrnasneplunum þegar þeir eru komnir í og armband við sem ég náði aldrei að láta virka. Þegar maður hélt því uppi leit það út eins og g-strengur á barbídúkku.

En allavega er eftirminnilegasta jólagjöfin sú sem ég fékk frá mömmu og pabba jólin sem þau dóu. Hvítur náttsloppur með ljósbláu mynstri og Disney bók um Andrés Önd.

Eg er Vog

Jóna Á. Gísladóttir, 5.12.2007 kl. 22:27

29 identicon

Sæl.

Sæl Gurrý.

Ég á mann sem á afmæli 9. desember. Þegar hann varð þrítugur héldum við stóra veislu og hann fékk gjafir frá þeim sem í afmælið komu. Þegar fimmtu gestirnir í röð voru búinir að gefa honum kertastjaka eða kertastjakapör vorum við farin að hlæja og gera grín af því, en þegar hann var að fá það sama í nítján sinnum vorum við og allir veislugestir hættir að hlægja. Hann hefur ekki boðið í afmæli síðan. Ef ég gef honum kertastjaka í jólagjöf yrði það versta jólagjöf sem hann hefur fengið um ævina.
Svo þekki ég eina sem á afmæli 2. janúar, hún hefur ekki tölu á öllum þeim bílrúðusköfum sem hún hefur fengið í afmælisgjöf.

Kveðja,

Fjóla

Fjóla Þorv. (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 23:22

30 Smámynd: Ingigerður Friðgeirsdóttir

Sæl Ég er steingeit

Versta jólagjöfin eldfast mót fékk sjö stk ein jólin og ég skipti aldrei gjöfum.

Besta Bækur af öllum stærðum og gerðum.

Bestu kveðjur Ingigerður 

Ingigerður Friðgeirsdóttir, 5.12.2007 kl. 23:45

31 Smámynd: Jóhanna Hafliðadóttir

Draumajólagjöf vatnsberans er ný fartölva. Lauflétt og hægt að snúa skjánum fram og tilbaka. - Nú eða þá bækur. Vondu jólagjafirnar eru þær sem ekki er hægt að nota og taka pláss.

Jóhanna Hafliðadóttir, 5.12.2007 kl. 23:59

32 identicon

Auðvitað er það hugurinn sem skiptir mestu máli á bak við gjöfina!  En ég gleymi ekki gjöfunum frá systur minni fyrstu hjúskaparárin mín! brúnir matardiskar( í týsku þá!) voru í pakningunni í mörg ár!  Ekki gaman!

Mér finnst best að fá bækur, á óskalistanum í ár er bókin eftir Eddu Andrésar og Bíbí eftir Vigdísi Gríms!  Annars alveg sama, get alltaf skipt!

Ég er Bogmaður!

Sigrún Jónsd. (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 00:10

33 Smámynd: Ása Hildur Guðjónsdóttir

Sporðdreki

Engin gjöf er slæm. Hugarfarið sem gildir ef mér líkar hún ekki gef ég hana á næsta bingó eða þarnæsta ef viðkomandi gefandi kemur oft í heimsókn.....

Besta gjöfin: Gjafabréf uppá samverustundir með fólki sem mér þykir vænt um.

Ása Hildur Guðjónsdóttir, 6.12.2007 kl. 01:03

34 identicon

Það er hugurinn sem skiptir máli ekki gjöfin sjálf.

Það sem mér hefur fundist skemmtilegast að fá í jólapakkann eru myndir eða hlutir sem litlar frænkur og frændur hafa búið til, já og svo fyrir svona bókaorma eins og mig er góð bók alltaf vel þegin.

Það má alveg sleppa því að gefa mér ostakörfur, konfekt og annað sælgæti, en ef ég fæ svoleiðis þá er bara að bjóða vinum og ættingjum í kaffi og slikkerí

Ég er ljón

Ragnheiður Ástvaldsdóttir (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 06:43

35 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Alheimsfrið og bræðra/systralag allra mannsbarna. Bite me. Meyja.

Laufey Ólafsdóttir, 6.12.2007 kl. 07:14

36 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

...ég man að sem barn þoldi ég heldur ekki lúffur. Ekkert hægt að gera í svoleiðis handjárnum. Fínhreyfingarnar alveg út. Varð bara að koma aftur og greina frá þessu.

Laufey Ólafsdóttir, 6.12.2007 kl. 08:07

37 identicon

Versta: Heimilistæki af öllum  sortum.

Besta:  Bækur bækur bækur og fallegur fatnaður.

 Ég er vog

Ingunn B (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 08:49

38 identicon

jóla og afmælisgjöf í sama pakkanum og horfa svo til hliðar og sjá systur sína vera að opna alveg eins, hún á ekki afmæli um jólin  Var sú versta.  Besta þegar ég sá bara gleðileg jól á miðanum.   Þá vissi ég að það væri von á öðrum eftir nokkra daga. 

steingeit (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 08:57

39 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Steingeit/vatnsberi: svolítið forvitin, hvaða játningar fékkstu í gær

Besta gjöf sem hef fengið er hmmmm... já man einu sinni þegar ég fékk rosalega sætan kertastjaka sem sonur minn bjó til ásamt besta og fallegast korti sem til er. Hann var 3/4 ára þá. Það var auðvita gert af honum og í því voru allt það fallegasta sem hann gat hugsað sé eins og;

Þú ert besta mamma í heimi, þú ert góð,
Þú ert sterk, þú kannt að hoppa, þú átt supermanbúning og fleirra í þeim dúr.

Versta gjöf sem ég hef fengið er ekki til.  Bara fengið góðar gjafir

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 6.12.2007 kl. 09:41

40 Smámynd: Ingibjörg Gunnarsdóttir

Ljón!  Besta jólagjöfin væri líklega armbandið frá henni Brynju (má maður láta sig dreyma?) - versta væri líklega flottur konfektkassi með VONDU súkkulaði...........

Ingibjörg Gunnarsdóttir, 6.12.2007 kl. 09:48

41 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Fiskur. Best: rafmagnsverkfæri. Verst: támjóir skór.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 6.12.2007 kl. 10:04

42 Smámynd: Aðalheiður Haraldsdóttir

Krabbi:  Mér finnst nú alltaf sælla að gefa en þiggja en mér finnst þó ómissandi að fá góða bók að lesa um jólin.  Annars er afslöppun og samvera fjölskyldunnar það allra besta við jólin.

Ég er alltaf þakklát fyrir allar gjafir sem ég fæ og myndi kyssa og knúsa manninn minn ef hann gæfi mér steikarpönnu eða vöfflujárn.  Það myndi bara bætast í hópinn með eggjasuðutækinu, brauðvélinni, hrærivélinni, djúpsteikingarpottinum og samlokugrillinu.  Allt góðar gjafir en á jólunum vildi ég óska að hann gæfi mér eitthvað sem ekki stæði á:  ,,Eldaðu fyrir mig!"  Verst þætti mér hins vegar að fá enga gjöf!

Aðalheiður Haraldsdóttir, 6.12.2007 kl. 10:34

43 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Vá, þið eruð svo mikið æði. Ég er búin að hlæja og vera full þakklætis og hrifningar, svo auðvitað emja úr hlátri yfir gömlu umræðunni af Barnalandi sem var linkað á. Hugsið ykkur að vera 14 ára stelpa og fá bókina "Lærum að telja" frá afa sínum. Ég hló upphátt mörgum sinnum.

Það er svo TRYLLT að gera, prentsmiðjan á morgun, reyni að blogga í hádeginu, byrjaði að keppast við kl. 7.30 í morgun en hef ekki litið upp nema til að sækja með kaffi, einu sinni!!!

Guðríður Haraldsdóttir, 6.12.2007 kl. 10:37

44 Smámynd: Kallý

Hæ Gurrí!

Besta jólagjöf sem ég gæti fengið væri nýr bíll, ný fartölva og nýr sími! Þar sem

mitt allt er ónýtt! Svo mætti alveg gefa mér íbúð! Ég er frekar dýr í rekstri held ég. Svo sætt ég mig við pening!

En svona í alvöru talað þá er það hugurinn sem gildir. Ég vil bara fá gjafir frá fólki sem finnst gaman að gefa mér og hefur lagt hugsun í gjöfina. Jólagjafir eiga ekki að vera einhver kvöð. Þannig að ég er sátt við flest allt.

Og ég er meyja  

Kallý, 6.12.2007 kl. 10:40

45 identicon

Merki:  Vatnsberi

Versta gjöfin sem ég get hugsað mér eru einhv. skrautstyttur sem ekki eru keyptar með viðtakanda í huga heldur til að gefa eitthvað.  Þoli einmitt ekki þegar fólk fer í skápinn og finnur eitthvað til að gefa sem hentar viðkomanda alls ekki.

Besta gjöfin, vá það er svo margt en eins og flestir hérna þá finnst mér nauðsynlegt að fá bækur.

Jóna (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 10:43

46 identicon

Ég er fiskur. Það besta sem ég get fengið í jólagjöf eru geisladiskar. Það versta er hinsvegar eitthvað sem maður veit ekki hvað er

Eyrún (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 11:17

47 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Ég er bogmaður, bjartsýna tegundin og besta jólagjöfin er: bækur og aftur bækur. Ég hef aldrei komið inn á hjá þér fyrr og vona að plássið sem ég tek gildi fyrir þær heimsóknir.

Jólagjafalistinn hennar ömmu
Elskulega fjölskylda, mér datt í hug fyrir þessi jól að senda ykkur smábréf
um jólagjafir. Þar sem plássið er farið að minnka hjá mér, en þið öll svo
elskuleg að færa mér gjafir fyrir hver jól.

Ég biðst undan því að fá fleiri flókainniskó. Ég á orðið lager sem endist
mér út ævina.

Ég vil líka segja ykkur að ég á nóg bæði af pottaleppum og svuntum.

Ég á orðið 7 flónelsmorgun sloppa úr Rúmfatalagernum, og þarf ekki fleiri í
bili. Auk þess þykir mér eldrauður litur fallegri en þessi gammeldags pink
kerlingarlitur.

Myndir af börnum og barnabörnum eru allt í lagi, en best er að vera ekkert
að setja þær í ramma, ég vil heldur setja þær inn í albúm, þar sem allir
veggir eru orðnir þaktir af myndum, svo hvergi er auður blettur.

Í Guðanna bænum ekki fleiri smástyttur, hvorki gler, keramik eða tré. Ég
þurfti að setja tvo stóra fulla kassa niður í kjallara eftir síðustu jól. Og
ég er orðin svo fótafúin.

Bækur eru svo sem allt í lagi, en ég á orðið 10 biblíur, les þær reyndar
aldrei, og allskonar ævisögur og heilsubækur. Ef þið viljið gefa mér bækur,
þá vil ég frekar Arnald Indriða, eða Agötu Christie.

Og ég hlusta frekar á Led Zepplin og Nirvana en Hauk Mortens eða Karlakór
Reykjavíkur.

Sem betur fer hef ég losnað við öll fótanuddtækin með því að gefa þau á
tombólur, nema þetta eina sem ég nota undir blóm á svölunum.

Ég verð að segja eins og er, að ég hefði í staðinn fyrir þennan dýrindis
lazerboystól sem þið tókuð ykkur saman og splæstuð á mig í fyrra, viljað
hljómflutningsgræjur eða tölvu. Sit afar sjaldan í svona stól, því það er
erfitt að standa upp úr honum. Og ég nota tölvu frekar, og þykir meira gaman
að háværri rokktónlist.

Svo ætla ég að benda ykkur á að þið verðið að koma jólagjöfunum ykkar snemma
til mín þetta árið, því ég hef ákveðið að skella mér til Kanarí um jólin,
við ætlum nokkur saman gamlingjar og djamma og djúsa. Vonandi verðið þið
stillt og góð á meðan.

Sjáumst á næsta ári amma.
_______________________________

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 6.12.2007 kl. 11:52

48 identicon

Ég er steingeit...

versta jólagjöf sem ég hef fengið er eitthvað í líkingu við eldfast mót og kermik kokk sem geymir eldhúsáhöld = aldrei notað!

eitthvað sem ég hef ekki fengið og vona að ég fái ekki væri nærföt eða konfektkassi

Hulda (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 12:14

49 Smámynd: Gunna-Polly

Fiskur draumagjöf núna er gps tæki ég er nefnilegasta sú áttaviltasta mannseskja sem hefur fæðst á jarðtíki og langar líka alltaf í svona sem er að koma nýtt

versta er súkkulaði fondue pottur sem ég nota aldrei

Gunna-Polly, 6.12.2007 kl. 12:15

50 identicon

ég gleymdi bestu.. það verður að vera bók.. a.m.k. ein á hverjum jólum og svo eitthvað sem manni langar virkilega í ... en það getur verið svo hryllilega margt!

Hulda (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 12:15

51 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég er fiskur og ég hef alltaf fengið góðar gjafir og er mjög glöð með þær.

Kristín Katla Árnadóttir, 6.12.2007 kl. 12:24

52 Smámynd: Svala Erlendsdóttir

Ég er fiskur og væri barasta hæstánægð með borvél eða hrærivél en samt ekki handryksugu.

Það versta sem ég gæti hugsað mér væru mjög háhælaðir skór með mjórri tá og efnislítil flík

Svala Erlendsdóttir, 6.12.2007 kl. 12:35

53 Smámynd: erlahlyns.blogspot.com

Verst: Tilgangslausir skrautmunir sem ég hef ekki valið sjálf og hef því mögulegan engan smekk fyrir, hvað þá pláss. Heimilistæki. Ég fékk þó einu sinni verkfæratösku og varð mjög kát, enda hafði ég oft talað um að mig vantaði eina slíka.

Best: Gjafir sem búnar eru til sérstaklega fyrir mig, gjafir þar sem sést að gefandi þekkir mig. Skáldsögur eða fræðirit. Ilmandi body lotion.

Stjörnumerki: Vog

erlahlyns.blogspot.com, 6.12.2007 kl. 12:49

54 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Stjörnumerki: Sporðdreki.

Best er að fá eitthvað sem valið er af heilum hug og maður finnur að gefandinn hefur lagt sig fram um að velja gjöfina. Og bækur.

Verst er að fá eitthvað sem maður hefur ekkert við að gera, er samt valið með sama hugarfari og besta gjöfin og maður getur ekki fengið sig til að skila eða skipta.

Markús frá Djúpalæk, 6.12.2007 kl. 13:28

55 identicon

Ég er vatnsberi og vildi síst af öllu fá óumbeðin heimilistæki í jólagjöf.  Varðandi bestu gjöfina þá tilheyri ég bóka-flokknum Annars finnst mér frábær gjöf sem amma mín (77 ára) gefur afa mínum (79 ára) á hverju einasta ári í mörg ár (þau eru búin að vera gift í tæp 60 ár.  Ég spyr hana fyrir hver jól hvað hún ætli að gefa afa og fæ alltaf sama svarið: " Nú, auðvitað bara ást og umhyggju eins og ég er vön Held að gjafirnar verði ekki betri en þetta!!

sandra dís (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 13:41

56 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Ljón mælir: Best: Bækur. Verst: Hrukkukrem og firming body gel.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 6.12.2007 kl. 22:18

57 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég er líka flón & best er að fá hestinn frá dóttlunni, það er hefð, eins og það að fá árlega snyrtivörusettið frá snyrtisérfræðíngnum mömmu minni, sem er verst.

Steingrímur Helgason, 6.12.2007 kl. 22:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 63
  • Sl. sólarhring: 291
  • Sl. viku: 1942
  • Frá upphafi: 1454816

Annað

  • Innlit í dag: 40
  • Innlit sl. viku: 1574
  • Gestir í dag: 35
  • IP-tölur í dag: 27

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Bakklóra
  • Snorri og Patrik
  • Vifta

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband